Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 49

Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 49
Leitum eftir reynsluboltum til að ganga til liðs við öflugan hóp starfsmanna Microsoft Dynamics AX - hugbúnaðarsérfræðingur HugurAx leitar að reyndum forritara til starfa að sérsmíði lausna fyrir breiðan og öflugan hóp viðskiptavina. Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun er æskileg. Reynsla tengd Dynamics AX eða öðrum viðskiptahugbúnaði er nauðsynleg. Microsoft Dynamics AX - ráðgjafi HugurAx leitar einnig að ráðgjafa til að starfa á viðskiptalausnasviði. Starfið felst í þarfa- greiningu, ráðgjöf, innleiðingu og þjónustu á Microsoft Dynamics AX viðskiptahugbúnaði. Fjöldi áhugaverðra verkefna eru fyrirliggjandi fyrir bæði ráðgjafa vörustjórnunar kerfa og fjárhagskerfa. Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði, verkfræði, við skiptafræði eða sambæri- leg menntun er æskileg. Reynsla tengd Microsoft Dynamics AX eða öðrum viðskiptahug- búnaði er nauðsynleg. Hjá HugAx leggjum við áherslu á frumkvæði, fagleg vinnubrögð, metnað til árangurs, lipurð í mannlegum samskiptum og hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í hópi. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Umsóknir skal senda á: atvinna@hugurax.is (merkt VL) Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál HugurAx er eitt af leiðandi fyrirtækjum landsins á sviði upplýsingatækni, við vinnum fyrir mörg af stærstu fyrirtækjum landsins og sinnum jafnframt breiðum hópi smærri rekstraraðila. Hjá okkur starfa um 100 starfsmenn. HugurAx | Guðríðarstíg 2-4, 113 Reykjavík | www.hugurax.is Forstjóri VÍS Vátryggingafélag Íslands hf. | Ármúla 3 | 108 Reykjavík | Sími 560 5000 | vis.is VÍS er öflugt þjónustufyrirtæki sem á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Markmið VÍS er að vera ávallt í fremstu röð tryggingafélaga á Íslandi. Ánægja viðskiptavina og starfsfólks er lykilatriði í velgengni félagsins. Hjá VÍS starfar framúrskarandi hópur einstaklinga sem saman myndar sterka liðsheild. VÍS er vel rekið og fjárhagslega stöndugt vátrygginga- félag með traust eignasafn. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Agla Sigríður Björnsdóttir (agla.bjornsdottir@capacent.is) og Ragnheiður Dagsdóttir (ragnheidur.dagsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 13. júní nk. og skulu umsækjendur sækja um á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Verksvið: Ábyrgð á allri daglegri starfsemi félagsins Leiða mótun stefnu og framtíðarsýnar í samstarfi við stjórn Efla enn frekar stöðu VÍS sem leiðandi félags á vátryggingamarkaði Samskipti og upplýsingagjöf við stjórn, starfmenn, núverandi og nýja viðskiptavini og eftirlitsaðila Menntun og reynsla: Háskólamenntun sem nýtist í starfi Farsæl reynsla af rekstri, fjármálum og stjórnun Reynsla af stjórnun í fjármálafyrirtæki er kostur Við leitum að einstaklingi sem hefur: Framúrskarandi leiðtogahæfni Stefnumótandi hugsun Drifkraft og frumkvæði Góð tengsl í íslensku atvinnulífi Vátryggingafélag Íslands leitar að forstjóra til að leiða stærsta tryggingafélag landsins. Viðkomandi þarf að vera árangurs- miðaður, hafa frumkvæði og faglegan metnað og vera tilbúinn til að vinna samkvæmt gildum félagsins sem eru frumkvæði, umhyggja og áreiðanleiki.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.