Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 10

Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 10
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR10 ÞÝSKALAND, AP Stjórnvöld í Þýska- landi skýrðu frá því í gær að 84 ára kona hefði látið lífið af völd- um kólígerilsins sem þá hefur dregið sautján manns til dauða í Þýskalandi og Svíþjóð síðustu daga. Heilbrigðisyfirvöld í Þýska- landi telja að yfir 1.500 manns hafi smitast þar í landi af gerl- inum, en nærri 500 þeirra hafa fengið bráða nýrnabilun af völd- um hennar. Faraldursins hefur orðið vart í að minnsta kosti níu öðrum Evrópulöndum, en nánast allir hinir smituðu búa í Þýska- landi eða voru nýlega á ferðalagi þar. Fyrst var talið að gerillinn hefði borist með gúrkum frá Spáni en rannsóknir sýna að ekkert var hæft í þeirri tilgátu. Nú virðist sem gerillinn sé áður óþekkt afbrigði af EHEC-kólí- gerli, sem annars er algengur í meltingarfærum kúa, manna og annarra spendýra. Rannsóknir benda til þess að þetta nýja afbrigði sé hættulegra en menn höfðu gert sér grein fyrir. „Það getur vel verið að mun fleiri hafi smitast en séu án ein- kenna, þannig að við vitum ekki af þeim,“ sagði Paul Hunter, pró- fessor við Háskólann í Austur- Anglíu í Bretlandi. „Það gæti líka verið að einhver erfðafræðileg frávik geri þetta tiltekna afbrigði kólígerilsins mun skæðari en önnur.“ Til eru hundruð ólíkra afbrigða kólígerilsins og sum þeirra er að finna í öllum mönnum. Einung- is mjög lítill hluti þeirra er samt hættulegur heilsu fólks. Ilse Aigner, landbúnaðarráð- herra Þýskalands, segir að vís- indamenn leggi nú dag við nótt í leit sinni að uppruna gerilsins, sem enn er talinn hafa borist til norðanverðs Þýskalands með inn- fluttu grænmeti. „Hundruð tilrauna hafa verið gerðar og þær stofnanir sem málið heyrir undir hafa kom- ist að því að flestir sem veiktust höfðu snætt agúrkur, tómata og kálblöð og flestir í norðanverðu Þýskalandi,“ sagði Aigner. „Nú þarf að rekja flutningsleið þess- ara agúrkna, tómata og kálblaða hingað.“ Sumir sérfræðingar telja þó að héðan í frá verði ómögulegt að rekja hvaðan grænmetið barst og hvar smitið barst í það, því mikið af því sé orðið of gamalt til að vera lengur á markaði. gudsteinn@frettabladid.is Afbrigðið er óvenjuskætt Fleiri en fimmtán hundruð manns í norðanverðri Evrópu hafa sýkst af kólígerlinum, svo vitað sé. Lík- lega hafa þó enn fleiri smitast en eru án einkenna. Á SJÚKRAHÚSI Í ÞÝSKALANDI Hjúkrunarkona sinnir einum þeirra sem sýkst hafa. NORDICPHOTOS/AFP GÚRKURANNSÓKNIR Enn hafa vísinda- menn ekki fundið uppruna gerilsins. NORDICPHOTOS/AFP TVÆR DÚFUR Í PÉTURSBORG Þær sátu sáttar á höfði styttu einnar í Sankti Pétursborg í gær, þegar hitinn nálgaðist þrjátíu stig. NORDICPHOTOS/AFP DÓMSMÁL Hæstiréttur þyngdi í gær dóm yfir Andra Vilhelm Guð- mundssyni um hálft ár. Hann var því dæmdur í alls fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa um síðustu áramót sparkað í mann með þeim afleiðingum að sá féll í gangstétt. Síðan sparkaði Andri í höfuð manns- ins en við atlöguna hlaut fórnar- lambið lífshættulegan höfuðáverka. Við ákvörðun refsingarinnar var litið til þess að árásin var lífshættu- leg og hafði í för með sér alvarleg- ar afleiðingar fyrir fórnarlamb- ið. Kemur meðal annars fram í úrskurðinum að brotaþoli hafi verið til meðferðar á endurhæfingardeild Landspítalans frá 17. janúar vegna höfuðáverkans. Þá hafi taugasálfræðilegt mat sýnt talsverða og fjölþætta áunna taugasálfræðilega veikleika, meðal annars minnisskerðingu og skert vinnsluminni, minni einbeitingu, úthald og skipulag. Einnig á hann erfitt með orðminni og er þvoglu- mæltur. Loks finnur hann fyrir verkjum í útlimum og ber merki kvíða og þunglyndis. - mþl Horfði til alvarlegra afleiðinga árásarinnar: Hæstiréttur þyngdi dóm í líkamsárásarmáli HÆSTIRÉTTUR Líkamsárásin átti sér stað um síðustu áramót fyrir utan skemmti- stað í miðbæ Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA VIÐSKIPTI Orri Haukson var kjör- inn stjórnarformaður Nýsköp- unarsjóðs atvinnulífsins á árs- fundi sjóðsins á þriðjudag og tekur við embætti af Arnari Sigur- mundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varafor- maður. Í tilkynningu frá sjóðnum kemur fram að hann var rekinn með 16 milljóna króna halla á síðasta ári. Í árslok 2010 námu heildar- eignir sjóðsins rúmlega 4,8 millj- örðum króna. Fjárfesting sjóðs- ins á árinu var um 700 milljónir króna. - þj Nýsköpunarsjóður Íslands: Orri Haukssson nýr formaður ORRI HAUKSSON EFNAHAGSMÁL „Það sem ég les hik- laust út úr skýrslunni er að málin eru að þróast í rétta átt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra um nýútkomna skýrslu Seðlabankans, Fjármálastöðug- leiki 2011. „Mér finnst skýrslan eins og hún á að vera. Þarna er verið að gefa eins raunsanna lýsingu á ástandinu og mögulegt er. Hún á heldur ekki að gefa okkur fegraða mynd. Við fengum nóg af því fyrir hrunið,“ segir Steingrímur. Þótt enn sé til staðar óvissa á ýmsum stöðum í fjármálakerfinu og úrlausnarefni í vinnslu tíundi skýrslan líka hluti sem hafi áunn- ist, svo sem aðgerðir sem dregið hafi úr hættu á gjaldeyrisójöfnuði hjá bönkunum. „Ég les hiklaust út úr skýrsl- unni að málin eru meira og minna öll að þróast í rétta átt, til aukins stöðugleika og minnkandi óvissu.“ Steingrímur segir eiginfjárhlut- föll stóru bankanna mjög sterk og stöðu þeirra betri en þegar til þeirra var stofnað. „Úr málum er að vinnast þótt enn sé heilmikið eftir varðandi skuldaúrvinnslu og lán séu ekki enn öll að skila.“ Steingrímur áréttar að verkefni fjármálastöðugleika séu gríðar- lega mikilvæg og ætlunin sé að taka þau föstum tökum og sinna betur en gert var á árum áður. „Greining eins og í fjármálastöð- ugleikaskýrslunni er liður í því. Á grunni hennar geta menn svo skoð- að hvort grípa þurfi til ráðstafana á einhverjum sviðum og hvort það snúi að stjórnvöldum, eða hvort það sé eitthvað sem fjármálakerf- ið sjálft þarf að taka betur á.“ - óká Fengum nóg af skýrslum með fegruðum myndum fyrir hrun segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra: Meira og minna þróast málin öll í rétta átt STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Á Alþingi í gær kynnti fjármálaráðherra skýrslu um endurreisn bankakerfisins, en deginum áður kynnti Seðlabankinn fjármálastöð- ugleikaskýrslu sína. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.