Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 72
28. maí 2011 LAUGARDAGUR44 Hvað ertu gamall? Ég er 22 ára. Í hvaða grunnskóla varstu? Set- bergsskóla. Spilarðu á hljóðfæri? Já, ég spila á trommur en kann líka á gítar og píanó. Hvað langaði þig að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var lítill sagðist ég alltaf ætla að verða bankastjóri. Í dag hef ég samt engan áhuga á því! Er gaman að vera frægur? Það er allavega gaman að vera ég. Hver er uppáhaldstónlistar- maðurinn þinn? Úff, ég veit ekki. Ég ætla að segja Kanye West. Hvert er uppáhaldslagið þitt? Ég á mér svo sem ekkert uppáhalds lag, en lag sem ég hlusta mikið á þessa dagana heitir Má ég koma heim og er eftir Blaz Roca. Semurðu öll lögin þin sjálfur? Ekki alveg öll nei, en langflest. Hefurðu lært söng? Nei, ég get ekki sagt það, en ég hef vissu- lega fengið tilsögn. Í hvaða stjörnumerki ertu? Ég er Vog. Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Lasanja finnst mér rosa- lega gott. Hver er uppáhaldsliturinn þinn? Þó svo að tæknilega sé hvorugur þeirra litur, þá eru mínir uppáhalds „litir“ svart- ur og hvítur, FH-litirnir. En ef ég yrði að nefna alvöru lit þá er yrði það blár, því varabúningur FH er blár. Hvert er mesta prakkara- strik sem þú hefur gert? Ég var rosalega lítið í þeim og er enn mjög lítið í þeim. Ætli mitt versta prakkarastrik hafi samt ekki verið þegar ég og vinur minn á leikskóla tókum okkur til og fórum að henda steinum í bíla. Það var ekki sérlega snið- ugt. krakkar@frettabladid.is 44 Þó svo að tæknilega sé hvorugur þeirra litur, þá eru mínir uppá- halds „litir“ svartur og hvítur, FH litirnir. En ef ég yrði að nefna alvöru lit þá er yrði það blár, því varabún- ingur FH er blár. HITT OG ÞETTAÞú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Kennari: Hvar er heimaverk- efnið þitt? Nemandinn: Ég tapaði því í slag við krakka sem sagði að þú værir ekki besti kennari skólans. Kennari: Ef 1 + 1 = 2 og 2 + 2 = 4, hvað er þá 4 + 4? Nemandinn: Þetta er ekki sanngjarnt. Þú svarar auð- veldu spurningunum og lætur okkur svara þeirri erfiðu. Hvað er það versta sem þú finnur í skólamötuneyti? Matinn. Af hverju gengur þér ekki vel í sögu? Af því kennarinn er alltaf að spyrja mig að einhverju sem gerðist áður en ég fæddist. Hvernig ljós notaði Nói um borð í örkinni? Flóðljós. WWW.BUILDYOURWILDSELF.COM er skemmtileg síða þar sem krakkar geta búið til eigin furðuveru. Þau geta valið milli búks, andlitsdrátta, hárs og útlima. Fyrir 1 1 rúnstykki að eigin vali 1 msk. sveppaostur 1 sneið spægipylsa 4-5 maísbaunir 8-10 strá af vorlauk 2 litlir bitar af gulrót, þunnt skornir Aðferð: Skerið rúnstykkið í tvennt og smyrjið það með sveppaosti. Setjið spægipyls- una á milli og raðið vor- lauknum ofan á pyls- una og látið hann skaga út fyrir brauðið báðum megin þannig að laukurinn komi út eins og köngulóarlappir. Lokið rún- stykkinu og skreytið loks andlit köngulóarinnar með því að raða maísbaununum í röð fyrir „tennur“ í miðju rún- stykkisins og notið gulrótar- bitana fyrir augu. Gott er að stinga maísbaununum sem og gulrótarbitunm aðeins inn í brauðið þannig að það haldist betur. Köngulóarsamloka VILDI VERÐA BANKASTJÓRI Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór ætlaði að verða bankastjóri þegar hann yrði stór. Hann er hættur við það og semur lög í staðinn. Uppáhalds maturinn hans er las- anja og hann gerir sjaldan prakkarastrik. Friðrik Dór tónlistarmaður er lítill prakkari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON AFMÆLIS- VEISLA Stöð 2 heldur heljarinnar veislu í Fjölskyldu- og húsdýragarðin- um í dag í tilefni af 25 ára afmæli sínu. EKKI SNERTA JÖRÐINA Í Þjóðminjasafni Íslands stendur yfir sýningin Ekki snerta jörðina en þar má sjá hvernig tíu ára börn leika sér. VOR- SÝNING FJÖLNIS Fimleikadeild Fjölnis stendur fyrir vorsýn- ingu í Íþróttamið- stöðinni í Dal- húsum í Grafarvogi á morgun klukkan 11 og 13. www.listahatid.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.