Fréttablaðið - 28.05.2011, Blaðsíða 84
28. maí 2011 LAUGARDAGUR56
Ákveðnu tímabili er lokið
í bandarískri sjónvarps-
sögu með brotthvarfi Opruh
Winfrey af skjánum. Saga
eins vinsælasta spjall-
þáttastjórnanda í heimi er
í líkingu við Öskubusku-
ævintýri en hún snýr sér nú
að því að byggja upp eigin
sjónvarpsstöð.
„Þið og þessi þáttur eruð ástin í
mínu lífi,“ sagði tárvot Oprah Win-
frey þegar hún kvaddi sjónvarps-
áhorfendur í hinsta sinn eftir 25
ára dvöl á skjánum. Þar með er
ákveðnu tímabili lokið í banda-
rískri sjónvarpssögu og eru þeir
margir áhorfendurnir sem kveðja
spjallþáttinn og þá ekki síst stjórn-
andann með miklum söknuði.
Til að slá botninn í 25 farsæl ár
var þriggja þátta lokasyrpa þar
sem stjörnurnar kepptust við að
hylla Winfrey. Stjörnur á borð við
Tom Cruise og Katie Holmes, Mad-
onnu, Tom Hanks, Halle Berry,
Beyoncé og Dakota Fanning voru
meðal þeirra komu fram í þáttun-
um.
Fyrsti þáttur af The Oprah Win-
frey Show fór í loftið árið 1986 og
hefur þátturinn á þessum árum
þróast úr því að vera slúður-
spjallþáttur fyrir konur í vand-
aðan umræðuþátt með menning-
arumfjöllunum og viðtölum við
stórstjörnur í bland við stór sam-
félagsleg vandamál í Bandaríkj-
unum.
Oprah fæddist ekki með silfur-
skeið í munninum. Fátæk, einstæð
móðir ól hana og flakkaði Oprah á
milli fósturfjölskyldna og ættingja
og var æska hennar enginn dans
á rósum. Hún hefur verið hrein-
skilin við áhorfendur gegnum tíð-
ina um æsku sína og í þætti sínum
árið 1986 sagði hún frá því að hún
hefði orðið fyrir misnotkun.
Árið 1995 komst Oprah Winfrey
inn á lista Forbes yfir 400 ríkustu
einstaklinga heims og hefur verið
fastagestur á þeim lista síðan. Árið
2010 voru auðæfi Opruh Winfrey
metin á 314 milljarða íslenskra
króna. alfrun@frettabladid.is
Oprah kveður eftir 25 ár
MÖRG TÁRVOT AUGNABLIK Lokastundin var dramatísk hjá tárvotri Opruh Winfrey en þáttur hennar hefur ófáum sinnum grætt
bæði hana og áhorfendur. NORDICPHOTO/AFP
1954 Oprah Winfrey fæddist hinn
29. janúar. Hún hét Orpah Gail Win-
frey en breytti nafni sínu.
1985 Oprah Winfrey hefur ekki farið
leynt með baráttu sína við auka-
kílóin og hér er hún í sjónvarps-
verinu í morgunþættinum á WLS TV
í stellingum fyrir framan ísskáp.
1985 Oprah Winfrey vekur athygli
fyrir leik sinn í mynd Stevens
Spielberg, The Color Purple. Winfrey
var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem
besta leikkona í aukahlutverki.
1986 Hinn 8. september fer
þátturinn The Oprah Winfrey show í
loftið og er sýndur um öll Banda-
ríkin. Leiðin liggur bara upp á við
eftir það.
1993 Tímamótaviðtal Opruh Winfrey
við poppkonunginn Michael Jackson
slær áhorfsmet en um 36,5 milljónir
manna sátu fyrir framan skjáinn.
1999 Besta vinkona Winfrey, Gayle
King, ritstýrir blaðinu O, The Oprah
Magazine. Uppi hafa verið sögu-
sagnir þess efnis að þær tvær séu
par en Winfrey og King hafa alfarið
neitað því.
2000 Winfrey kemst á stall með
konum á borð við Hillary Clinton,
þegar hún er sögð vera ein valda-
mesta kona veraldar og áhrifamesti
blökkumaður tuttugustu aldar, af
bandaríska tímaritinu Life.
2006 Tom Cruise hoppar í sófanum
í þætti Opruh Winfrey til að lýsa yfir
ást sinni á Katie Holmes. Atvikið
vekur mikla athygli.
2007 Stúlknaskóli Opruh Winfrey í
Jóhannesarborg í Suður-Afríku hefur
starfsemi sína.
2006-2008 Oprah Winfrey lýsir
opinberlega yfir stuðningi við
forsetaframbjóðandann Barack
Obama. Stuðningur hennar er talinn
hafa skilað Obama yfir milljón
atkvæða og sumir hafa tekið svo
sterkt til orða að eigna Winfrey
heiðurinn að sigri hans í forseta-
kosningunum.
2011 Hinn 25. maí endar sjónvarps-
tíð The Oprah Winfrey Show og
hin valdamikla spjallþáttadrottning
hefur störf á sinni eigin sjónvarps-
stöð, OWN.
OPRAH Í MÁLI OG MYNDUM
5
10
15
20
25
30
35
40
45
F
J
Ö
L
D
I
Þ
V
O
T
T
A
F
Y
R
IR
H
V
E
R
J
A
R
1
.0
0
0
K
R
*:
AR IEL B IOLOGICAL
50 k r. hve r þvot tu r
NEUTR AL STORVASK
43 k r. hve r þvot tu r
ÞVOÐU OF TAR
MEÐ MILT F YRIR
ALL AN ÞVOT T
• Sérþróað gæðaþvottaefni fyrir
íslenskt vatn
• Án efna sem sitja eftir í tauinu
• Án fosfata
• Nægir að þvo á 40–60°C
* Ve rð f e n g i ð í e i n n i l á g vö r u ve r s l u n á h ö f u ð b o rg a r svæ ð i n u 18 .0 5 . 2011
Hreinn
sparnaður!
Flestir þvottar
fyrir fæstar krónur!
MILT F YR IR ALL AN ÞVOT T
22 k r. hve r þvot tu r