Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 38

Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 38
heimili&hönnun4 „Eldhúsið er hjarta heimilisins, hér erum við langmest,“ segir Helga Björg Jónasardóttir vöruhönnuð- ur. Hún byggði við húsið sitt á Sel- tjarnarnesi fyrir nokkrum árum og stækkaði eldhúsið til muna en það er nú 35 fermetrar. „Allur gluggaparturinn er viðbót og útsýnið frábært, beint út á sjóinn og á Keili. Eldhúsið er líka vinnu- rými fjölskyldunnar númer eitt og eldhúsborðið er í rauninni tvö borð sem hægt er að stækka. Þegar mikið er verið að læra og vinna við borð- in drögum við þau í sundur og borð- um við annað og geymum draslið á hinu,“ segir Helga en fjölskyldan telur fimm manns, hund og kött. Helga hannaði eldhúsið sjálf og lét smíða eldhúsinnréttinguna í Valsmíði á Akureyri. Hún hafði praktíkina að leiðarljósi við hönn- unina og hver hlutur fékk sinn stað. „Ég teiknaði eldhúsið upp þann- ig að gott væri að vinna þar. Upp- þvottavélin er upphækkuð, öll tæki lokuð inni í skápum sem hægt er að opna og stækka vinnuplássið á borðinu. Við létum einnig leggja rafmagn þar sem hvert tæki átti að vera og gerð- um til dæmis ráð fyrir kaffivélinni strax á vissum stað í innrétting- unni. Eyjan er á hjólum og hægt að færa hana til þegar þarf að rýma til fyrir veislur og annað,“ segir Helga sem leigir aldrei sali þegar hún heldur stórar veislur. „Nei ég býð frekar gestunum í tvennu lagi. Einn af kostunum við svona opið og stórt eldhús er líka sá að geta spjallað við gestina meðan maður eldar.“ Eldhússtólarnir vekja athygli, fagurbláir og á hjólum. Helga fann þá á netinu og stóðst ekki mátið. „Þetta eru gamlir Phanton-stólar sem ég bauð í á dönskum uppboðs- vef fyrir nokkrum árum. Þetta var útrásarflippið mitt,“ segir hún hlæj- andi.“ Heimilið prýðir annars fjöldi fal- legra muna og margir eftir Helgu sjálfa. Þar má meðal annars nefna hnífasegul á eldhúsveggn- um eftir hana og samstarfskon- ur hennar í Björg í bú, vasa og skálar úr gömlum netaköðlum og sófaborðið í stofunni. „Sófaborðið er Surtsey árið 1968. Ég var svo heilluð af því hvern- ig eyjan varð til á okkar tímum og hvernig lag hennar er alltaf að breytast. Ég spónlagði borðplötuna þannig að kvistirnir eru staðsettir þar sem gígarnir eru á eyjunni.” Á stofuvegg hangir málverk eftir Stefán frá Möðrudal sem Helga keypti af honum sjálfum í skemmtilegri heimsókn til hans og einnig myndir eftir hana sjálfa. Hún seg- ist þó ekki vera safnari. „Ef hlutir hafa sögu teng- ist maður þeim gjarnan en ég hef aldrei látið hluti eða steypu stjórna mér. Það er helst eldhúsið, ég vildi geta flutt það með mér hvert sem er.“ - rat Hjartað slær í eldhúsinu ● Helga Björg Jónasardóttir vöruhönnuður byggði við húsið sitt og stækkaði eldhúsið til muna. Þar eyðir fjölskyldan nú mestum tíma sínum með útsýni til sjávar. Enginn sófi er í sjónvarpsherberginu heldur stórar pullur og púðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Stólarnir við eldhúsborðið eru gamlir Phanton stólar sem Helga bauð í á dönskum uppboðsvef. „Þeir voru útrásarflippið mitt,“ segir Helga hlæjandi. Helga Björg Jónasardóttir, vöruhönn- uður í Björg í bú, teiknaði upp eldhúsið sitt svo gott væri að vinna í því. Tækin eru inni í skápum sem hægt er að opna og stækka borðplássið. Hnífasegull eftir Björg í bú á veggnum fyrir ofan vinnu- borðið. Stórval fyrir ofan sófann. Helga heimsótti listamanninn eitt sinn og keypti af honum þrjár myndir. Sófaborðið er eftir Helgu. Það hefur lögun Surtseyjar árið 1968. Kvistirnir í spóninum eru þar sem gígarnir tveir eru á eynni. Kertin eru einnig eftir Helgu. EMOTION sturtuhaus kringlóttur 10 cm verð kr. 3.990.- SPRING sturtuhaus kringlóttur 20 cm verð kr. 9.450.- ESPRITE CARRÉ ferkantaður 20 cm verð kr. 12.400.- STURTUHAUSAR Í ÚRVALI Gæði,þjónusta og ábyrgð- það er TENGI SKINNY handsturtuhaus verð kr. 1.990.-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.