Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 28.05.2011, Qupperneq 94
28. maí 2011 LAUGARDAGUR66 PERSÓNAN Bjarni Guðjónsson Aldur: 32 ára. Starf: Knattspyrnu- maður og verslunar- stjóri í Ellingsen. Fjölskylda: Kvæntur Önnu Maríu Gísladóttur og á tvö börn. Foreldrar: Guðjón Þórðarson knatt- spyrnuþjálfari og Bjarney Þórunn Jóhannesdóttir, Bowen-tæknir og jógakennari. Búseta: Vesturbær Reykjavíkur. Stjörnumerki: Fiskur. Bjarni Guðjónsson er fyrirliði KR í knatt- spyrnu en KR trónir á toppi Pepsi-deildar- innar þessa stundina. „Við erum allir á lífi og allir með tíu fingur og tíu tær,“ segir Hauk- ur Heiðar Hauksson, söngvari Diktu. 250 kílógramma sprengja úr síðari heimsstyrjöldinni fannst rétt hjá tónleikastað hljómsveit- arinnar í Berlín á fimmtudags- kvöld. Fyrir vikið voru allar nær- liggjandi götur rýmdar á meðan sprengjan var aftengd og Dikta varð að flytja tónleikana yfir á annan stað. „Við komum til Berlínar í gær [á fimmtudag] og stigum út úr bílnum eftir 500 km akstur. Það fyrsta sem við heyrðum var SMS í símanum um að það væri búið að loka öllu hverfinu,“ segir Hauk- ur Heiðar. „Við bjuggumst við því að þetta væri Al Kaída eða eitt- hvað slíkt en þetta reyndist vera sprengja úr seinni heimsstyrjöld- inni sem var búin að vera þarna í 65 ár. Og þeir þurftu endilega að finna hana í gær [fimmtudag]. Sprengjan fannst um tíu metra frá tónleikastaðnum Magnet í ánni Spree þar sem framkvæmdir stóðu yfir á brú. Það gerist nokk- uð reglulega að sprengjur finn- ast í Þýskalandi og talið er að í Berlín einni séu um þrjú þúsund sprengjur grafnar undir borginni. „Fyrst héldum við að við þyrft- um að aflýsa tónleikunum en með ótrúlegum klækjabrögðum tókst tónleikabókaranum okkar að færa tónleikana á annan stað í sama hverfi,“ segir Haukur Heiðar. Þeir félagar lentu í annarri upp- ákomu sama dag þegar þeir áttu að fara í útvarpsviðtal í miðborg Berlínar. Þar var einnig búið að loka öllum götum vegna mótmæla en fyrst óttuðust Diktu-liðar að önnur sprengja hefði fundist þar. „Við þurftum að hlaupa út úr leigu- bílnum og hlaupa einhverjar götur fram og til baka til að leita uppi þessa útvarpsstöð. Þetta var gríð- arlega skrítinn dagur í Berlín.“ Tónleikarnir í höfuðborginni voru þeir síðustu á tveggja vikna ferðalagi Diktu um Þýskaland sem var farið til að kynna plöt- una Get It Together. Hún kom út á vegum fyrirtækjanna Smar- ten-Up og Rough Trade í Evrópu 11. mars. Núna er sveitin stödd í Árósum í Danmörku þar sem hún spilar á Spot-hátíðinni. „Við erum komnir í aðeins öruggara umhverfi,“ segir Haukur, feginn að vera laus við öll vandræðin í Berlín. freyr@frettabladid.is HAUKUR HEIÐAR HAUKSSON: VIÐ ERUM ALLIR Á LÍFI Sprengja fannst rétt hjá tónleikastað Diktu í Berlín DIKTA Í ÞÝSKALANDI Meðlimir Diktu sluppu heilir á húfi eftir að risastór sprengja var aftengd skammt frá tónleikastað þeirra. „Það gæti alveg eins staðið autt í mörg ár, þetta hús,“ segir Ásgeir Bolli Kristinsson, eigandi húsnæðisins að Laugavegi 89 til 91 þar sem verslunin Sautján var áður til húsa. Hann hefur leitað að leigjendum að hús- næðinu að undanförnu en hefur fengið heldur dræmar undirtektir. „Ég hef fengið nokkrar fyrirspurnir en ekkert merki- legar,“ segir Ásgeir Bolli og viðurkennir að það sé leiðinlegt að þetta góða húsnæði á Laugaveginum skuli standa autt. „Þetta er mjög stórt verslunarhúsnæði, 3.200 fer- metrar og allt ný uppgert að utan og innan. Ef einhver hefði áhuga er allt tilbúið en það er voða lítill áhugi.“ Vangaveltur voru uppi um að sænska fatakeðjan H&M ætlaði að opna útibú í hús- næðinu en Bolli telur að ekkert verði af því. „Ég held þeir hafi bara hætt við þetta. En ef H&M kæmi myndi það breyta öllu í gamla miðbænum. Þau myndu ábyggilega laða að sér kannski þrjár milljónir manna á ári. Kringlan er að laða að sér fimm til sex milljónir á ári.“ Hann telur ólíklegt að leiguverð hús- næðisins hafi dregið úr áhuga mögulegra leigjenda. „Verðið er undir 2.000 krónum á fermetrann ef það er leigt allt. Bara sam- eiginlegi kostnaðurinn í Kringlunni er 1.500 krónur og er líklega í heildina svona 9.000 krónur,“ segir hann um verslunar- rekstur þar. „Ég held að það þurfi dálítið stóra og öfluga verslun í þetta hús. Þeir sem eru með þessar stóru verslanir í dag sitja bara og bíða.“ - fb Húsnæðið gæti staðið autt lengi AUTT HÚS Húsnæðið þar sem Sautján var áður til húsa gæti staðið autt lengi enn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta er epískt stórvirki með kjöt á beinunum um lífið í Polla- firði,“ segir Pollapönkarinn Har- aldur Freyr Gíslason. Hljómsveitin Pollapönk er búin að semja leikrit sem verður lík- lega sett á fjalirnar á næsta ári. „Við erum búnir að vera í við- ræðum við nokkra aðila en það er stefnan að gera þetta. Það á eftir að koma í ljós hvernig útfærslan verður. Við sjáum um músíkina en hvort við leikum sjálfir vitum við ekki alveg,“ segir Haraldur Freyr. Spurður hvort það hafi lengi staðið til að semja leikrit segir hann: „Það blundaði allt- af þarna á bak við að það væri gaman að gera leikrit. Það eru til margar góðar sögur í kringum textana.“ Hljómsveitin Pollapönk hefur notið mikilla vinsælda undanfar- in ár. Síðasta plata hennar, Meira Pollapönk, hefur selst í um tvö þúsund eintökum og hefur sveit- in verið iðin við að spila á hinum ýmsu samkomum. Þriðja platan er á leiðinni fyrir jólin og hafa grunnarnir þegar verið tekn- ir upp. Þar verða lög á borð við Heima með veikt barn, Hananú og Þreytta vélmennið, auk lagsins Ættarmót sem fer í spilun í sumar. Næst á dagskrá hjá Pollapönki er þó spilamennska í Reykja- nesbæ og í Hafnarfirði á þjóð- hátíðardaginn 17. júní. - fb Leikrit frá Pollapönki á leiðinni BÚNIR AÐ SEMJA LEIKRIT Haraldur Freyr og Heiðar Örn hafa samið Pollapönks- leikrit. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 24.–26. júní Hvammstanga Húnaþingi vestra www.landsmotumfi50.is Sun 29.5. Kl. 20:00 Allir synir mínir (Stóra sviðið) Bjart með köflum (Stóra sviðið) Fös 3.6. Kl. 20:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Fim 9.6. Kl. 20:00 Fös 10.6. Kl. 20:00 Ö Ö Brák (Kúlan) Fös 3.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Fös 3.6. Kl. 19:00 Lau 4.6. Kl. 20:00 Verði þér að góðu (Kassinn) Ö Haze – Beijing Dance Theatre (Stóra sviðið) Fim 2.6. Kl. 20:00 Góði dátinn Svejk (Stóra sviðið) Ö Sun 5.6. Kl. 20:00 Aukasýn. Lau 11.6. Kl. 20:00 Miðasölusími: 551 1200 eða á leikhusid.is Síðustu sýningar! Fös 3.júní kl.19 Lau 4.júní kl.20 Sprenghlægileg og smart sýning! EB, Fbl. KHH, Ft. BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.