Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 36
heimili&hönnun2
● Forsíðumynd: Anton Brink Útgáfufélag: 365 miðlar
ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar:
Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is, Vera Einars-
dóttir vera@frettabladid.is Pennar: Sigríður Heimisdóttir,
Ragnheiður Tryggvadóttir, Júlía Margrét Alexanders-
dóttir Auglýsingar: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir
s. 512 5462 Útlitshönnuður: Silja Ástþórsdóttir siljaa@
frettabladid.is.
heimili&
hönnun
SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI
maí 2011
ELDHÚSIÐ Í
UPPÁHALDI
Helga Björg Jónasardóttir
byggði við húsið sitt og
stækkaði eldhúsið til muna.
Það er nú aðalstaður
fjölskyldunnar.
BLS. 4
MAÍ
TILBOÐ
HITAKÚTAR OG OFNAR MEÐ 15% AFSLÆTTI
Olíufylltir
rafmagnsofnar
Norskir ryðfríir
hitakútar
Ljósnæmur textíll og
mannleg munstur
Rannsakendur, framleiðendur og
skólar í Borås í Svíþjóð eru leiðandi
í þróun textíls á heimsvísu.
SÍÐA 6
Undraheimur barnanna
Í Æfingastöð lamaðra og fatlaðra er að finna þaul-
hugsaðan sal sem veitir örvun og gleði. SÍÐA 2
Í Proactiv® Solution eru efni sem hreinsa húð þína
og eyða bólum. Með daglegri notkum koma efnin í
veg fyrir að nýjar bólur myndist. Við lofum því!
Eftirtalin sjálfstæð Apótek selja einnig Proactiv Solution:
REYKJAVÍKURAPÓTEK, Seljavegi 2 // LYFJABORG APÓTEK,
Borgartúni 28 // GARÐSAPÓTEK, Sogavegi 108
URÐARAPÓTEK, Grafarholti // RIMA APÓTEK, Grafarvogi
APÓTEK HAFNARFJARÐAR, Tjarnarvöllum 11
ÁRBÆJARAPÓTEK, Hraunbæ 115 // LYFJAVER Suðurlandsbr. 22
P
IP
A
R
\T
B
W
A
·
S
ÍA
·
1
1
1
4
5
6
Terra
nýr valkostur fyrir veröndina
Vörur okkar eru sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður.
Fáðu tilboð og gerðu verðsamanburð!
b
m
va
ll
a
.is
Terra er nýtt og fallegt verandarefni úr slípuðum hellum
sem fæst í hvítu, gráu og svörtu.
Terra er hagkvæm og endingargóð lausn á veröndina,
laus við umstang og viðhald sem fylgir hefðbundnum
pallaefnum. Ekki eyða sumarfríinu í viðhald.
Komdu á sýningarsvæði okkar í Fornalundi og skoðaðu
Terra-hellurnar eða hafðu samband við söludeildir okkar.
Sími: 412 5050
Fax: 412 5001
sala@bmvalla.is
BM Vallá ehf.
Bíldshöfða 7
110 Reykjavík
● JÓLAÓRÓI Georg Jensen fyrir jólin 2011 er
kominn í Epal og er væntanlegur í fleiri verslanir,
eins og Kúnígúnd. Einhverjum kann að þykja það held-
ur snemmt að huga að jólaskrautinu í maí en óróinn á
sér stóran hóp aðdáenda þar sem fólk safnar skrauti hvers árs og heldur
vel utan um safnið.
● LENA BERGSTRÖM leitar í notaleg form nátt-
úrunnar í nýrri línu sinni sem Design House Stock-
holm hefur hafið framleiðslu á. Línunni, sem kallast
Björk, tilheyra mottur og tvær gerðir af mjúkum
kollum en þeir eru klæddir ull í gráum litatónum. Koll-
arnir minna einna helst á trjástubb í skógi en línan öll
er undir sterkum áhrifum birkitrjáa.
● GAUKSKLUKKUR eru alltaf jafn
sjarmerandi en þessa skemmtilegu útgáfu hann-
aði japanski iðnhönnuðurinn Naoto Fukasawa fyrir
Magis. Fukasawa hefur starfað sem iðnhönnuð-
ur í meira en þrjá áratugi og hefur hlotið meira en
fimmtíu verðlaun og viðurkenningar fyrir störf sín en
hann hefur hannað alls kyns muni og húsgögn, allt
frá regnhlíf til raftækja.
● GÓÐAR BLOGGSÍÐUR sem fjalla um
hönnun og arkitektúr eru nokkrar en vert er að
benda á eina frábæra sem Gerður Harðardóttir,
blaðamaður og stílisti, heldur úti. Slóðin er kool-
andkreativ.blogspot.com en Gerður hefur skrifað
fyrir íslensk og erlend tímarit um þau efni, má þar
nefna Bo bedre og Hús og híbýli.
UNDIR SÓLINNI...
Það leynist óskaplega skemmti legur
undraheimur í einum sal Æfinga-
stöðvar lamaðra og fatlaðra við
Háaleitisbraut. Salur þessi til heyrir
barnadeildinni og er þaulhugsaður
til þess að veita börnum örvun og
þjálfun á sem bestan máta.
Náttúran er undirstaða formsins
en efnisvalið er náttúrulegt og bjart.
Það er hönnunarstofan Hugdetta
sem stendur á bak við hönnun ina og
það kemur á daginn að annar helm-
ingur Hugdettu er einmitt sjúkra-
þjálfi auk þess að vera vöruhönnuð-
ur að mennt.
Það er ekki laust við að maður
óski þess að rými af þessu tagi sé
opið og aðgengilegt öllum börnum.
Þess má þó geta að Hönnunarsafn
Íslands í Garðabæ hefur barnaher-
bergi sem hannað er af Hugdettu en
það sem þessi salur hefur umfram
er stærðin og fjölbreytileikinn.
En af hverju ræður ekki litagleði
ríkjum eins og tíðkast oft í heimi
barnanna? Rannsóknir hafa sýnt
að ímyndunaraflið letjist við það að
handleika hluti sem líkja of mikið
eftir veruleikanum. Með því að hafa
hlutina óljósari, tvívíða og einlita
þá er meira fyrir ímyndunaraflið
að leika við. Börnin örvast meir og
leikurinn hefur meira lærdómsgildi.
Það sem vekur eina mestu
ánægju hjá börnunum er lítið hús
sem búið er öllum helstu nauðsynj-
um. Þar er hægt að fara inn á einum
og stað og út á öðrum. Það gleymist
nefnilega oft þegar hannað er fyrir
börn að þau lifa og hreyfa sig allt
öðru vísi en fullorðnir einstakling-
ar. Hugmyndaflug þeirra og ímynd-
unarafl er að þroskast og það á að
vera ljúft og skylt fullorðnum að
veita þeim tæki og tól til þess að
virkja þessar hugarorku.
Ég vona að ég eigi eftir að sjá leik-
horn eða herbergi frá Hugdettu á al-
menningsstöðum enda verða hvorki
börn né fullorðnir sviknir af því.
Mannbætandi hönnun
● Í Æfingastöð lamaðra og fatlaðra er að finna sannkallaðan ævintýraheim fyrir börn. Þar
er svo búið um hnútana að ímyndunaraflið komist sem mest á flug. Hugdetta á heiðurinn.
Bókstafirnir og annað veggskraut er
úr tré. Það er límt á veggina og hafa
börnin gaman af því að virða það fyrir
sér og koma við. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Snati er á staðnum og mörg önnur dýr,
íslensk og erlend.
Er ekki miklu
skemmtilegra að
renna sér út um
glugga en að fara
út um útidyra-
hurð?
Bjart og létt yfirbragð tekur
á móti gestum og það er
alltaf heiðskírt í þessum sal.
Sigga Heimis
iðnhönnuður
skrifar í Heimili&hönnun
sigga@siggaheimis.is