Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 19

Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 19
LAUGARDAGUR 28. maí 2011 19 Margar ástæður eru taldar fyrir því að ungmenni byrji að fikta við vímuefni eins og tóbak, til að mynda forvitni, félagaþrýst- ingur, feimni eða ævintýralöngun. Á unglingsárunum vilja margir taka áhættu, prófa eitthvað nýtt og spennandi. Það sem getur hvatt til neyslu eru tískubylgjur og ýmis menningaráhrif. Fiktið leiðir þó ekki alltaf til ánetjunar, en er oftar en ekki fyrsta skrefið í þá átt. Margt hefur breyst í tímanna rás og skýrir aukningu á neyslu vímuefna meðal ungmenna, þar má nefna aukið framboð vímuefna, meiri fjárráð ungmenna, breytt unglingamenning sem hvetur til neyslu og svo aukið kynslóðabil þar sem ungmenni taka meiri ákvarð- anir um lífshætti sína en áður fyrr. Neysla tóbaks er oft fyrsta skrefið í átt að neyslu annarra vímugjafa. Hvað er munntóbak? Munntóbak er sambland af tjöru og nikótíni, sem telja um 2.500 efni og eru a.m.k. 28 þeirra þekktir krabbameinsvaldar. Munn tóbak er mjög sterkt í samanburði við sígar- ettuna, þ.e. sum eiturefnin eru í hærra hlutfalli í munn tóbakinu heldur en í sígarettunni. Nikótín- magn getur verið allt að fjórfalt meira í munntóbaki heldur en í sígarettu. Nikótín er ávanabind- andi efni og veldur mikilli fíkn. Samkvæmt nýlegri rannsókn er nikótínfíknin sterkari en hass- og heróínfíknin. Þeir sem byrja að nota tóbak í vör verða mjög fljótt háðir því vegna mikils magns nikó- tíns í tóbakinu. Flestir Íslending- ar nota íslenska neftóbakið í vör í sinni munntóbaksneyslu. Margir þjappa tóbakinu í afklippta sprautu og setja það svo upp undir efri vör. Þó nokkuð er um að notað sé ólög- legt munntóbak sem er í pokum og kallast snus. Í rannsókn Capacent Gallup frá 2010 á tóbaksnotkun ungmenna á aldrinum 16-23 ára kemur í ljós að um 80% nota ein- ungis íslenska neftóbakið í vör, en 4,8% snusið. Um 15% nota svo bæði íslenska neftóbakið og snusið í vör. Tíðnin og forvarnir Munntóbaksnotkun í aldurs hópnum 16-23 ára hefur aukist á síðustu árum, en árið 2005 notuðu 5,6% munntóbak í þessum aldurshóp, 10,7% árið 2009 og 11% árið 2010. Stúlkur skekkja þessar notkunar- tölur verulega, en árið 2009-2010 notuðu um 20% drengja munn- tóbak, en einungis 1-2% stúlkna. Ljóst er að þessi ungmenni nota aðallega íslenska neftóbakið í vör, en sala á því hefur jafnframt aukist verulega undanfarin ár, eða úr 11,6 tonnum árið 2003 í 25,5 tonn árið 2010. Í könnunum Rannsóknar og greiningar við Háskólann í Reykja- vík kemur fram að hlutfall nem- enda í 8.-10. bekk grunnskóla sem hafa notað munntóbak einu sinni eða oftar á síðustu 30 dögum árið 2010 var um 5% í 8. bekk, um 7% í 9. bekk og ríflega 12% í 10. bekk. Í ljós kom að nemendur í þessum bekkjum sem stunda íþróttir nota ekkert síður munntóbak en þeir sem eru ekki í neinum íþróttum. Jafnframt kom í ljós að þeir nem- endur sem stunduðu íþróttir notuðu mun síður áfengi og sígarettur en þeir sem voru ekki í neinum íþrótt- um. For varnir virðast því hafa skil- að sér til íþróttakrakka varðandi áfengi og sígarettur, en ekki varð- andi munntóbakið. Ætli munntóbaksnotkun sé ,,inn“ í dag, það sé ,,cool“ og flott að nota það, eða vita krakkarnir ekki hvaða áhrif munntóbak hefur? Veit þorri Íslendinga hvað reyklaust tóbak er í raun og veru? Miðað við þessa ,,tískutíma“ munn- tóbaks þurfa forvarnirnar að snú- ast að verulegu leyti um reyklausa tóbakið, þó svo forvarnir gagnvart reykingum megi ekki falla niður. Samkvæmt nýlegri rannsókn sem gerð var á tóbaksvörnum í grunn- skólum landsins fær þriðjungur 10. bekkinga engar tóbaks varnir í skólum sínum. Ef litið er til rann- sókna sem gerðar hafa verið í Háskóla Reykjavíkur á nemend- um 10. bekkjar, þá aukast dag- legar reykingar um þriðjung frá lokum 10. bekkjar til fyrstu mán- aða í framhaldsskóla sama ár. For- varnir eru því mjög mikilvægar í grunnskólum landsins og þurfa að halda út allan 10. bekkinn, ásamt því að byrja strax á yngsta stigi grunnskólans. Það er ekki nóg að nemendur taki upplýsta ákvörðun um að velja eða hafna ávana- og fíkniefnum eins og tóbaki, þegar þau eru byrjuð að fikta við það og jafnvel farin að nota það að veru- legu marki. Tóbaksvarnir þurfa því að vera til staðar á öllum stig- um skólastarfsins, sem og halda áfram í framhaldsskólum landsins. Samkvæmt aðalnámskrá grunn- og framhaldsskólanna eiga tób- aksvarnir að vera reglulega upp í gegnum skólagönguna, þó svo margir skólar framfylgi því ekki. Tóbaksvarnir eru hins vegar ekki einungis á herðum skóla lands- ins, heldur einnig á vegum okkar allra sem þjóðfélagsþegna þessa lands. Við erum öll fyrirmyndir og höfum öll áhrif á annað fólk í kringum okkur og sérstaklega þá sem eru ungir og enn í mótun. Við erum fyrirmyndir í leik og starfi og ekki síst sem foreldrar. Börn og unglingar undir 18 ára aldri hafa ekki leyfi, lögum samkvæmt, að kaupa tóbak. Kennum börnum og unglingum þessa lands að virða þau lög sem við setjum. Ljóst er að því yngri sem einstaklingurinn er þegar tóbaksnotkun hefst, því meiri heilsufarsleg áhrif hefur tóbak ið. Líkami og líffæri sem eru í vexti eru mjög næm fyrir áhrif- um tóbakseitursins. Jafnframt eru þeir sem byrja að nota tóbak ungir mun líklegri en aðrir til að nota mikið tóbak og til frambúðar. Hver mánuður og hvert ár sem börn og unglingar sleppa ávana- og fíkni- efnum og þ.m.t. tóbakinu, skiptir verulegu máli fyrir heilbrigði og framtíð þeirra. Ísland hefur alla burði til að verða tóbakslaust í komandi fram- tíð, en til þess þurfum við öll að standa saman og segja ,,nei“ við tóbakinu. Þeir sem hafa orðið tóbak inu að bráð hafa alla burði til að hætta notkuninni og hinn 31. maí á ,,Degi án tóbaks“ eru línur Ráð- gjafar í reykbindindi, sem hjálpar ekkert síður við að hætta munn- tóbaksnotkun sem og nikótínlyfj- um, opnar frá kl. 10-22 í númerinu 800-6030 ykkur að kostnaðarlausu. Er í tísku að nota munntóbak? Heilbrigðismál Jóhanna S. Kristjánsdóttir verkefnisstjóri Ráðgjafar í reykbindindi Costa del Sol Hotel Palmasol Sjá nánar á www.heimsferdir.is. Ótrúlegt sértilboð! Kr. 119.900 – 10 nætur með „öllu inniföldu“ Kr. 134.900 – 11 nætur með „öllu inniföldu“ Aðeins örfá sæti í boði og takmörkuð gisting - tryggðu þér sæti strax! Beint morgunflug með Icelandair – með „öllu inniföldu“ frá aðeins kr. 119.900 Frábær g isting! Hotel Pa lmasol með „öll u inniföld u“ Önnur fr ábær gis ting í boð i. 4. júní í 10 nætur 14. júní í 11 nætur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.