Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 64
28. maí 2011 LAUGARDAGUR36 „Þetta er náttúrulega Kárahnjúka- stykki. Fullþroskað karldýr“. „Vel gert hjá Howard. Þrjú víti í röð og kennir þeim að kaupa einhverjar aðrar kartöflur heldur en þessar.“ „Kemur ekki minn maður, penna- vinur til margra ára, setur niður þrist og honum finnst þetta ekki einu sinni fyndið. Hann bara setur þetta niður, segir namminamm og takk fyrir túkall.“ „Rasheed, það þarf einhver að setja kælipoka ofan í stuttbuxurnar hans til að róa hann. Það að jafnaði róar menn og dreifir huganum.“ „Fisher, minn maður, maður. Hví- líkur gangster maður. Þvílíkt ofur- menni. Við erum að tala um starfs- mann mánaðarins, maður. Hann bara smellir upp, snarörvhentur maður, og setur niður þrist.“ „Þetta er maður fullhlaðinn af tröllamjöli.“ „Þetta er náttúrulega alvöru keng- úra. Algjörlega toppmaður.“ „Allir að hitta og þá eru þeir bara eins og góð kjötsúpa; full af kryddi og áhugaverðum bitum.“ „Þetta er að fara alla leið. Alla leið á Bíldudal.“ „Lakers-liðið, það er bara eins og þeir hafi farið í vitlaus undirföt. Þeir geta ekki neitt. Það þarf að hringja í þessa menn.“ „Það er engin vitleysa í þessu. Eng- inn ísbjörn. Og enginn tollur.“ „Þessi troðsla hjá Kevin Durant er alveg fáránleg. Það er í raun móðgun við þessa troðslu að reyna að lýsa henni.“ „Gasol ákveður að setjast inn í teig. Jafnan ekki góð ákvörðun.“ „Hann er eins og góð afmælisterta – mættur á svæðið“. „Þessi maður getur ekki verið heimatilbúinn. Það þarf eitthvað undraduft í svona menn.“ „Áhugavert hvað hann er örv- hentur.“ „Einhverra hluta vegna stendur hann þarna úti á miðjum velli eins og hann sé að bíða eftir strætis- vagni.“ „Þetta er náttúrulega bara vínar- brauð.“ „Stojakovic stígur út af. Það má ekki í þessari íþrótt jafnvel þótt menn séu með huggulegan skeggvöxt.“ „Það eru forréttindi að hafa svona snjalla menn á bekknum, hugaða og kurteisa.“ „Nú fer hann bara upp af fullum krafti og kemur með stóriðjutroð. Ekkert majónes, bara fullur styrkur og fullt af kryddi.“ „Tapaður knöttur. Þetta er nátt- úrulega lögreglumál. Spurning um að fá lögreglukórinn í hálfleik til að taka eitt lag yfir þessu.“ „Þetta er ekki úr Kolaportinu – þetta er alveg rándýrt.“ Þ að er hreinlega vegna barnslegrar ástríðu fyrir leiknum sem lýsingarnar grautast út með þessum hætti. En þetta eru engin vísindi. Ég er bara að lýsa körfu- bolta,“ segir Svali Björgvinsson, fyrrum landsliðsmaður í körfu- knattleik, en lýsingar hans á körfuboltaleikjum á Stöð 2 hafa notið vinsælda síðustu ár og hlotið gríðarlega athygli. Þykir mörgum Svali öðrum fremri í að koma til skila spennunni sem fylgir leikn- um með óvenjulegu og kjarnyrtu orðfæri og jafnvel skáldlegum orðatiltækjum. Svali bætir við að vissulega undirbúi hann sig vel fyrir beinu lýsingarnar og sá undirbúning- ur hafi í raun hafist þegar hann hóf að fylgjast með körfuknatt- leik fyrir 36 árum. „Ég hef líka reynt að átta mig á því hvað mér líkar og mislíkar í fari annarra lýsenda. Guðni Kolbeinsson, þýð- andi og snillingur, var að mínu mati meistari lýsinganna. Guðni spilaði körfubolta með ÍR á sínum tíma og bar búninginn vel, og svo lýsti hann nokkrum leikjum þegar RÚV sýndi körfuboltaleiki í eld- gamla daga. Það var þá sem ég fór að átta mig á því að hægt væri að skreyta lýsingarnar með skemmti- legri orðanotkun,“ segir Svali og nefnir sem dæmi að einn frasi frá Guðna sé í miklu uppáhaldi hjá sér; að ákveðin skot séu „býsna víðsfjarri“. Leiðist þýddir hækjufrasar Svali telur mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að tala hreint og kjarnyrt íslenskt mál í sínum lýsingum. Til að mynda leiðist honum hækjufrasar sem þýddir eru úr ensku á borð við „að stíga upp“, eða „step up“ á ensku. „Það er hægt að koma þessari hugsun eða fyrirbæri frá sér með ein- földum hætti á íslensku. Það þarf ekki að klæmast með orðskrípi til þess.“ Hann segir einnig mikilvægt að lýsandinn sjálfur hafi gaman af því sem hann gerir, enda sé það lykillinn að árangri í flestu sem mannskepnan tekur sér fyrir hendur. Hluti af því er að hafa ákveðið þema í hverjum leik sem hann lýsir. „Þessi þemu koma oft þegar ég er á leiðinni að lýsa og er að hugsa um daginn sem er að líða. Oft eru þetta hvorki miklar né djúpar greiningar og ég reyni að koma þeim frá mér án þess að það sé of skýrt. Raunar þarf senni- lega áhugasaman bókmenntafræð- ing með mikið hugmyndaflug til að átta sig á þeim tengingum sem þar koma fram. Ég vil engum svo illt að ég hvetji fólk til að reyna að rýna í þær með vitrænum hætti um miðja nótt. En þemað gerir lýsinguna ögrandi fyrir mig,“ segir Svali og nefnir Lögreglukór- inn, yfirlögregluþjóninn Geir Jón Þórisson, kattasmölun og Gunn- ars-majónes sem dæmi um þemu sem hann hefur bryddað upp á í lýsingum sínum. Aðspurður segir Svali marga hafa haft samband við sig og lýst yfir ánægju með lýsingarnar og slíkt gleðji hans litla hjarta. Margt óhollara en körfubolti Síðustu árin hefur Svali lýst jafnt íslenskum sem erlendum körfu- knattleiksleikjum í sjónvarpi. Hann segist finna fyrir auknum áhuga á íslenska boltanum síðustu ár, en auk þess sé þéttur hópur sem ávallt fylgist með bandarísku NBA-deildinni. „Fólk miðar oft við þann tíma þegar Michael Jor- dan var upp á sitt besta, sem var ákveðin hæð. En svo rísa önnur stórstirni upp sem trekkja að, eins og Lebron James. Þetta er mjög skemmtilegt sjónvarpsefni og frá- bær íþrótt. Hver og einn verður að hafa sína fíkn og margt er óhollara en þessi fíkn.“ Lýsandinn spáir téðum Lebron James og félögum hans í Miami Heat sigri í NBA-deildinni í ár. „Við í ferða- og menningarfélaginu Ýsa í orlí, sem erum um tuttugu tals- ins, spáðum um úrslitin. Ég tippaði á Miami og geri enn. En ég vona samt að Dirk Nowitzki og Dallas Mavericks vinni þetta. Það væri gott fyrir boltann, því hann er ótrú- legur íþróttamaður,“ segir Svali. Stóriðjutroð og ekkert majónes Síðustu árin hefur Svali Björgvinsson hlotið mikla athygli fyrir frumlegar og bráðskemmtilegar lýsingar á körfuknattleiksleikjum í sjónvarpi. Kjartan Guðmundsson og Stígur Helgason ræddu við Svala og rifjuðu upp eftirminnileg ummæli hans úr lýsingum. „Troð eru augljóslega þrívíddarfyrirbæri,“ segir Svali þegar hann er beðinn um að útskýra sum orðanna sem hann notar gjarnan yfir misvel heppnuð tilþrif körfuboltamanna. „Þau skiptast í kraft, viðhorf/skilaboð og fagurfræði. Þetta reyni ég að skilgreina á kvarða,“ útskýrir Svali. Hér á eftir fara kvarð- arnir þrír, ásamt útskýringum Svala þar sem þær eiga við. KRAFTUR: 1. Nudd/klapp 2. Majónestroð – „Kom þegar Gunnars-majones var þema dagsins og lýsir vel slepjulegu troði sem er engum til sóma. Hvorki viðkomandi leikmanni, né fjölskyldu hans. En viðkomandi leikmaður telur sig vera að gera eitthvað uppbyggilegt, en safnar bara fitu til lengri tíma.“ 3. Iðnaðartroð – „Troðið meira af skyldurækni en af ástríðu. Leikmaður veit að fólk borgar sig á völlinn til að sjá troð, en það vantar bæði kraft og viðhorf í allt fas viðkomandi. Viðkomandi uppfyllir troðskyldur sínar, en ekkert meira.“ 4. Stóriðjutroð 5. Kárahnjúkatroð 6. Risaeðlutroð 7. Fellibylur „Svo eru mörg fleiri orð sem hafa verið notuð, til dæmis eru Górillutroð og ruggustóllinn mjög lýsandi. Þetta skýrir sig allt sjálft, en með þessu er verið að fanga kraftinn í troðinu.“ VIÐHORF/SKILABOÐ: 1. Inniskórinn – „Í raun ekkert viðhorf, maður í inn- skóm á ekki mikið að rífa kjaft.“ 2. Umhverfisvænt troð – „Ekki auka orka en samt alvöru.“ 3. Ég-er-farinn troð – „Dæmigert viðhorf hjá barni sem ætlar að koma ein- hverju til skila, en fer svo aldrei neitt.“ 4a. Er-enginn-heima troð – „Þetta var þemað þegar virtur þingmaður sem kaus að tilkynna að hann yrði ekki heima á afmælisdaginn sinn.“ 4b. Á-einu-augabragði troð – „Lýsir því ef einhver veit ekki alveg hvað hann er að gera en reynir að böðlast í gegnum aðstæður.“ 4c. Sauðnautið – „Villt troð og sjaldgæft, en ekki endilega fallegt.“ 5. Gillzeneggertroð – „Þegar leikmenn með mikla þörf fyrir athygli eru að reyna mikið en tekst ekki alveg. En ég ber samt virðingu fyrir því að við- komandi sé að reyna. Ekki endilega aumkunarvert, en samt á mörkunum.“ 6. Flautuketill/skinkutroð. 7. Lögreglukórinn – „Þegar öllu er tjaldað til, ekkert sparað.“ 8. Mjölnir – „Gamalt íslenskt orð yfir hamar Þórs.“ FAGURFRÆÐI/LISTFENGI 1. Snúður eða vínarbrauð – „Vísar til upprunans.“ 2. Þarf-eitthvað-að-ræða-þetta? Troð. 3. Krydd 4. Kameljónið – „Einhver sem gerir eitthvað sem ég á ekki von á, aðlagast umhverfinu með undraverðum hætti.“ 5. Hámenningartroð – „Fagurfræðilega fullkomið og ætti að vera lokaatriði á Listahátíð.“ TROÐKVARÐARNIR ÞRÍR ORÐATILTÆKI Svali Björgvinsson segir Guðna Kolbeinsson þýðanda hafa verið mikinn áhrifavald á íþróttalýsingar sínar. Frasinn „býsna víðsfjarri“ eigi til að mynda rætur sínar að rekja til Guðna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ■ Á SVALAVAKTINNI – Eftirminnilegar lýsingar frá Svala Björgvinssyni hin síðustu ár
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.