Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 22
28. maí 2011 LAUGARDAGUR22
Þ
að hafði staðið til lengi
að gera þessa sýningu
og ég er feginn að
þetta er búið. Maður
vill helst ekkert líta
yfir farinn veg, þetta
er dálítið eins og að skrifa eigin
minningargrein,“ segir Einar Þor-
steinn Ásgeirsson hönnuður um
yfirlitssýninguna Hugvit í Hafnar-
borg. Þar má sjá teikningar, líkön,
hönnunarmuni og heimildir um
byggingar sem Einar hefur hann-
að í gegnum tíðina. Sýningarstjórar
eru Guðmundur Oddur Magnússon
og Pétur Ármannsson.
Einar Þorsteinn er þekktur hér
á landi fyrir hönnun sína á kúlu-
húsum; margir muna eflaust eftir
þjóðhátíðartjaldi hans við Arnar-
hól í Reykjavík árið 1974 en Einar
hannaði þó nokkur tjöld af slíkum
toga. Undanfarinn áratug hefur
samstarf hans við Ólaf Elíasson
vakið athygli, ekki síst hönnun Ein-
ars á einingunum sem byggja upp
glerhjúp tónlistarhússins Hörpu.
Ferill Einars Þorsteins er að mörgu
leyti einstakur og eins og Pétur
Ármannsson hefur bent á er hann
eini íslenski tengiliðurinn við geim-
öldina svonefndu á sjöunda áratugn-
um, þegar hönnunarheimurinn var
mjög upptekinn af framtíðartækni.
Hvers vegna höfðaði framúrstefnan
svona sterkt til hans?
„Ég er hálfgerð tímaskekkja að
því leyti að mér þykir þetta ekk-
ert sérlega framúrstefnulegt. Hug-
myndir eru það eina sem við eigum
og ég hef meiri áhuga á að skoða
hlutina í ákveðinni þróun. Ég er
ekki ánægður með hvernig allt
hefur þróast og legg þess vegna
fram þessar hugmyndir mínar til
að ýta hlutunum áfram í aðra átt.
Svo er það undir öðrum komið hvort
þeir vilja nýta sér þessar hugmynd-
ir.“
Íslensk hús vitlaus byggð
Eitt af því sem Einari Þorsteini er
hugleikið eru hugmyndir hans um
framtíð íbúðarbyggðar og hönnun
húsa, samanber kúluhúsin á Ísa-
firði, við Kópasker, Hellu, í Höfn-
um, Hafnarfirði, Vatnsdal og Vest-
mannaeyjum. Þau náðu þó ekki
útbreiðslu, enda segir Einar Þor-
steinn fólki almennt illa við nýjung-
ar, jafnvel mun hófsamari en þær
sem kúluhúsin fólu í sér.
„Eitt það fyrsta sem Frei Otto,
einn fremsti arkitekt Þjóðverja
fyrr og síðar, kenndi mér þegar ég
var að vinna fyrir hann er, að þegar
þú ert að byggja eitthvað – ekki síst
eitthvað nýtt – verðurðu að vita allt
um byggingareðlisfræðina. Ef ég
hanna hús er það á mína ábyrgð að
það sé sem best úr garði gert, laust
við leka og slík vandamál. Snemma
á áttunda áratugnum var ég búinn
að komast að því að íslensk hús eru
vitlaust byggð: þau eru einangr-
uð að innanverðu, sem þýðir að
útveggurinn er alltaf berskjald-
aður fyrir veðrun og eyðileggst.
Ég spurði kollega mína: Af hverju
gerið þið þetta svona? Og svarið
var ávallt á þá leið að svona hefði
þetta alltaf verið gert. Ruglið gekk
svo langt að þegar ég teiknaði mitt
fyrsta steinsteypta hús, Laugastein
í Svarfaðardal 1974, var byggjend-
unum neitað um lán þar sem húsið
var einangrað að utanverðu.“
Einar Þorsteinn hannaði Hús
verslunarinnar á áttunda áratugn-
um ásamt Ingimundi Sveinssyni, og
lagði þá til að húsið yrði einangrað
að utan.
„Verslunarmönnum fannst það of
róttækt, þannig að næsta hugmynd
var að gera húsið viðhaldsfrítt, sem
það er. Í stað þess að mála húsið að
utan var settur á það marmarasalli
frá Noregi sem gerir að verkum
að það hefur aldrei þurft að mála
húsið. Hvað heldurðu að kosti að
mála svona hús á þriggja ára fresti?
Þetta má spara með tiltölulega ein-
faldri breytingu – að einangra hús
að utan.“
Fólk á að ráða sér sjálft
Einar Þorsteinn segist þó aldrei
hafa misst móðinn þótt hugmyndir
hans hafi ekki hlotið brautargengi
hér á landi.
„Ég trúi að fólk eigi það skil-
ið sem það gerir. Ef það vill búa í
lélegum húsum byggðum á ofur-
hraða verður svo að vera. Ef það
vill skoða mínar hugmyndir og fara
að ráðum mínum er það gleðilegt.
En ef maður trúir, eins ég geri, að
fólk ráði sér sjálft, get ég ekki látið
það draga úr mér kjarkinn þótt
aðrir fylgi mér ekki að málum.
Ég held að þetta snúist dálítið
um hvernig þú lítur á sjálfan þig.
Ég sé sjálfan mig sem einn af þess-
um rúmlega sex milljörðum manna
sem byggja þessa reikistjörnu og
verð hér í 60-80 ár. Það er ekki
langur tími og ég verð að reyna að
gera eitthvað á meðan; reyna að ýta
einhverjum steinum áfram við. Það
þarf ekki að vera mikið, svo lengi
sem það er í rétta átt.“
Vísindi og dulspeki
Á áttunda áratugnum fór Einar
Þorsteinn einnig að fást við stærð-
fræðirannsóknir á þrívíddarform-
um og er í dag álitinn einn fremsti
sérfræðingur heims í margflöt-
ungum, rýmislegum eiginleikum
þeirra og hvernig megi hagnýta þá.
„Ef ég á að segja þér eins og er,
þá held ég að ég hafi unnið að þessu
áður – í fyrra lífi,“ segir hann og
gengst fúslega við að hljóma eins
og þversagnakennd blanda vísinda-
manns og dulspekings.
„Eflaust er ég það – en ef þú
skoðar hvað er að gerast í vísind-
unum úti í hinum stóra heimi, þá
eru þau að fara nákvæmlega í
þessa átt. Þýski eðlisfræðingurinn
Burkhard Heim kom með lausnina
á þessu og hún er mjög einföld: við
erum í mörgum víddum og líkam-
inn hefur bara skynfæri til að
skoða hvað gerist í einni þeirra.
Stundum skarast þessar víddir og
þá gerist eitthvað sem við skiljum
ekki alveg, hugboð sem rætist og
svo framvegis. Ég held að heimur-
inn hafi orðið af talsvert miklu með
því að tileinka sér ekki hugmyndir
Burkhards Heim.
Sjálfur er ég að vinna í því sem
ég kalla eðlisfræði mannlegs lífs.
Ég skrifaði bók um þetta fyrir
nokkrum árum. Fyrsta stig með-
vitundar er að vita allt um þessa
þrívídd sem við lifum í. Næsta
stig meðvitundar er að við lifum
í tveimur heimum, þessum og ein-
hverjum öðrum. Ég er kominn á
þann aldur sem kalla má millilend-
ingu; einhvern tímann verður kall-
að í flugvélina en ég bara veit ekki
hvert hún fer.“
Listin farvegur fyrir vísindin
Leiðir Einars og Ólafs Elíasson-
ar lágu saman árið 1996 þegar
þeir unnu saman að verkefninu
8900054, sem nú stendur við Arken-
listamiðstöðina í Kaupmannahöfn.
Fjórum árum síðar flutti Einar Þor-
steinn til Berlínar og hóf samstarf
við Ólaf á vinnustofu hans Studio.
Einar segir að vinnan með Ólafi
hafi verið lærdómsrík, en hann
lítur á listina fyrst og fremst sem
vettvang til að koma áralöngum
vísindalegum rannsóknum á fram-
færi.
„Ég held að það megi segja að ég
gat einfaldlega komið yfir á Ólaf
alls konar þrívíddarformum sem
ég hafði þróað og safnað að mér í
gegnum tíðina: ég teygði mig ein-
faldlega ofan í skúffuna eftir ryk-
föllnu módeli og rétti Ólafi, sem
gerði úr því listaverk.
Þetta hefur verið mjög farsælt
samstarf. Það er 25 ára aldurs-
munur á okkur og stundum finnst
mér eins og hann sé sonur minn. Við
erum að vísu ólíkir; hann er róm-
antískur listamaður en ég vil bara
kaldar staðreyndir og eðlisfræði.
Stundum erum við ósammála um
hlutina en það er ekkert sem leysist
ekki. Nú er það að gerast að Ólafur
er kominn meira út í arkitektúr og
kvikmyndagerð, sem ég hef minni
áhuga á. En ég býst við því að vinna
eitthvað áfram fyrir hann.
Ánægður með Hörpu
Ein merkasta afurð rannsókna Ein-
ars á þrívíðum formum er óreglu-
legur strendingur sem Einar kall-
ar Gullinfang og Ólafur Elíasson
nýtti við hönnun glerhjúps Hörpu.
Spurður hvernig honum þyki tón-
listarhúsið, segist Einar sér lítast
vel á það.
„Þetta kemur mjög vel út; ég var
ekki sérstaklega bjartsýnn þegar
ég sá þetta fyrir tveimur árum
en húsið verður virkilega fallegt
þegar því er lokið. Það sem ég finn
helst að húsinu er staðsetningin;
þetta er einn versti staðurinn fyrir
svona glerhýsi. Af hverju held-
urðu að leigubílstjórar aki aldrei
Skúlagötuna í norðanátt? Það er út
af saltfokinu. En ég vil helst ekki
segja neitt neikvætt um húsið,
það lítur vel út og vonandi verður
menningar lífið í því öflugt.“
Einar Þorsteinn hefur búið í
Berlín undanfarinn áratug en á enn
vinnustofu á Álafossi, sem hann
ætlar að setja á sölu og kaupa litla
íbúð í Reykjavík.
„Mig langar að vera hér meira
og sinna vinnu minni. Samfélög á
Vesturlöndum eru byggð þannig
upp að fólki yfir sextugu er ýtt til
hliðar og það missir gildi sitt. Þetta
er sjokk sem geysilegur fjöldi fólks
á mínum aldri upplifir. Ég er að
fara yfir í þessa sálma í rannsókn-
um mínum og hef ákveðnar hug-
myndir um hvernig þessi hópur
geti nýtt reynslu sína áfram og
haldið reisn sinni betur.“
Snemma á áttunda áratugnum
var ég búinn að komast að því að
íslensk hús eru vitlaust byggð.
Ég er hálfgerð tímaskekkja
Einar Þorsteinn Ásgeirsson er einn framsæknasti hönnuður Íslendinga, þótt hugmyndir hans hafi ekki alltaf hlotið brautar-
gengi. Um þessar mundir stendur yfir yfirlitssýning á ferli hans í Hafnarborg. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Einar Þorstein.
EINAR ÞORSTEINN „Ef maður trúir, eins og ég geri, að fólk eigi að ráða sér sjálft get ég ekki látið það draga úr mér kjark þótt aðrir fylgi mér ekki að málum.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA