Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 74
28. maí 2011 LAUGARDAGUR46 BAKÞANKAR Davíðs Þórs Jónssonar 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman LÁRÉTT 2. ómskoðun, 6. gat, 8. forsögn, 9. þunnur vökvi, 11. fyrir hönd, 12. dótarí, 14. viðburður, 16. frá, 17. skammstöfun, 18. magi, 20. samtök, 21. sál. LÓÐRÉTT 1. líkami, 3. sjúkdómur, 4. skynja, 5. lík, 7. olíuvaxefni, 10. fálm, 13. því næst, 15. útungun, 16. upphrópun, 19. til dæmis. LAUSN LÁRÉTT: 2. ómun, 6. op, 8. spá, 9. lap, 11. pr, 12. drasl, 14. atvik, 16. af, 17. ofl, 18. hít, 20. aa, 21. andi. LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. ms, 4. upplifa, 5. nár, 7. parafín, 10. pat, 13. svo, 15. klak, 16. aha, 19. td. Það fer óneitanlega pínulítið í taugarnar á mér þegar Íslendingar dæsa og stynja af aðdáun á útlensku náttúrufari. „Sjáðu hvað vorar snemma!“ „Sjáðu kirsuberja- trén í blóma!“ „Finndu hvað það er orðið heitt strax í maí!“ Mér finnst það satt best að segja ekkert merkileg uppgötvun að það sé hlýrra í veðri sunnar á hnettinum. Reyndar vil ég ganga lengra og segja að íslenskt vor sé mun undursamlegra fyrir- bæri. Það er miklu stórfenglegri vitnis- burður um sigur lífsins á dauðanum, sigur hins mjúka á hinu harða, þegar brothætt, íslensk grasnál byrjar að stingast upp úr miskunnarlausum freranum heldur en þegar hnausþykkur frumskógargróður dafnar í loftslagi þar sem varla er hægt að reka kústskaft í jörðu án þess að það laufgist. Lítill og aumur geldingahnapp- ur vinnur miklu meira afrek með því að skjóta rótum í hrjóstruga, íslenska urð heldur en suðræn og litfögur lilja vinnur með því að blómstra við þau skilyrði sem jurta- gróðri eru einmitt hve hagfelldust. ÞAÐ sama gildir um hús. Reykjavík er vissulega ósköp fátækleg og ómerki- leg sé hún borin saman við miðalda byggingar evrópskra menningarborga. En mér finnst það eiginlega líka segja sig sjálft að vald- hafar hafi getað bruðlað og sóað miklu meira í íburðarmikil glæsihýsi þar sem milljónir manna í gjöfulu og frjósömu landi voru arðrændar og kúgaðar öldum saman heldur en hér á mörkum hins byggi- lega heims þar sem nokkur þúsund sálir hímdu við hungurmörk kynslóð fram af kynslóð og eina nýtilega byggingarefnið var jörðin undir fótunum á þeim. VIÐ ættum ekki að dást að konungshöll- unum og dómkirkjunum sem reistar voru úr blóði og svita sveltandi alþýðu undir rassgatið á fólki sem aldrei þurfti sjálft að dýfa hendi í kalt vatn fyrir munaðinn og hóglífið sem það naut. Ég efast um að það hafi verið ömurlegra hlutskipti að veslast upp úr hungri og vosbúð í íslenskum afdal heldur en í skítugri, erlendri stórborg á tröppum gullbryddaðra glæsihalla, ég tala nú ekki um meintra guðshúsa. Í Reykjavík er ekki mannslíf á bak við hvern múrstein, ekki tár og þjáning nafnlauss forföður á bak við hverja ufsagrýlu eða lágmynd á húsgafli. Reykjavík geymir fáar byggingar reistar á valdníðslunni sem kúguð alþýð- an sætti öld fram af öld. Glæsihýsin sem kóngurinn byggði úr blóði og svita, tárum og þjáningu forfeðra okkar eru allar í Kaupmannahöfn. Vor og hús Og í staðinn fyrir að skipuleggja eitt einangrunarskýli, hafðu þau tvö. Værirðu til í að hætta þessu banki?! Ég er að reyna að hlusta á smá tónlist! Sko! Það tók þig ekki nema nokkrar mín- útur að hjálpa mér með diskana. Nokkrar mínútur sem ég hefði getað notað í menntun mína. Á mínum aldri hætta heilafrumurnar að starfa og boð til heilans verða slöpp þegar flæði upplýsinga er stöðvað með þessum hætti. Þannig að nú er ég ábyrg fyrir einkunnum þínum. Bara þeim slæmu. Má ég taka Lóu með í „sýndu og segðu“-tímann. Kennarinn sagði að það væri allt í lagi. Öh.... Gerðu það? Gerðu það! Jæja, allt í lagi. Þú hlýtur að vera mjög stolt af litlu systur þinni fyrst þú vilt taka hana með. Já... ...og ég er líka orðin þreytt á því að Agnes fái alla athyglina út af heimsku músinni hennar. Íslandspóstur hf. Stórhöfða 29 110 Reykjavík Sími 580 1000 www.postur.is Íslandspóstur leitar að forritara Starfið felst í forritun, hönnun og viðhaldi á nýjum og eldri sérhönnuðum tölvukerfum í SAP og tengingar við önnur kerfi í samvinnu við aðra starfsmenn. Hæfniskröfur: • SAP ABAP forritunarkunnátta • Góð þekking á SQL fyrirspurnarmálinu og reynsla í forritun • Þekking á HTML, WML og vefforitun í .Net nýtist einnig Leitað er að lausnamiðuðum sérfræðingi með metnað til árangurs í starfi. Áhersla er lögð á frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum, samstarfsvilja og hæfni til að vinna í hópi. Umsóknarfrestur er til og með 10. júní nk. Gengið verður frá ráðningu fljótlega. Allar umsóknir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Ath. fyrirspurnum verður eingöngu svarað hjá STRÁ. Guðný Harðardóttir veitir nánari upplýsingar, en viðtalstími er frá kl.13–15. Vinsamlega sendið umsóknir/starfsferilskrár ásamt meðfylgjandi gögnum til stra@stra.is. FRÁBÆRT SAP STARF Íslandspóstur er • Framsækið og kraftmikið fyrirtæki • Áreiðanlegt fyrirtæki á sviði dreifingar-, samskipta- og flutningalausna • Fyrirtæki með öfluga og uppbyggilega starfsmannastefnu www.stra.is Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 120 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.