Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 16
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR16 16 hagur heimilanna Ef fæturnir eru farnir að lykta illa þá eru til ýmis ráð til að losna við lyktina. Eitt af þeim er að baða þær í sterkri blöndu af svörtu tei sem inniheldur tannínsýru (tannic acid) eins og til dæmis Earl Grey te. Settu þrjá tepoka út í hálfa fötu af vatni og baðaðu fæturna í blöndunni í 15-30 mínútur. Endur- taktu þetta á hverjum degi í eina viku og lyktin ætti að minnka þar sem tannínsýran drepur bakteríurnar sem valda lyktinni, hjálpa til við að halda fótunum þurrum og minnka svitamyndun. KRÓNUR er meðalverð á kílói af lambakótelettum um þessar mundir. Kílóverðið hefur hækkað um 200 krónur frá sama tíma árið 2009.1.902 Nýtt! Hvað ætlar þú að hafa í matinn? Verslunum hér á landi verður héðan í frá heimilt að upplýsa um söluverð ýmissa forpakk- aðra vörutegunda með verðsk- anna í verslun, þar sem neyt- endur geti séð endanlegt ein- ingaverð, í stað þess að merkja hverja pakkn- ingu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýjum reglum Neytendastofu um verðmerk- ingar sem tóku gildi í gær. Í greinargerð með reglunum segir að lengi hafi staðið til að breyta reglum um verðmerk- ingar. Þar sem framleiðend- um á ýmsum kjötvörum og annars konar ferskvöru sé nú bannað að for- verðmerkja vörur áður en þær komi í verslanir, eins og lengi hafi tíðkast, sé nú slegið til „og þannig komið til móts við ríka hagsmuni framleiðenda, verslunareigenda og neytenda“. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neytendastofu, segir að þessar nýju reglur taki mið af nýjum við- skiptaháttum. „Markmiðið er að tryggja góðar verðupplýsingar til neytenda og um leið að efla virka samkeppni á markaðnum með því að koma í veg fyrir að birgj- ar séu að forverðmerkja vörurnar fyrir seljendur og ákvarða þann- ig verðið áður en varan kemur í verslunina. Það er hlutverk versl- unarinnar að taka ákvörðun um söluverð á eigin forsendum.“ Þó að meginreglan sé sú að vörur skuli merktar endanlegu verði á þetta við um forpökkuð matvæli. Andrés Magnússon, fram- kvæmda stjóri Samtaka verslun- ar og þjónustu, segir í samtali við Fréttablaðið að tilkoma skann- anna sé til góða. Henni fylgi þó talsverður kostnaður, enda tækja- búnaðurinn dýr. „Þessi þróun hefur verið að ryðja sér til rúms víða erlend- is. Það er þægindaauki að þessu og framfaraspor að Neytenda- stofa fékkst til að heimila þessa aðferð.“ Gunnar Ingi Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Hagkaups, segir skanna verða setta upp í öllum búðum Haga á næstunni. Tryggvi segir að lokum að lyk- ilatriði í þessum málum sé neyt- endavitund almennings. „Okkur finnst afar mikilvægt að almenningur horfi til kílóverðs en ekki afsláttar eins og hefur verið. Það er nauðsynlegt til að fólk átti sig á raunverði vöru og til að tryggja samkeppni.“ thorgils@frettabladid.is Efla samkeppni með betri upplýsingum Neytendastofa telur nýjar reglur um verðmerkingar munu koma bæði verslunum og neytendum til góða. Leyfir verðskanna til að sýna endanlegt verð forpakk- aðrar vöru. Vonast eftir öflugri neytendavitund til að tryggja virka samkeppni. TRYGGVI AXELSSON ANDRÉS MAGNÚSSON VERÐSKANNI Verslanir mega nú koma upp verðskönnum til að neytendur geti séð verð hverrar pakkningar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Meðal annarra atriða í nýju reglunum um verðmerkingar má nefna að nú mega búðir selja og verðmerkja sumar vöruteg- undir, til dæmis ákveðna ávexti og grænmeti, eftir stykkjatali. Þá er þess einnig getið að versl- anir skuli verðmerkja vörur sem eru til sýnis á vefsíðum, hvort sem um er að ræða vefverslun eða kynningarsíður. Loks er veitingahúsum gert að hafa ávallt matseðil með verðskrá við inngöngudyr og í verðupplýs- ingum um drykkjarföng skal alltaf tilgreina magnstærðir. Selja í stykkjatali GÓÐ HÚSRÁÐ Táfýla Losaðu þig við táfýluna Í maí hafa Samtök ferða- þjónustunnar (SAF), í sam- starfi við Ferðaþjónustu bænda, Gerum betur og símenntunarmiðstöðvar, staðið fyrir svonefndum þjónustunámskeiðum um land allt. „Námskeið hafa þegar verið haldin á Akur- eyri, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, í Reykjanesbæ, Stykkishólmi og Reykja- vík,“ segir á vef SAF. Í gær fór svo fram námskeið í Borgarnesi og síðan verða tvö námskeið á Suðurlandi, á Hótel Laka 6. júní og á Hótel Geysi 8. júní. „Nám- skeiðin hafa mælst mjög vel fyrir og eru mikilvæg- ur liður í að auka meðvit- und um mikilvægi góðrar þjónustu og hvernig hægt er að skapa samkeppnisfor- skot með því að fara fram úr væntingum viðskipta- vina,“ segir einnig á vef samtakanna. - óká SAF standa fyrir sérstökum þjónustunámskeiðum FRÁ NÁMSKEIÐI SAF Þátttakendur fylgjast með af áhuga á þjónustunámskeiði SAF í Húsi verslunarinnar í Reykjavík síðastliðinn þriðjudag. MYND/SAF512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Vinsælasti fréttaskýringaþáttur í heimi. Sunnudaga og sunnudagskvöld á Stöð 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.