Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 8
28. maí 2011 LAUGARDAGUR8
Jafnréttisstofa, Velferðarráðuneytið, Rannsóknastofnun í barna- og fjöl-
skylduvernd við HÍ og Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við HA standa fyrir
ráðstefnu og fræðsludegi um kynbundið ofbeldi. Sjónum verður beint að
kynbundnu ofbeldi sem heilbrigðisvandamáli sem mikilvægt er að vinna
bug á. Karlar eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Dagskrá
13:00- 13:15 Guðbjartur Hannesson, velferðarráðherra setur ráðstefnuna
13:15- 13:35 Elísabet Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Rannsóknastofnun í
barna- og fjölskylduvernd: Niðurstöður rannsókna og hvað svo?
13:35- 13:55 Sigríður Halldórsdóttir, prófessor við Háskólann á Akureyri:
Ofbeldi, konur og mannréttindi
13:55- 14:15 Ólafur Örn Bragason, sálfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra og
Fangelsismálastofnun en starfar sjálfstætt við mat og meðferð
ungra gerenda kynferðisbrota: Börn og unglingar sem sýna
skaðlega kynhegðun
14:15- 14:35 Kaffi
14:35- 14:55 Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi: Konur, verkir og ofbeldi
14:55- 15:15 Ástþóra Kristinsdóttir, ljósmóðir og hjúkrunarstjóri í Heilsu-
gæslunni Hvammi í Kópavogi: Áhrif heimilisofbeldis á barns-
hafandi konur, fóstur og börn þeirra.
15:20- 15:40 Erla Kolbrún Svavarsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands:
Notkun klínískra leiðbeininga við að greina ofbeldi gegn konum
í nánum samböndum
15:40-16:00 Umræður
Ráðstefna um kynbundið ofbeldi
Drögum tjöldin frá!
Askja, Háskóli Íslands 1. júní 2011
Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis en þátttakendur
eru beðnir að skrá sig á: jafnretti@jafnretti.is
A
rg
h!
0
5·
20
11
– FULLT HÚS ÆVINTÝRA
ellingsen.is
A-HÝSIN FÁST Í
ELLINGSEN
PI
PA
R\
TB
W
A
•
S
ÍA
1. Hvað heitir fyrrverandi yfir-
maður herliðs Bosníu-Serba sem
hefur verið handsamaður eftir tíu
ára leit?
2. Hver er nýr formaður SÁÁ?
3. Hvað heitir sigurvegari tíundu
þáttaraðar American Idol?
SVÖR
SJÁVARÚTVEGUR „Í hverjum einasta
mánuði hittast sjómenn og útvegs-
menn og fara yfir þessi verð. Verð-
lagsstofa skiptaverðs fylgist auk
þess með þeim. Ef grunur vaknar
um að ekki sé verið að fylgja reglum
um viðmiðunarverð þá er hægt að
vísa því til úrskurðarnefndar sjó-
manna og útvegsmanna. Þar hefur
ekki fallið dómur í langan tíma,“
segir Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri Landssambands
íslenskra útvegsmanna (LÍÚ).
Þannig svarar hann fullyrðingum
Jóns Steinssonar, dósents í hagfræði
við Columbia-háskóla í Bandaríkj-
unum, sem segir ýmislegt benda til
að útgerðin selji fisk á undirverði til
tengdra aðila til að lækka hlut sjó-
manna samkvæmt kjarasamning-
um.
„Ef við tökum þorskinn sem
dæmi þá höfum við haft tólf mánaða
viðmið um þessi verð frá árinu 2001
sem við eigum að reyna að liggja
sem næst. Viðmiðið er vegið með-
altal af verði á fiskmarkaði og því
sem borgað hefur verið þegar eigin
aðili stundar vinnslu. Hið raunveru-
lega verð hefur sveiflast í kringum
viðmiðið eins og eðlilegt er en það
er augljóst að því hefur ekki verið
haldið kerfisbundið niðri,“ segir
Friðrik.
Jón hefur skoðað samband fisk-
verðs og framlegðar í vinnslu á
Íslandi. Hann telur sambandið óeðli-
lega mikið sem bendi til að fiskur
hafi verið seldur á undirverði. Þá
sé þetta sennilega meira stundað í
uppsjávarfiski en bolfiski þar sem
virkari fiskmarkaður sé til staðar í
bolfiski og þar með augljósari við-
miðunarverð.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag-
fræðingur LÍÚ, segir hins vegar
margt geta valdið því að framlegð
í vinnslu sé breytileg milli ára. Þau
ár sem framlegðin hafi verið sér-
staklega mikil hafi sama þróun
verið hjá þeim fiskvinnslum sem
hafa enga tengda aðila til að kaupa
fisk af. Það bendi til þess að Jón hafi
rangt fyrir sér.
„Það verð sem miðað er við þegar
útgerðin greiðir sjómönnum laun í
þeim tilvikum þar sem fiskurinn
kemur frá eigin útgerð er yfirleitt
í kringum 75 til 80 prósent af verði
á fiskmarkaði en munurinn skýr-
ist af sölukostnaði. Svona eru bara
þeir kjarasamningar sem til eru og
það er bara ekki rétt að farið hafi
verið á svig við þá,“ segir Friðrik
enn fremur.
Þá sé mjög mikilvægt að hafa
það í huga að ef grunur vaknar um
að menn séu ekki að fylgja þessum
reglum þá hafa sjómenn úrræði til
að bregðast við því. „Þetta er mikil
ásökun og alvarleg en hún á ekki við
rök að styðjast. Auðvitað eru alltaf
einhverjir svartir sauðir í greininni
eins og alls staðar en þessi fullyrð-
ing stenst ekki skoðun,“ segir Frið-
rik. magnusl@frettabladid.is
LÍÚ segir alls ekki farið á
svig við kjarasamningana
Útvegsmenn eru óánægðir með þá fullyrðingu Jóns Steinssonar hagfræðings að ýmislegt bendi til að fiskur
sé seldur á undirverði til að fara á svig við kjarasamninga sem Fréttablaðið greindi frá í gær.
ÞORSKUR Frá því að viðmiðunarverð var tekið upp við sölu fisks til eigin vinnslu árið
2001 hefur verð þorsks sveiflast á bilinu 87 til 99 prósent af ákveðnu hlutfalli. Við-
miðunarverðið hefur á tímabilinu verið 92 til 95 prósent. Forsvarsmenn LÍÚ segja um
mjög gegnsætt og skýrt ferli að ræða. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
1. Ratko Mladic 2. Gunnar Smári Egilsson
3. Scott McCreery
DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja-
ness úrskurðaði í gær að ungur
maður sem grunaður er um að
hafa orðið barnsmóður sinni að
bana í Heiðmörk fyrr í mánuðinum
skuli vistaður á viðeigandi stofnun
til 23. júní. Hann verður vistaður á
réttargeðdeildinni á Sogni.
Maðurinn kom með lík konunnar
í skotti bifreiðar sinnar á Land-
spítalann í Fossvogi 12. maí síðas-
liðinn. Ljóst þykir að voðaverkið
átti sér stað í Heiðmörk. Konan bar
þess merki að þrengt hefði verið að
öndunarfærum hennar, sem hafi
leitt til þess að hún lést. - jss
Harmleikurinn í Heiðmörk:
Meintur bana-
maður á Sogn
Vilja hert eftirlit í Kópavogi
Jafnréttis- og mannréttindanefnd
Kópavogs segir brýnt að herða eftirlit
með framkvæmd laga um veitinga-
staði, gististaði og skemmtanahald.
Jafnréttisráðgjafi á að afla upplýsinga
um vínveitingastaði og upplýsinga um
hvernig eftirliti með þeim sé háttað.
SVEITARFÉLÖG
VIÐSKIPTI Fjármálafyrirtæki beita
tveimur ólíkum aðferðum við
endur reikninga á gengistryggðum
bílalánum. Skeikar þar á bilinu þrjú
til fimm prósent af upphaflegum
höfuðstóli.
Endurreikningar á gengis-
tryggðum húsnæðislánum eru hins
vegar alls staðar eins. Þetta kemur
fram í mati sem sérfræðingar
á Raunvísindastofnun Háskóla
Íslands hafa unnið fyrir Umboðs-
mann skuldara á endurútreikning-
um á gengislánum.
„Margir lántakendur hafa leitað
til embættisins og talið að fjármála-
fyrirtæki hafi ekki staðið rétt að
endurreikningum sínum. Við leit-
uðum því til Raunvísindastofnunar
til að fá hlutlaust og faglegt mat á
þessum útreikningum,“ segir Ásta
Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður
skuldara.
Í matinu kemur fram að ólík
aðferðafræði við útreikningana
byggir á mismunandi skilningi á
lögum sem sett voru um slíka reikn-
inga.
Drómi og Avant eru einu fyr-
irtækin sem beita sömu aðferð
við útreikninga á bílalánum og
húsnæðis lánum en SP-fjármögn-
un, Lýsing og Íslandsbanki reikna
bílalán með öðrum hætti sem gefur
nokkuð hærri niðurstöðu. - mþl
Fjármálafyrirtæki endurreikna gengistryggð húsnæðislán með sömu aðferð:
Misræmi í endurreikningum bílalána
KYNNING Niðurstöður matsins voru
kynntar í höfuðstöðvum Umboðsmanns
skuldara í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
DÓMSMÁL Skipstjóri um sextugt
hefur verið ákærður fyrir að
landa framhjá vigt rúmlega tonni
af þorski.
Skipstjóranum er gefið að sök
að hafa, eftir löndun úr skipi sínu
við Grindavíkurhöfn, ekið með
þrjú fiskikör, sem innihéldu rúm-
lega 1,1 tonn af slægðum þorski,
sem seldur var á uppboði hjá
Fiskmarkaði Suðurnesja, án við-
komu við hafnarvog. Þessi afli
skipsins reiknaðist þar með ekki
með réttum hætti til aflamarks
skipsins. - jss
Skipstjóri ákærður fyrir svindl:
Sagður landa
framhjá vigt
MENNTAMÁL Menntaskólinn í
Reykjavík útskrifaði 187 nemendur
í gær, 18 úr fornmáladeild, 19 úr
nýmáladeild, 63 úr eðlisfræðideild
og 87 úr náttúrufræðideild. Dúx
skólans var Sigriður Lilja Magnús-
dóttir með meðaleinkunnina 9,82.
Semídúx var Arnar Guðjón Skúla-
son með einkunnina 9,65.
Yngvi Pétursson rektor minnti á
að sjaldan áður hefði íslensk þjóð
haft meiri þörf fyrir vel menntað,
heiðarlegt og bjartsýnt fólk.
„Aðeins með góðri menntun erum
við fær um að taka vitræna afstöðu
og skynsamlegar ákvarðarnir landi
og þjóð til heilla.“ - sh
MR útskrifar 187 nemendur:
Dúxinn með
9,82 í einkunn
BRAUTSKRÁÐIR Alls voru 187 nemendur
útskrifaðir úr MR í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG
VEISTU SVARIÐ?