Fréttablaðið - 28.05.2011, Page 88
28. maí 2011 LAUGARDAGUR60
sport@frettabladid.is
ÍSLENSKA LANDSLIÐIÐ í handbolta mætir ógnarsterku liði Svía í tvígang næstu daga. Fyrst
á morgun klukkan 16.00 og svo á mánudagskvöldið klukkan 19.30, en báðir leikirnir fara fram í
Vodafone-höllinni. Svíþjóð varð í öðru sæti á EM í desember en Ísland er nú að búa sig undir leiki
gegn Úkraínu í undankeppni HM í Brasilíu.
HANDBOLTI Úrslitahelgi Meistara-
deildarinnar fer fram í Köln um
helgina. Í undanúrslitum mætast
Ciudad Real og Hamburg annars
vegar og Barcelona og Rhein-
Neckar Löwen hins vegar. Undan-
úrslitin fara fram í dag og úrslita-
leikurinn á morgun.
Guðmundur Guðmundsson stýr-
ir liði Löwen og með því leika Ólaf-
ur Stefánsson, Guðjón Valur Sig-
urðsson og Róbert Gunnarsson.
Ólafur er ekki ókunnugur þess-
um úrslitahelgum enda hefur
hann fjórum sinnum unnið Meist-
aradeildina með Ciudad Real og
Magde burg. Hann getur því náð
þeim einstaka árangri um helgina
að vinna eftirsóttasta bikar í Evr-
ópu í fimmta sinn.
„Það blundar í undirmeðvitund-
inni að geta unnið fimmta titilinn,“
sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær
en Löwen hefur verið í Köln síðan
á fimmtudag að undirbúa sig fyrir
helgina.
„Við erum kannski ekki sigur-
stranglegasta liðið af þessum
fjórum liðum. Við eigum samt
góða möguleika miðað við hvernig
við getum spilað á köflum,“ sagði
Ólafur en Löwen mætti Barcelona
í tvígang í riðlakeppni Meistara-
deildarinnar. Leikinn ytra vann
Löwen en það var fyrsti leikur liðs-
ins undir stjórn Guðmundar. Síðari
leiknum lyktaði með jafntefli.
„Að hafa unnið leikinn úti gefur
okkur svolítið sjálfstraust. Við
erum búnir að æfa í hálfan mánuð
eingöngu með Barcelona í huga.
Það kostaði okkur reyndar tap
gegn Gummersbach í vikunni
en það átti að vera generalprufa
fyrir helgina. Það var betra að það
klúðraðist frekar en stóra sýning-
in,“ sagði Ólafur léttur.
Ólafur hefur oftar en ekki farið
á kostum í stóru leikjunum með
félagsliðum sínum og tryggði
hann Ciudad Real titilinn nánast
upp á sitt einsdæmi fyrir nokkrum
árum. „Ég vona að ég nái að stíga
upp. Það er samt svolítið öðruvísi
með þessu liði því stundum þegar
ég fer að skjóta fara aðrir að draga
sig til baka og gera vitleysur. Ég
þarf því að finna línuna hjá mér
með þessu liði um helgina. Tak-
markið er samt að fara alla leið og
ég mun gera allt sem þarf til þess,“
sagði hinn 37 ára gamli Ólafur,
sem segir skrokkinn vera í góðu
standi eftir langt tímabil.
„Skrokkurinn er fínn. Það er
samt hausinn sem skiptir miklu
máli og ég reyni að hafa hann í
góðu lagi,“ sagði Ólafur og bætti
við að hausinn væri þess utan enn
í Þýskalandi þó svo að hann væri
búinn að semja við AG Köbenhavn
í Danmörku og hefði verið kynntur
fyrir stuðningsmönnum félagsins
um síðustu helgi. - hbg
Ólafur Stefánsson getur unnið Meistaradeildina í handbolta í fimmta skiptið um helgina:
Búnir að hugsa um Barcelona í tvær vikur
SÁ FIMMTI Á LEIÐINNI? Ólafur hefur átt ótrúlega farsælan feril og getur bætt enn
einni rósinni í hnappagat sitt um helgina. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
GOLF Keppnistímabilið hjá afreks-
kylfingum landsins hefst með
formlegum hætti í dag. Leiknar
verða 36 holur eða tveir hringir
á Eimskipsmótaröðinni og fer
fyrsta mótið fram á Garðavelli á
Akranesi og nefnist það Örninn
golfmótið.
Hlynur Geir Hjartarson úr
GK varð stigameistari í fyrra í
karlaflokknum og Valdís Þóra
Jónsdóttir úr Leyni hefur titil að
verja í kvennaflokknum.
Íslandsmeistarinn Birgir
Leifur Hafþórsson er ekki á
meðal keppenda en hann er að
keppa í Belgíu. Góð þátttaka er
á mótinu, um 140 kylfingar, og
stigameistarar síðasta árs eru að
sjálfsögðu á meðal keppenda.
Golfsambandið mun leggja
mikla áherslu á að miðla upplýs-
ingum um gang mála í keppninni
á vefnum og er hægt að fylgjast
með skori keppenda í farsímum á
slóðinni golf.is/skor eða m.golf.is/
skor. - seth
Eimskipsmótaröðin í golfi:
Vertíðin hefst á
Garðavelli í dag
HLYNUR GEIR Stigameistari á móta-
röðinni í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN GARÐARS
FH og KR drógust saman
Dregið var í 16 liða úrslit Valitor-bikar-
keppni karla í gær. FH og KR lentu
saman en þessi tvö lið voru þau einu
sem þurftu að slá Pepsi-deildarlið úr
leik í 32 liða úrslitunum. Valur mætir
ÍBV og Íslandsmeistarar Breiðabliks
fara á Vestfirði þar sem þeir leika við
BÍ/Bolungarvík. Frekari upplýsingar
má finna á íþróttavef Vísis.
VALITOR-BIKARINN
Sunnudagurinn 29. maí.
Mánudagurinn 30. maí.
ÍBV - Víkingur R. kl.16.00
Hásteinsvöllur
Valur - Breiðablik kl.19.15
Vodafonevöllurinn
Fram - KR kl.19.15
Laugardalsvöllur
Fylkir - Keflavík kl.19.15
Fylkisvöllur
FH - Stjarnan kl.19.15
Kaplakrikavöllur
Grindavík - Þór kl.20.00
Grindavíkurvöllur
24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra
www.landsmotumfi50.is
FÓTBOLTI Hápunktur knattspyrnu-
vertíðarinnar verður í kvöld,
þegar Manchester United og
Barcelona eigast við í úrslitaleik
Meistaradeildar Evrópu á Wem-
bley-leikvanginum í Lundúnum.
United er að spila sinn þriðja
úrslitaleik á fjórum árum en liðið
tapaði einmitt fyrir Barcelona
þegar liðin mættust í úrslitaleikn-
um árið 2009.
Sparkspekingar telja margir
hverjir að Börsungar séu líklegir
til að endurtaka leikinn nú. En Sir
Alex Ferguson, stjóri United, þolir
ekki að tapa og vill allra síst lúta
öðru sinni í gras gegn spænska ris-
anum.
United byrjaði vel í úrslitaleikn-
um fyrir tveimur árum en þegar
Samuel Eto‘o skoraði fyrir Barce-
lona á tíundu mínútu tóku
þeir spænsku öll völd í
leiknum. Paul Scholes,
leikmaður United, er
staðráðinn í að láta það
ekki endurtaka sig.
„Þetta var ekki
skemmtilegt kvöld og
sumarið leið mjög
hægt. Í þetta skipt-
ið ætlum við í það
minnsta að leggja
okkur almennilega
fram.“
Ferguson
segir þó að
leikurinn
í dag snú-
ist ekki um
að ná fram
hefndum. „Það
voru okkur vonbrigði
að tapa leiknum en
það er ekki aðalmálið.
Þetta snýst um stolt
okkar,“ sagði hann
á blaðamannafundi í
gær. „Við erum einbeittir
í þetta skiptið og undir-
búningurinn hefur verið
betri. Ég held að við
höfum gert ein eða tvenn
mistök í undirbúningnum
síðast. Ekki núna.“
United tryggði sér
Englandsmeistaratitilinn fyrir
tveimur vikum og fékk því nægan
tíma til undirbúnings. „Það skipti
máli og hjálpaði okkur. En það sem
mestu skiptir er að leikmenn hafi
trú á eigin getu og treysti hver
öðrum – vegna þess að ég treysti
þeim,“ sagði Ferguson.
Ferguson hrósaði kollega sínum,
Pep Guardiola, fyrir þann árangur
sem hann hefur náð með lið Barce-
lona. „Hann hefur náð frábærum
árangri, einkum miðað við hvað
hann er ungur,“ sagði Ferguson.
„Það er hægt að sjá hvernig liðið
hefur þroskast síðan það vann
okkur í Róm fyrir tveimur árum.
Hann hefur breytt því hvernig
liðið spilar og hefur mjög sterka
nærveru.“
Liði Barcelona hefur margsinnis
verið hampað sem einu
besta liði heims, ef ekki
einu því besta frá upp-
hafi. Því er Guardiola
ósammála.
„Við erum ánægð-
ir ef fólk nýtur þess
að horfa á okkur
spila. En við verð-
um að bera virð-
ingu fyrir liðum
eins og Brasilíu,
Liverpool, Man-
chester og jafn-
vel Real Madrid
þegar það var upp
á sitt besta,“ sagði
Guardiola.
„Það er mjög
erfitt að bera
s vo n a l a g a ð
saman. Það er
ómögulegt að leggja
mat á það hvaða
leikmaður sé besti
knattspyrnumað-
ur allra tíma – Pele,
Maradona, Messi eða
Beckenbauer. En allir þessir leik-
menn hafa lagt sitt af mörkum til
að gera knattspyrnuna betri en
hún var áður.“
Þó eru flestir sammála um að fá
lið standi Barcelona snúning þegar
leikmenn liðsins ná að sýna sitt
besta. „Við viljum reyna að halda
boltanum og spila honum hratt á
milli okkar. Við ætlum að sækja
hratt á þá og skapa okkur færi.
Við vitum nefnilega að það gæti
reynst hættulegt að missa boltann
því Manchester getur gert okkur
erfitt fyrir.“
Einn besti leikmaður heims og
lykilmaður í liði Barcelona, Xavi
Hernandez, segir sína menn vel
meðvitaða um styrkleika United.
„Þeir eru ekki einungis með
hæfileikaríka leikmenn,“ sagði
hann. „Þeir eru duglegir í vörn-
inni, þéttir og eiga marga val-
möguleika í sínum sóknarleik. Ef
þeir skora, pakka þeir í vörn og
beita skyndisóknum, þar sem þeir
eiga mörg mismunandi vopn.“
Ferguson sjálfur veit manna
best hversu sterkt lið Barcelona
hefur að geyma. En hann minnir
á að United getur líka spilað vel.
„Við vitum vel hvað andstæð-
ingar okkar geta. Það væri óskyn-
samlegt að mæta illa undirbúnir
til leiks. Við þekkjum bæði styrk-
leika Barcelona sem og veiku hlið-
arnar,“ sagði Ferguson. „En við
einbeitum okkur alltaf að því sem
við getum gert sjálfir og við von-
umst til að geta spilað sóknarbolta.
Við höfum þá leikmenn sem þarf
til þess.“ eirikur@frettabladid.is
Höfum lagað mistökin frá 2009
Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram í kvöld en þá eigast við Manchester United og Barcelona.
Stjórar liðanna eru sparir á stóru orðin og bera greinilega virðingu fyrir styrkleika andstæðingsins.
LEGGUR Á RÁÐIN Sir Alex Ferguson stýrir æfingu með Manchester United fyrir leik-
inn mikilvæga gegn Barcelona. NORDIC PHOTOS/GETTY
TÖFRAMENN Lionel Messi
og Andrés Iniesta, leik-
menn Barcelona, munu
hafa mikið að segja
um hvernig leikurinn
þróast í kvöld.