Fréttablaðið - 28.05.2011, Side 51
LAUGARDAGUR 28. maí 2011 9
Megin ábyrgðarsvið sérfræðinganna lúta að umsjón, eftir liti og utanumhaldi með lo-
sun gróðurhúsaloft tegunda í tengslum við viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir
(EU-ETS) og með útgáfu, handhöfn, framsal og ógildingu losunarheimilda.
HÆFNISKRÖFUR
Gerð er krafa um meistarapróf í umhverfisfræðum, raungreinum eða sambærilega
menntun auk starfsreynslu. Jafnframt koma til greina aðilar með sambærilegar gráður
í viðskiptafræði, hagfræði eða líkum greinum. Þekking á umhverfismálum er forsenda
ráðningar. Einnig er gerð krafa um góða þekkingu á gagnagrunnum og/eða töflureik-
num þar sem vinnan snýst um stór og mikil gagna- og talnasöfn. Þekking á ETS-kerfinu
er æskileg.
Auk framangreindra krafna fyrir störfin, verða eftirfarandi þættir um þekkingu, reynslu
og hæfni hafðar til viðmiðunar við val á starfsmönnum:
» Skipulagshæfileikar og markviss vinnubrögð
» Þekking á opinberri stjórnsýslu
» Kunnátta í íslensku og ensku og þekking á Norðurlandamáli
» Hæfni í framsetningu upplýsinga á skrifuðu og töluðu máli
» Samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
Næsti yfirmaður sérfræðingsins er Kristján Geirsson deildarstjóri, sem veitir nánari up-
plýsingar um störfin ásamt Sigrúnu Valgarðsdóttur starfsmannastjóra í síma 591 2000.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Æskilegt er að sérfræðingarnir geti hafið störf í byrjun september. Föst starfsaðstaða
þeirra getur verið í Reykjavík, Hellissandi, Ísafirði, Akureyri, Mývatni, Egilsstöðum eða
Vestmannaeyjum, allt eftir búsetu umsækjanda. Gert er ráð fyrir að gagnkvæmur
reynslutími sé sex mánuðir við ráðningu.
NJÓTUM UMHVERFISINS OG STÖNDUM VÖRÐ UM ÞAÐ SAMAN
LOFTSLAGSBREYTINGAR OG
VIÐSKIPTAKERFI LOSUNARHEIMILDA
Hjá Umhverfisstofnun eru laus til umsóknar tvö störf sérfræðinga á sviði loftslagsbreytinga
og viðskiptakerfis með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Um er að ræða ný störf.
SJÁ NÁNARI UPPLÝSINGAR UM UMHVERFISSTOFNUN Á UMHVERFISSTOFNUN.IS
UMSÓKNIR SKULU SENDAR TIL UMHVERFISSTOFNUNAR, SUÐURLANDSBRAUT
24, 108 REYKJAVÍK EÐA Á NETFANGIÐ USTUST.IS EIGI SÍÐAR EN 12. JÚNÍ 2011.
Upplýsingar um störfin eru veitt á skrifstofu ÍSTAKS, Engjateigi 7, 105 Reykjavík og í síma 530 2700 milli 8:15 og 17:00.
Sækja skal um störfin á www.istak.is – undir „auglýst störf“ fyrir 12. júní næstkomandi.
ÍSTAK er leiðandi fyrirtæki á íslenskum
verktakamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa
um 500 manns, víðsvegar um landið
sem og erlendis.
ÍSTAK er alhliða verktakafyrirtæki sem
var stofnað árið 1970 og hefur annast
ýmis verkefni, svo sem virkjanir, stór-
iðjuver, hafnargerð, vega- og brúagerð
auk flugvalla. Ennfremur húsbyggingar
fyrir opinberar stofnanir, sveitarfélög,
fyrirtæki og einstaklinga.
Framkvæmdagleði í fyrirrúmi
VÉLAVERKFRÆÐINGUR / VÉLTÆKNI-
FRÆÐINGUR - GRÆNLAND
ÍSTAK óskar eftir að ráða vélaverkfræðing/véltæknifræðing til starfa
við virkjanaframkvæmdir í Ilulissat á Grænlandi. Í starfinu felst verk-
efnastjórnun, gerð kostnaðaráætlana, samskipti við innlenda og
erlenda birgja, tilboðsgerð og úrlausn tæknilegra verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði vélaverkfræði eða véltæknifræði er skilyrði.
• Gott vald á dönsku eða öðru norðurlandamáli er æskilegt.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
LAGERSTJÓRI - GRÆNLAND
ÍSTAK óskar eftir að ráða lagerstjóra til starfa við virkjanaframkvæmdir
í Ilulissat á Grænlandi. Í starfinu felst umsjón með birgðalager á
framkvæmdasvæðinu, samskipti við birgja, móttaka og afgreiðsla á
vörum auk viðhalds búnaðar sem geymdur er á lagersvæðinu.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Reynsla af lagerstjórnun er æskileg.
• Gott vald á dönsku eða öðru norðurlandamáli.
• Lyftararéttindi.
• Góð tölvukunnátta.
• Færni í samskiptum og þægilegt viðmót.
TÆKJASTJÓRNENDUR
ÍSTAK óskar eftir að ráða vana tækjastjórnendur til starfa við fram-
kvæmdir hér á landi. Um er að ræða stjórnun á gröfum og jarðýtum.
RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR / RAFMAGNS-
TÆKNIFRÆÐINGUR - GRÆNLAND
ÍSTAK óskar eftir að ráða rafmagnsverkfræðing/rafmagnstækni-
fræðing til starfa við virkjanaframkvæmdir í Ilulissat á Grænlandi.
Í starfinu felst umsjón með verkefnum sem snúa að rafbúnaði
virkjunarinnar, samskipti við birgja og undirverktaka, stjórnun og sam-
ræming samninga við undirverktaka og úrlausn tæknilegra verkefna.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði rafmagnsverkfræði eða rafmagnstæknifræði er skilyrði.
• Gott vald á dönsku eða öðru norðurlandamáli er æskilegt.
• Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
MÆLINGAMAÐUR - BÚÐARHÁLSVIRKJUN
ÍSTAK óskar eftir að ráða mælingamann til starfa. Um er að ræða
landmælingar á framkvæmdasvæði á Búðarhálsi.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af sambærilegum störfum.
MÖTUNEYTI - BÚÐARHÁLSVIRKJUN
ÍSTAK óskar eftir að ráða starfsfólk í mötuneyti á framkvæmdasvæði
fyrirtækisins við Búðarháls. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu
af sambærilegum störfum og geti hafið störf fljótlega.
STEYPUSTÖÐVARSTJÓRI - BÚÐARHÁLS-
VIRKJUN
ÍSTAK óskar eftir að ráða steypustöðvarstjóra til starfa við virkjana-
framkvæmdir á Búðarhálsi. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu
af sambærilegum störfum og geti hafið störf fljótlega.