Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 16
16 28. maí 2011 LAUGARDAGUR
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki
Til leigu!
Nánari upplýsingar veitir Benedikt Ingi Tómsson
í síma 842 4907 eða bit@smaragardur.is
Smáragarður, Bíldshöfða 20, 110 Reykjavík, sími 585 2900, www.smaragardur.is
Nú í vor verða kynntar nýjar námskrár sem byggjast á
þeim nýju menntalögum sem sam-
þykkt voru árið 2008. Við gerð
námskránna er einnig unnið að því
að leggja nýjar áherslur varðandi
inntak í námi og skólastarfi sem
meðal annars er ætlað að koma til
móts við þá gagnrýni sem sett er
fram í Rannsóknaskýrslu Alþing-
is þar sem lögð er áhersla á það
hlutverk stjórnvalda hverju sinni
að mennta hinn almenna borgara
nægilega vel svo hann geti veitt
valdhöfum eðlilegt aðhald, hvar
sem þeir standa í litrófi stjórnmál-
anna eða á vettvangi atvinnulífs.
Mína viðleitni til að bregðast
við þessu má finna í þeim sex
grunnþáttum sem lagðir eru til
grundvallar í námskrám allra
skólastiga. Þeir eru læsi, sköp-
un, sjálfbærni, heilbrigði og vel-
ferð, jafnrétti og lýðræðismennt-
un með áherslu á siðfræði og
mannréttindi. Í læsinu felst m.a.
áhersla á gagnrýnið miðlalæsi
sem þarf að vera samfaglegur
þáttur í öllu námi, bæði í formlega
skóla kerfinu og innan fullorðins-
fræðslunnar og efla þannig læsi á
„hvers kyns áróður og innistæðu-
lausa ímyndarsmíð“ (eins og segir
í skýrslu þingmannanefndar).
Á þjóðfundi um menntamál og á
menntaþingi var kallað eftir auk-
inni áherslu á lýðræðismenntun og
siðfræði og að mínu mati höfum
við núna einstakt tækifæri til að
efla lýðræðismenntun, ekki aðeins
með fræðslu um lýðræði heldur
einnig að efla lýðræðisleg vinnu-
brögð í öllu skólastarfi. Hvað varð-
ar jafnréttismenntun þá hefur
núna í vetur verið tilraunakennt
námsefni um jafnréttismál, Kyn-
ungabók, þar sem lögð er áhersla
á gagnrýna nálgun á staðalmynd-
ir og valdahlutföll kynjanna.
Þetta er spennandi tilraunastarf
sem vonandi leggur grunn að enn
jafnréttissinnaðra samfélagi en
við eigum nú.
Menntun til sjálfbærni er að
halda innreið sína víða í hinum
vestræna heimi og skilningur á
mikilvægi hennar fer jafnt og
þétt vaxandi enda lykilþáttur í að
ná jafnvægi samfélagslegra, efna-
hagslegra og umhverfislegra þátta
við mótun samfélagsins. Sama
má segja um skilning á mikil-
vægi skapandi starfs fer vaxandi,
enda átta æ fleiri sig á því að skap-
andi hugsun er nauðsynleg til að
byggja upp nýja og fjölbreytta
atvinnustefnu þar sem byggt er á
þekkingu og skapandi hugsun.
Mikilvægi velferðar og heil-
brigðis, hvort sem er líkamlegs,
félagslegs eða andlegs verður
seint nægilega ítrekað. Fljótlega
eftir hrun var sett á fót svokölluð
velferðarvakt sem starfar þvert á
ráðuneyti og er ætlað að fylgjast
með félagslegum og fjárhagsleg-
um afleiðingum bankahrunsins.
Sérstaklega hefur verið tekið á
eineltismálum og samþykkti ríkis-
stjórnin í fyrra sérstaka fjárveit-
ingu til þriggja ára til að berjast
gegn einelti. Þá hafa ráðuneyti
velferðar og menntamála unnið
að heilsueflingu og forvörnum í
framhaldsskólum og er ætlunin
að halda því starfi áfram og víkka
ennfremur út.
En lykilatriðið í að innleiða og
þróa menntastefnu eru öflugir
kennarar. Við Íslendingar eigum
sem betur fer frábært fagfólk á
öllum skólastigum. Það hefur svo
sannarlega sannast nú í efnahags-
kreppunni þar sem fjölskyldur
landsins hafa reitt sig á skólana
sem samfélagslegar stoðir þar sem
börnin sækja ekki einungis mennt-
un heldur líka traust og umhyggju.
Það er mikilvægt að hafa það í
huga við uppbygginguna framund-
an að þau menntakerfi sem búa vel
að kennurum standa sterkt. Víða
má sjá að skólakerfi hafa verið
endurskipulögð með það í huga að
efla faglegt sjálfræði og ábyrgð
kennara, bæta aðbúnað þeirra
og möguleika til endurmenntun-
ar fyrir utan kjörin sem þarna
skipta auðvitað miklu. Eins skiptir
miklu máli að aðstoða kennara
við að takast á við verkefni sem
fylgja nýjum námskrám. Í þeim
anda er nú unnið að útgáfu þema-
hefta um hvern grunnþátt þar sem
m.a. verða hagnýtar ábendingar
fyrir skóla stjórnendur og kenn-
ara um hvernig grunnþættir geti
verið leiðarvísir í skólastarfi, s.s.
í stefnu skóla, starfsháttum, við
gerð starfs- og rekstraráætlana
og í tengslum við samstarf heim-
ila og skóla.
Við Íslendingar höfum lært það
af kreppunni að menntun skiptir
miklu og það má meðal annars
sjá á menntaátaki stjórnvalda en
á undanförnum misserum hafa
stjórnvöld haft víðtækt samráð
þar sem menntamála ráðuneytið,
velferðarráðuneytið og forsætis-
ráðuneytið hafa verið í sam-
starfi við fulltrúa á opinberum
og almennum vinnumarkaði og
stjórnarandstöðu til að bregðast
við bráðavanda á vinnumarkaði
og í menntakerfinu.
Afurð þess samstarfs er átak-
ið Nám er vinnandi vegur. Fjár-
mögnun átaksins er tryggð í
samráði ríkisstjórnar og aðila
vinnumarkaðarins í tengslum
við gerð kjarasamninga en í
heild verða framlög til mennta-
mála með átakinu aukin um sjö
milljarða króna næstu þrjú ár.
Framhaldsskólinn verður efld-
ur, atvinnuleitendum verða gefin
aukin tækifæri til að mennta sig,
sérstakur þróunarsjóður stofn-
aður til að efla starfstengt nám
og samstarf skóla og fyrirtækja
um starfstengt nám verður aukið.
Lög um LÍN og framfærslukerfi
námsmanna verða endurskoðuð,
skil framhaldsskóla og fullorðins-
fræðslu verða gerð sveigjanlegri,
námsráðgjöf efld og vinnustaða-
námssjóður styrktur þar sem m.a.
á að opna framhaldsskólana fyrir
umsækjendum yngri en 25 ára en
vegna fjárskorts á síðustu misser-
um hefur það ekki reynst mögu-
legt.
Þessi markmið stjórnvalda
byggjast meðal annars á sóknar-
áætlun fyrir Ísland sem mótuð
hefur verið á undanförnum miss-
erum þar sem sett eru fram háleit
markmið um að efla menntunar-
stigið í landinu og sem flestir ljúki
að lágmarki prófi úr framhalds-
skóla. Ef við höldum rétt á spöðun-
um mun menntakerfið gegna lykil-
hlutverki við uppbyggingu öflugra
samfélags á Íslandi.
Uppbygging samfélagsins
byggist á menntun
Menntamál
Katrín
Jakobsdóttir
mennta- og menningar-
málaráðherra
Víða má sjá að skólakerfi hafa verið
endurskipulögð með það í huga að efla
faglegt sjálfræði og ábyrgð kennara, bæta
aðbúnað þeirra og möguleika til endurmenntunar
fyrir utan kjörin sem þarna skipta auðvitað miklu.
Samtök um tónlistarhús – SUT, hafa starfað í 28 ár. Samtök-
in hafa haldið á lofti mikilvægi
byggingar tónlistarhúss í Reykja-
vík. Barátta fyrir tónlistarhúsi
er þó enn lengri og má segja að
hún hefjist á ofanverðri 19. öld.
Þannig hefur hún stað-
ið í rúm eitt hundrað
ár. Baráttunnar sér
m.a. stað í Stefnuskrá
Bandalags íslenskra
listamanna 1937, þar
sem hvatt er til að
komið verði upp full-
komnu hljómleikahúsi
í Reykjavík. Oft voru
áformin kveðin niður
af ráðamönnum, sem
vildu niður með fjöllin
og upp með dalina. Enn
dreymdi framfara-
menn um tónlistarhús
við stofnun Sinfóníu-
hljómsveitar Íslands
1950, áfram var því
mætt af ámóta dala-
mennsku og fyrr. And-
snúnir sögðu slík mont-
hús ekki vera fyrir
Íslendinga.
Áfram sýndu stjórn-
völd hugmyndum um
tónlistarhús lítinn
áhuga – hlutverk SUT
fólst í að þoka ráðamönnum og
almenningi til skilnings á mál-
efninu. Undir aldamótin 2000
fór að rofa til, baráttan eignaðist
talsmann í Birni Bjarnasyni þ.v.
menntamálaráðherra og í kjöl-
farið lýsti ríkisstjórnin stuðn-
ingi við málið. Árið 2002, hinn 11.
apríl, var undirritað samkomulag
milli ríkis og borgar um að vinna
að því að reisa tónlistarhús, húsið
yrði tilbúið í lok árs 2006. Þar
var kveðið á um að einkaaðilar
skyldu byggja og reka húsið, en
borg og ríki leggðu fjármuni til
reksturs árlega.
Þá hófst forvinna að bygging-
unni. Samkeppni um útlit, bygg-
ingarframkvæmd og rekstur –
nýjar tímasetningar sem miðuðu
við að húsið opnaði 2009. Portus,
félag Björgólfs Guðmundsson-
ar varð fyrir valinu. Bygginga-
hraðinn varð annar en ætlað
var og hrunið kom í veg fyrir
opnun 2009. Til stóð að hætta
framkvæmdum, en þá kom til
dirfska, sem fólst í ákvörðun
yfirvalda um að halda áfram,
þar fóru fyrir; Katrín Jakobs-
dóttir menntamálaráðherra og
Hanna Birna Kristjánsdóttur
borgarstjóri. Þá verður að geta
samstöðu margra, sem héldu
réttilega fram að byggingin eyði-
legðist við að standa sem gapandi
stekkur um ókomin ár.
Traustir stuðningsaðilar Sam-
takanna
Samtök um tónlistarhús hafa
frá byrjun átt að trausta stuðn-
ingsaðila. Þar í flokki eru ein-
lægir áhugamenn um tónlist,
fjöldi listamanna, sem gefið
hafa vinnu sína á tónleikum,
við upptökur sem gefnar hafa
verið út í nafni SUT. Þá gleym-
ist ekki fjöldi fyrirtækja og ein-
staklinga, sem styrkt hafa Sam-
tökin með stórum fjárhæðum af
ýmsu tilefni. Ekki verður og litið
framhjá þeim sem í ræðu og riti
héldu uppi baráttu fyrir húsinu.
Ekki má heldur gleyma öllum
formönnum og stjórnum sam-
takanna frá upphafi, sem unnið
hafa mikið starf í sjálfboðavinnu.
SUT slitið – nýr styrktarsjóður
Nú eru tímamót; með tilkomu
Hörpu er hlutverki SUT lokið.
Þeir peningar sem safnast hafa
á löngum tíma verða að styrktar-
sjóði, sem styrkja mun sköpunar-
starf í Hörpu, þetta er ákvörðun
aðal- og fulltrúaráðsfundar Sam-
takanna frá því í október 2009.
Sjóðurinn mun heita; Styrktar-
sjóður SUT og Ruth
Hermanns, en Ruth
ánafnaði öllum eign-
um sínum málstaðn-
um. Sjóðurinn mun
starfa innan Hörpu
og í stjórn eru fulltrú-
ar þriggja fagfélaga
tónlistarmanna; FÍH,
STEF, FÍT, fulltrúi
frá Sinfóníuhljóm-
sveit Íslands og tón-
listarstjóri Hörpu.
Sjóðurinn veitir tvo
styrki árlega til tón-
listarmanns eða -hóps.
Styrkþegi er skuld-
bundinn til að halda
tónleika í viðeigandi
sal Hörpu. Fyrstu tón-
leikar af þessu tilefni
verða að vori 2012. Það
er mat stjórnar SUT,
að þannig sé pening-
unum best varið; til
sköpunar nýrra land-
vinninga í tónlist.
Stofnfé Styrktarsjóðs-
ins verður um 120.000.000 kr.
Nánari upplýsingar um sjóðinn
er að finna á heimasíðum FÍH,
FÍT, STEFS og Hörpu.
Stuðningsaðilum boðið á
tónleika í Hörpu
Nú er ástæða til að gleðjast yfir
glæsilegu tónlistarhúsi. Það er
ánægjulegt að segja frá því að
19. ágúst. nk. kl. 20:00, verð-
ur styrktaraðilum SUT boðið á
tónleika í Hörpu. Á efnisskrá er
m.a. Mozart flautukonsert með
Stefáni Ragnari Höskuldssyni,
flautuleikara hjá Metropolitan
óperunni í New York. Þá verð-
ur og afhjúpaður minnisvarði,
koparskjöldur þar sem Samtök-
um um tónlistarhús - stuðnings-
aðilum eru færðar þakkir fyrir
28 ára baráttu. Næstu daga mun
þeim berast boðsbréf á þennan
viðburð og nánari upplýsingar
um slit Samtakanna og stofnun
Styrktarsjóðsins.
Ný viðmið
Það eru tímar sundurþykkju í
gjörvallri veröld – tilgangsleysi
og fátækt eru hlutskipti margra
– við snúum ekki til baka með
það sem íþyngir okkur í verald-
legum og andlegum efnum – en
til að halda vöku okkar er mikil-
vægt að við missum ekki sjónar
á því sem við þó höfum. Þetta er
inntak tónlistar – og tónlistin ber
í sér eðli viljans. Sá sem kynn-
ist því eðli, veit að hann getur
breytt sjálfum sér til hins betra
og þannig verður til afl sem leiðir
til betra samfélags.
Harpan ber með sér vortíð
og nýja tíma – tíma sem færa
okkur áður óþekkt viðmið og
lífsgæði. Nú berst tónlistin til
okkar óhindrað í glæstum sölum.
Nú þarf að efla sköpun tónlistar
í húsi sem við öll gerum tilkall
til, þangað getum við sótt styrk,
sem eflir okkur til nýrra átaka.
Til hamingju með Hörpu – heið-
skíra von um framtíð.
Samtök um tón-
listarhús 1983-2011
Menning
Egill
Ólafsson
formaður SUT
Harpan ber
með sér
vortíð og
nýja tíma
– tíma sem
færa okkur
áður óþekkt
viðmið og
lífsgæði. Nú
berst tónlist-
in til okkar
óhindrað
í glæstum
sölum.