Fréttablaðið - 02.06.2011, Page 2

Fréttablaðið - 02.06.2011, Page 2
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR2 Það má vel vera að breyta þurfi innbyrðis vægi óháð því hvort aukin framlög koma til sögunnar. ÖGMUNDUR JÓNASSON INNANRÍKISRÁÐHERRA Andri, áttu ekki bara eftir að lenda í tómu klandri á þessu flandri? „Ja, ég heiti allavegana ekki Tandri.“ Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson sér um sjónvarpsþættina „Andri á flandri“ í Sjónvarpinu í sumar. BANDARÍKIN Í drögum að nýrri öryggisstefnu Bandaríkjanna vegna netárása kemur fram að í ákveðnum tilvikum verði hægt að líta á slíka árás á mikil- væga innviði landsins sem beina árás gegn Bandaríkjunum, sem hægt verði að svara með árás Bandaríkjahers. Bandaríkin munu einnig geta brugðist við netárás með gagn- sókn í netheimum, eða með því að beita ríki sem talið er bera ábyrgð á slíkri árás efnahags- þvingunum, að því er fram kemur í frétt BBC. Ný öryggis- stefna vegna netárása verður tilbúin innan nokkurra vikna. - bj Ný öryggisstefna í vinnslu: Netárás mætt með hernaði ÁRÁS Öflug netárás gæti slegið út rafmagni, fjarskiptum og öðrum inn- viðum samfélagsins. NORDICPHOTOS/AFP SAMFÉLAGSMÁL Úrskurði dómari fórnarlambi ofbeldis bætur undir 400 þúsundum króna fær fórnar- lambið engar bætur greiddar úr ríkissjóði vegna líkamstjóns og annars tjóns. Þetta var ákveð- ið 1. júlí 2009 vegna brota fram- inna eftir þann tíma, að því er Halldór Þormar Halldórsson, lög- fræðingur hjá Sýslumanninum á Siglufirði, greinir frá. Lögfræði- kostnaðurinn fellur jafnframt á fórnarlambið en annars greiðir ríkið yfirleitt þann kostnað. „Reglunum var breytt í kjölfar bankahrunsins, en fyrir hrun var viðmiðið 100 þúsund krónur. Breyt- ingin er í lögum um ráðstafanir í ríkisfjármálum í kjölfar banka- hrunsins. Það er mín tilfinning að þessi ákvörðun hafi leitt til þess að bætur ákveðnar af dómi hafi farið hækkandi,“ segir Halldór. Hámarks- bætur sem rík- issjóður greiðir fyrir líkamstjón eru 2,5 millj- ónir króna en fyrir miska 600 þúsund krón- ur. Ef um kyn- ferðisbrot er að ræða greiðir ríkið eingöngu miskabætur. Þessar hámarksbæt- ur hafa verið óbreyttar frá árinu 1996. „Það þarf að taka öll þessi mál til athugunar og það verður gert,“ segir Ögmundur Jónasson innan- ríkisráðherra. Hann segir óbreytta upphæð bóta til fórnarlamba ofbeldis í fimmtán ár að hluta skýrast af þrengingum síðustu ára og miss- era. „Hins vegar er full ástæða til þess að skoða samsetningu á ráð- stöfun þessara bóta, annars vegar skaðabóta og hins vegar miska- bóta. Ég mun beita mér fyrir því að slík athugun fari fram.“ Ögmundur segir fjármuni til ráðstöfunar takmarkaða. „Allt sem við gerum er á kostnað ein- hvers núna. Það má vel vera að breyta þurfi innbyrðis vægi óháð því hvort aukin framlög koma til sögunnar.“ - ibs SPURNING DAGSINS NÁTTÚRA Náttúrustofa Suðurlands hefur lagt til algjört bann við lundaveiðum í Vestmannaeyjum þar til stofninn tekur við sér. Þá er einnig lagt til að ekki verði leyft að tína svartfuglsegg í eyjunum. Þetta kom fram í bréfi stofunnar til umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja. Þrátt fyrir að í Vestmannaeyjum sé stærsta lundavarp heims hefur mikill viðkomubrestur verið við- varandi hjá lundastofninum í Eyjum frá árinu 2005 og á síð- asta ári var viðkoman engin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Náttúrustofu Suðurlands. Rúmlega áttatíu prósent eggja voru afrækt, sem er hæsta hlut- fallið hingað til. Þá hefur lang- víu í Vestmannaeyjum fækkað um fjörutíu prósent á síðustu árum og því er lagt til að eggjataka verið einnig bönnuð, sem og að ryðja stropuðum eggjum fram af syllum. Náttúrustofan óskar einnig eftir umfjöllun umhverfis- og skipulags- ráðs um dýrahald sem geti skaðað fuglabyggðir í Heimaey, þá sér í lagi varðandi útigangsketti, sem séu alþjóðlega vel þekkt vandamál fyrir sjófuglabyggðir. „Náttúrustofa Suðurlands leggur til að lundaveiði í Vestmannaeyj- um verði óheimil þangað til að við- koma tekur við sér, til dæmis um eða yfir 0,4 ungar/egg í að minnsta kosti þrjú ár í röð,“ segir í bréfinu. Gunnlaugur Grettisson, formað- ur umhverfisráðs Vestmannaeyja, segir alla vera samstíga í málinu og ástandið sé vissulega slæmt. „Við vitum að ástandið er alvar- legt. En þó hafa veiðarnar sem slíkar jafnframt afar takmörkuð áhrif á stofninn,“ segir hann. Gunnlaugur segir það vel koma til greina að leggja algjört bann við lundaveiði í ár eða hafa einungis opið yfir eina helgi. Í fyrra voru veiddir 123 lundar í Vestmanna- eyjum og veiðitímabilið stóð yfir í fimm daga. Yfirvöld á svæðinu beindu þeim tilmælum til fólks að veiða vinsamlegast ekki lunda og segir Gunnlaugur það hafa verið til fyrirmyndar hvernig það gekk eftir. „Það er ekki mikið verið að veiða lunda og við viljum helst ekki loka alveg fyrir það,“ segir hann. „Það er vissulega ákveðin menning tengd þeim hér á svæðinu og það hefur borið árangur að beina til- mælum til manna um að fara ekki til veiða.“ sunna@frettabladid.is Verið að skoða bann við veiðum á lunda Náttúrustofa Suðurlands vill láta leggja algjört bann á lundaveiðar og eggja- tínslu í Vestmannaeyjum þar til fuglastofnar hafa tekið við sér. Formaður um- hverfisráðs tekur undir áhyggjurnar og segir algjört veiðibann koma til greina. Á VEIÐUM Formaður umhverfisráðs Vestmannaeyja segir það vel koma til greina að banna alfarið veiðar á lunda í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON Innanríkisráðherra ætlar að beita sér fyrir athugun á stöðu fórnarlamba ofbeldis: Samsetning bóta verður skoðuð Samkvæmt tölum frá Umhverfisstofnun voru veiddir rúmlega 43 þúsund lundar á landinu á síðasta ári, en þó einungis 123 í Eyjum. Til samanburðar voru veiddir yfir 125 þúsund lundar árið 2002 og yfir 230 þúsund árið 1996. Stóran hluta fimm árganga vantar í lundastofninn í Eyjum og allan árgang ársins 2010. Náttúrustofa Suðurlands telur viðbúið að varpstofninn minnki mjög hratt næstu sex ár nema stórfelldur innflutningur eigi sér stað. Mun minni veiði ÖGMUNDUR JÓNASSON STJÓRNMÁL Ásmundur Einar Daða- son þingmaður gekk í gær til liðs við Framsóknarflokkinn. Hann sat þingflokks- fund hjá flokkn- um í gær. Ásmundur Einar sagði sig úr þingflokki Vinstri grænna 13. apríl síðast- liðinn og hefur síðan verið óháður þing- maður þar til nú. Í tilkynningu frá Ásmundi segir að flokkurinn hafi tekið mjög jákvæðum breyt- ingum á undanförnum tveimur árum. Undir formennsku Sig- mundar Davíðs Gunnlaugsson- ar hafi átt sér stað mikil endur- nýjun og flokkurinn haldið uppi skynsamlegum málflutningi á mörgum sviðum. - mþl Hreifst af stefnu flokksins: Ásmundur Ein- ar í Framsókn ÁSMUNDUR EINAR DAÐASON JAPAN, AP Kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að jap- önsk stjórnvöld og japanskir eftir- litsaðilar hafi vanmetið þá hættu sem steðjað hafi að kjarnorku- verum landsins vegna stórflóða í kjölfar jarðskjálfta. Þetta eru helstu niðurstöður skýrslu stofnunarinnar, sem lét kanna hvað fór úrskeiðis þegar alvarlegar skemmdur urðu á kjarn- orkuverinu í Fukushima í kjölfar náttúruhamfaranna um miðjan mars. Stofnunin segir að flóðahættan sé enn vanmetin í viðbragðsáætlunum sjö annarra kjarnorkuvera í Japan. „Þeir sem hanna og starfrækja kjarnorkuver ættu að leggja rétt mat á hættum vegna allra tegunda náttúruhamfara og setja upp varnir gegn þeim,“ segir í skýrslunni. Að öðru leyti hrósar stofnunin Japönum fyrir rétt og vönduð við- brögð í kjölfar hamfaranna. Þá segir í skýrslunni að framkvæmd brottflutnings fólks frá hættusvæð- um hafi verið til fyrirmyndar. Skýrslan verður birt í heild sinni á ráðstefnu Alþjóða kjarnorkumála- stofnunarinnar í Vínarborg seint í júní. - gb Alþjóða kjarnorkumálastofnunin kynnir niðurstöður sínar í Japan: Flóðahættan var vanmetin NAOTO KAN Forsætisráðherra Japans sætti gagnrýni á þingi í gær. NORDICPHOTOS/AFP HOLLAND, AP Ratko Mladic, sem grunaður er um verstu stríðs- glæpi seinni tíma í Evrópu, kemur fyrir almennings sjónir í dag í fyrsta sinn frá því að hann var handtekinn í Serbíu í síðustu viku. Þá hafði hann verið í felum í áratug. Starfsmaður alþjóðlega stríðs- glæpadómstólsins í Haag, sem fer með málefni fyrrverandi Júgó- slavíuríkja, segir að Mladic hafi frá fyrstu stund verið afar sam- vinnuþýður eftir að hann var framseldur frá Serbíu. - gb Mladic fyrir dómara í dag: Sagður mjög samvinnuþýður LÍKNARMÁL Í dag verður fatagám- um komið fyrir við sundlaug- ar á höfuðborgarsvæðinu svo fólk geti notað sundferðirnar til að styrkja Hjálparsjóð Rauða krossins. Fólki er bent á að nota tæki- færið í vorhreingerningunni og koma með gömlu fötin, skóna, handklæði, rúmföt, gluggatjöld og jafnvel stöku sokkana því mikil verðmæti eru fólgin í allri vefnaðarvöru. Fatnaðinum er úthlutað til ber- skjaldaðra um land allt og til aðila erlendis, en hann er einnig til sölu í Rauðakrossbúðunum. Það sem ekki nýtist er selt til endurvinnslu. - gb Fatasöfnun Rauða krossins: Tekið við fötum við sundlaugar REYKJAVÍK Hluti Laugavegar, frá Vatnsstíg að Skólavörðustíg, verður gerður að göngugötu frá 1. júlí til 1. ágúst. Þetta var sam- þykkt í umhverfis- og samgöngu- ráði á þriðjudag. Tillagan var samþykkt sam- hljóða en hún verður endurmetin eftir tvær vikur. Markmiðið er að skapa spennandi götu að því er segir á heimasíðu Reykjavíkur- borgar. Gerðar verða mælingar á því hvernig til tekst, fyrir, eftir og á meðan takmörkun umferðar stendur. - kóp Hluti Laugavegar göngugata: Bílar í burtu af Laugaveginum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.