Fréttablaðið - 28.05.2011, Síða 52
Lífeindafræðingur
Klínísk lífefnafræðistofa Holtasmára KLH / Hjartavernd leitar
að lífeindafræðingi til afleysinga í 100% stöðu frá 8. ágúst 2011
í eitt ár. Hæfniskröfur eru B.Sc í lífeindafræði, reynsla af vinnu
á rannsóknarstofu og færni í tölvunotkun og ensku. Kostur að
hafa unnið á rannsóknarmiðuðum og stöðluðum vinnustað.
Starfsumhverfi er uppbyggjandi og verkefnin eru fjölbreytt
og krefjandi. Möguleiki er að nýta hluta af vinnu þessa árs í
mastersverkefni tengdu vinnunni.
KLH er faggilt rannsóknarstofa, skv. SS-EN ISO 15189.
KLH er faggilt rannsóknarstofa þar sem starfsemin er byggð upp
á bæði rútínu- og vísindarannsóknum, jafnframt rannsóknar
og þróunarvinnu. Hluti af starfseminni fellst í uppbyggingu og
varðveislu lífsýnabanka.
Upplýsingar veitir Alda M. Hauksdóttir, yfirlífeindafræðingur
rannsóknarstofu KLH / Hjartavernd, í síma 535 1800 eða á
alda@hjarta.is
Umsóknum skal skila á netfangið atvinna@hjarta.is eða til
Hjartaverndar merktar Rannsóknarstofa KLH / Hjartavernd fyrir
8. júní 2011.
Hjartavernd, Holtasmára 1,
201 Kópavogi, sími 535 1800.
Starfsmenn Hjartaverndar eru um 60 alls og samanstendur af fólki með ólíka
menntun sem í sameiningu vinnur að því að framkvæma rannsóknir á sem
vísindalegastan og áreiðanlegastan hátt. Í Hjartavernd starfa m.a. læknar,
lífeindafræðingar, líffræðingar, tölfræðingar, verkfræðingar, geislafræðingar,
hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og úr ýmsum öðrum starfstéttum. Starfsmenn
Hjartaverndar vinna að ýmsum verkefnum, eins og við Öldrunarrannsókn
Hjartaverndar, við áhættumat, á rannsóknarstofu Hjartaverndar, við
myndgreiningardeild, á skrifstofu, við fræðslumál, við úrvinnslu ganga,
gæðastjórnun, fjármálastjórnun og ýmis samstarfsverkefni sem Hjartavernd
tekur þátt.
HJARTAVERND
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
»
Topplagnir ehf. óskar eftir að ráða
pípulagningamenn. Þurfa að vara stundvísir og
áreiðanlegir, og geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknir sendist á topplagnir@internet.is
Upplýsingar gefur Brynjar í síma 698-8412
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar
www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar.
Starfssvið Hæfniskröfur
· Þátttaka í almennum störfum
· Ábyrgð á þjónustu og gæðum á sinni vakt
· Skipulags- og leiðtogahæfileikar
· Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
· Dugnaður og metnaður í starfi
Veitingastjóri
Starfið hentar jafnt konum sem körlum.
Veitingastaðakeðja óskar eftir að ráða ábyrgan og metnaðarfullan einstakling í starf
veitingastjóra kvöld- og helgarvaktar. Unnið er á tvískiptum vöktum 2 daga aðra
vikuna og 5 daga hina. Um 72% starf er að ræða.
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Skrifstofustjóri
Hæfniskröfur:
• Embættispróf eða meistaragráða í lögfræði.
• Þekking og reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu.
• Þekking og reynsla á sviði stjórnsýslu sveitarfélaga æskileg.
• Þekking og reynsla af stjórnun, stefnumótun og
mannaforráðum æskileg.
• Leiðtogahæfileikar, skipulagshæfni og frumkvæði.
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum.
• Hæfni til að koma fram og tjá sig í ræðu og riti á
íslensku, ensku og einu norrænu tungumáli.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkur-
borgar um jafnan hlut kynja í störfum
og að vinnustaðir borgarinnar endur-
spegli það margbreytilega samfélag
sem borgin er.
Um laun og starfskjör skrifstofustjóra
fer samkvæmt reglum um réttindi
og skyldur stjórnenda hjá Reykja-
víkurborg og ákvörðun kjaranefndar
Reykjavíkurborgar.
Upplýsingar veita:
Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is
Rannveig J. Haraldsdóttir
rannveig@hagvangur.is
Regína Ásvaldsdóttir,
skrifstofustjóri borgarstjóra
regina.asvaldsdottir@reykjavik.is
Umsóknarfrestur er til og
með 12. júní nk.
Reykjavíkurborg auglýsir stöðu skrifstofustjóra borgarstjórnar lausa til umsóknar. Við leitum að
metnaðarfullum og áhugasömum leiðtoga til að stýra skrifstofu borgarstjórnar. Í starfinu felast
mikil samskipti við kjörna fulltrúa og æðstu stjórnendur Reykjavíkurborgar. Næsti yfirmaður
skrifstofustjóra borgarstjórnar er borgarstjórinn í Reykjavík.
Metnaðarfullur og áhugasamur leiðtogi óskast
Helstu verkefni skrifstofunnar eru:
• Faglegur undirbúningur, umsjón með fundum borgarstjórnar
og borgarráðs og eftirfylgni vegna afgreiðslu mála.
• Lögfræðileg ráðgjöf, upplýsingagjöf og þjónusta við
borgarstjórn, borgarráð, borgarfulltrúa og fagráð, s.s. um
fundarsköp, stjórnkerfi Reykjavíkurborgar og ný lög,
reglugerðir og stjórnvaldsfyrirmæli.
• Frumkvæði varðandi þróun og umbætur í stjórnsýslu og
verkefni á sviði íbúalýðræðis í umboði borgarráðs.
• Umsjón með framkvæmd almennra kosninga í Reykjavík.
• Umsjón með umsögnum um lagafrumvörp.
• Umsagnir um rekstrarleyfi veitingastaða.
• Setning gæðaviðmiða og verklagsreglna um undirbúning
og framsetningu mála fyrir borgarráð og borgarstjórn.
Brekkubæjarskóli á Akranesi
Laus eru til umsóknar eftirtalin störf við skólann
næsta skólaár, 2011-12:
Grunnskólakennarastöður:
List- og verkgreinakennsla, 75% staða
Sérkennsla, 100% staða
Dönskukennsla, 75% staða, afleysing til eins árs.
Umsjónarkennsla í 9. bekk, 85% staða, afleysing til
áramóta. Kennslugreinar, náttúrufræði, íslenska og
stærðfræði
Umsjónarkennsla á yngsta stigi, 80% staða, afleysing
til eins árs.
Einnig er laust til umsóknar þroskaþjálfastarf við
sérdeild, 100% staða, afleysing til eins árs.
Ráðningartíminn er frá 1. ágúst n.k. Launakjör eru
skv. kjarasamningum launanefndar Sambands
íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Umsækjendur um kennslustörf skulu hafa leyfisbréf
grunnskólakennara.
Umsóknarfrestur er til 10. júní n.k. Umsóknir ásamt
upplýsingum um menntun og fyrri störf berist
skólastjóra Brekkubæjarskóla v. Vesturgötu, 300
Akranesi, arnbjorg.stefansdottir@akranes.is
Skólastjóri veitir nánari upplýsingar í síma 433 1300.
Brekkubæjarskóli er heildstæður grunnskóli með um 430
nemendum. Lögð er áhersla á gildin „Góður og fróður“.