Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 76
28. maí 2011 LAUGARDAGUR48 48
menning@frettabladid.is
BRAGI ÁSGEIRSSON Sýning með nýjum verkum og gömlum verður opnuð í Gallerí Fold í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DRENGIR SYNGJA Drengjakór Reykjavíkur heldur vortónleika sína í Hallgrímskirkju í dag. Á dagskrá verða meðal annars verk eftir
Mozart og Pál Ísólfsson. Einnig verður flutt djassmessa eftir Bob Chillcot. Einsöngvari er Níels Bjarnason, meðleikari á orgel og píanó er
Lenka Mátéová og Friðrik S. Kristinsson stjórnar. Tónleikarnir hefjast klukkan 16 og fást miðar við innganginn.
Störf fagstjóra í fræðigreinum
laus til umsóknar
Listaháskólinn auglýsir eftir umsóknum um störf fagstjóra
fræðigreina í tónlist, myndlist og hönnun/arkitektúr.
Fagstjórar fræðigreina skipuleggja og fara með umsjón
fræðikennslu innan viðkomandi deildar og bera ábyrgð
ásamt deildarforseta á faglegri þróun námsins. Störfin fela
í sér kennslu, stjórnun náms og stefnumótun, auk rannsókna.
Fagstjórar fræðigreina verða metnir til starfstitils lektors.
Hæfniskröfur:
Meistarapróf.
Kennslureynsla í háskóla í fræðigreinum lista,
miðlunar, og/eða menningar.
Þekking á háskólastarfi og kunnátta í þróun
náms á efstu menntastigum.
Reynsla af rannsóknum er æskileg.
Áhersla er lögð á að fagstjórinn búi yfir þekkingu og reynslu
af þverfaglegu starfi, og geti leitt verkefni og samstarf sem
fer fram á milli námsbrauta og deilda skólans. Við mat á
umsóknum verður jafnframt litið til hæfni umsækjanda til
frumkvæðis og sjálfstæðis í starfi, og hvernig ætla megi að
hann falli inn í samstarfshópinn sem fyrir er á sviðinu.
Umsókn skal fylgja greinargóð skýrsla um námsferil og störf umsækjanda,
rannsóknir og ritsmíðar. Umsækjandi skal gera skýra grein fyrir kennslustörfum
sínum og jafnframt veita upplýsingar um önnur störf sem hann hefur gegnt,
þ.m.t. félags- og stjórnunarstörf. Þá er óskað eftir að umsækjandi leggi fram
greinargerð um hugmyndir sínar um uppbyggingu fræðimenntunar innan
skólans. Afrit af prófskírteinum og öðrum staðfestingum varðandi menntun
skulu fylgja umsókn.
Rektor ræður í störfin í samráði við deildarforseta og stjórn að undangengnu
mati dómnefndar sem dæmir um hæfi umsækjenda í samræmi við sérstakar
reglur um veitingu akademískra starfa. Reglurnar eru birtar á heimasíðu
skólans. Umsóknir skulu merktar viðkomandi starfi og sendar rektor,
Hjálmari H. Ragnarssyni, Listaháskóla Íslands, Skipholti 1, 105 Reykjavík,
eigi síðar en 20. júní næstkomandi.
Laugardagur til lista Í dag laugardag, milli kl. 12.00 og 17.00, verður í höfuðstöðvum Arion banka Borgartúni 19 sýnd upptaka af fyrirlestri Haralds Sigurðssonar
prófessors, eldfjallafræðings og forstöðumanns Eldfjallasafnsins -
viðskipti og vísindi. Einnig eru til sýnis verk í eigu Eldfjallasafnsins í
Stykkishólmi ásamt eldfjallaverki eftir Lawrence Wiener.
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
MEIRI FRÓÐLEIKUR
Meiri Vísir.
Bragi Ásgeirsson mynd-
listarmaður er áttræður í
dag. Hann málar á hverjum
degi enda vinna listamenn
að sínum hlutum fram í
and látið segir hann. Í dag
opnar sýning með verkum
hans í Gallerí Fold.
Verk Braga Ásgeirssonar eru þegar
komin upp á veggi Gallerí Foldar
þegar blaðamaður mætir til fundar
við listamanninn. Bragi verður átt-
ræður í dag og af því tilefni er efnt
til sýningar á verkum hans í gall-
eríinu. Þar gefur að líta ný verk en
einnig fáein eldri, málverk, teikn-
ingar, grafík. Bragi vinnur að list
sinni á hverjum degi. „Það er ekk-
ert til sem heitir að setjast í helg-
an stein hjá okkur listamönnum.
Við vinnum að okkar hlutum fram
í andlátið. Picasso var að mála
myndir kvöldið sem hann dó. Hann
gerði þá þrjár myndir á dag, sem er
nokkuð gott. En var ekkert í saman-
burði við þegar hann var upp á sitt
besta,“ segir Bragi og brosir. Bragi
viðurkennir að hann hafi sömu-
leiðis verið afkastameiri á sínum
yngri árum. „Ég er ekki eins gal-
vaskur og þegar ég var tuttugu ára,
maður verður að vera í góðu líkam-
legu formi til að mála,“ segir hann.
Afrakstur undanfarinna ára er þó
nokkuð mikill og kom Braga sjálf-
um á óvart þegar farið var að taka
saman verk á sýninguna. „Ég geng
til vinnu minnar á hverjum degi
en vil ekki ofreyna mig. Ég var
eiginlega hissa að sjá hvað þetta er
mikið,“ segir Bragi sem er ánægð-
ur með sýninguna. „Hún hefur tek-
ist vel, þetta er besta sýningin mín
hér í galleríinu og sú sem er best
sett upp,“ segir Bragi.
Ferill Braga er orðinn langur,
hann nam myndlist á fimmta og
sjötta áratugnum og síðan þá hefur
hann haldið fjölda sýninga hér á
landi og utan landsteinanna. Hann
var listrýnir við Morgunblaðið um
áratugaskeið og kennari við Mynd-
lista- og handíðaskólann sömuleiðis
um áratugaskeið. „Ég fylgist ágæt-
lega með því sem er að gerast hér,
fer nokkuð reglulega á sýningar þó
ekki eins mikið og áður fyrr,“ segir
hann.
Sýning Braga í Gallerí Fold á
Rauðarárstíg opnar í dag og stend-
ur í tvær vikur. sigridur@frettabladid.is
Ekkert til sem heitir að
setjast í helgan stein
MYNDLISTARMAÐUR, KENNARI, LISTRÝNIR
Bragi Ásgeirsson myndlistarmaður, myndlistarkennari, listrýnir og greinahöf-
undur er fæddur 28. maí 1931 í Reykjavík. Bragi stundaði nám í Handíða- og
myndlistarskólanum, Fagurlistaskólanum í Kaupmannahöfn, Fagurlista-
skólanum í Ósló, Listiðnaðarskólanum í sömu borg og Fagurlistaskólanum í
München 1958-60. Hann dvaldi í Róm og Flórens við nám. Bragi hélt fyrstu
einkasýningu sína í Listamannaskálanum við Kirkjustræti vorið 1955. Þar
sýndi hann einnig 1960 og 1966. Frá þeim tíma hefur hann haldið fjölmargar
einkasýningar hérlendis og erlendis og tekið þátt í samsýningum sömuleiðis.
Bragi Ásgeirsson var kennari við Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin
1956-96 með örfáum hléum. Hann var brautryðjandi í grafíkkennslu á
Íslandi. Bragi var listrýnir Morgunblaðsins frá 1966 ásamt því að rita ótal
greinar um sjónlistir í blaðið en skrifaði einnig fjölda greina í erlend tímarit.
Verk Braga eru í eigu allra helstu listasafna landsins og nokkurra erlendra,
einnig fjölmargra stofnana og fyrirtækja, svo og einkaaðila og einkasafna
víða um heim. Hann hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir starfa sinn, fyrir
framlag sitt til íslenskrar menningar hlaut hann fálkaorðuna 17. júní 2001.