Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 36

Fréttablaðið - 02.06.2011, Side 36
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR28 Rut Ingólfsdóttir fiðluleikari og Richard Simm píanóleikari halda tónleika í Hlöðunni að Kvoslæk í Fljótshlíð á sunnudag. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Pál Ísólfs- son, Mozart, Svendsen, Vieuxtemps og Brahms. „Ég vildi hafa sumarlega stemningu á efnis- skránni og valdi verk með hliðsjón af því,“ segir Rut. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem haldnir eru í Hlöðunni að Kvoslæk, um tíu kílómetra frá Fljóts- hlíð. Rut segir langþráðan draum rætast með tónleikunum á sunnudag. „Við hjónin eigum hús í Fljótshlíðinni. Mig hefur lengi langað að halda tónleika í Hlöðunni og greip tækifærið núna.“ Tónleikarnir eru hluti af verkefninu Landsbyggð- artónleikar, sem Félag íslenskra tónlistarmanna skipuleggur með styrk frá menntamálaráðuneytinu. Tónleikarnir á sunnudag hefjast klukkan 15. Hægt er að panta miða í síma 896-2261 eða á rutingolfs@simnet.is. - bs 28 menning@frettabladid.is Sumartónleikar í Hlöðunni RUT OG RICHARD Rut Ingólfsdóttir og Richard Simm leika lög eftir Pál Ísólfsson, Mozart, Brahms og fleiri á tónleikunum á sunnudag. Fimmtudagur 02. júní 2011 ➜ Tónleikar 20.00 Hljómsveitin Varsjárbanda- lagið spilar á tónleikum í Bæjarbíói kl. 20 í kvöld. Tónleikarnir eru liður í dag- skrá Bjartra daga í Hafnarfirði. Aðgangur ókeypis. 22.00 Celestine heldur styrktar- tónleika á Faktorý í kvöld. Aðrar rokk- sveitir munu einnig koma fram. Húsið opnar kl. 21 og tónleikarnir hefjast kl. 22. Aðgangseyrir er 1000 krónur. ➜ Hönnun og tíska 16.00 Hjálpræðisherinn verður með tískusýningu á Austurvelli í dag kl. 16 til styrktar góðu málefni. Þar koma fram þjóðþekktir einstaklingur á borð við Jón Gnarr og Steinda Jr. ➜ Tónlist 21.00 Þrettán laga söngleikjatónlist um samskipti kynjanna verður flutt á skemmtistaðnum Sódóma í kvöld. Tón- leikarnir hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 1000 krónur. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? KLUKKAN 21.00 Pascal Pinon og Eldberg koma fram á fjórðu tónleikum í „Rafmagnslaust á Norður- pólnum” í kvöld. Húsið opnar kl. 20.30. Tónleikar hefjast kl. 21. Aðgangseyrir er 1.500 krónur við hurð. 1 3 5 7 9 2 4 6 8 10 Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Bankastræti núll Einar Már Guðmundsson Handbók um íslensku Jóhannes B. Sigtryggsson ritst. Sumardauðinn - kilja Mons Kallentoft 10 árum yngir á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir METSÖLULISTI EYMUNDSSON SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í EYMUNDSSON UM LAND ALLT 25.05.11 - 31.05.11 Léttara og betra líf Lena Hansson Ég man þig - kilja Yrsa Sigurðardóttir Engan þarf að öfunda Barbara Demick 25 gönguleiðir á Hvalfjarðarsv. Reynir Ingibjartsson Hreinsun Sofi Oksanen UPPSELD - Í ENDURPRENTUN Sænski metsöluhöfundurinn Kajsa Ingemarsson verður gestur á höfundakvöldi Nor- ræna hússins í kvöld. Kajsa hefur verið óhrædd við að breyta um stefnu í lífinu og starfaði hjá sænsku örygg- islögreglunni og var vinsæl sjónvarpskona áður en hún lagði ritstörfin fyrir sig. Leið Kajsu Ingemarsson í stétt rit- höfunda var harla óvenjuleg. Hún nam rússnesku, pólsku og stjórn- málafræði í háskóla, starfaði við þýðingar hjá sænsku öryggislög- reglunni og ætlaði að hasla sér völl sem embættismaður í utanríkis- þjónustunni. Leið hennar lá hins vegar óvænt í útvarp og sjónvarp. „Vinir mínir sem stjórnuðu mjög vinsælum gamanþætti í útvarpi voru að búa til nýjan þátt. Á þeim tíma var mikill skortur á konum í skemmtiþáttum og þegar þeir leit- uðu til mín fannst mér ég ekki geta annað en slegið til.“ Kajsa byrjaði sem handrits- höfundur í þættinum, lék síðar í honum og varð að lokum kynnir hans. Þaðan lá leið hennar í sjón- varp og varð hún brátt afar vinsæl í Svíþjóð. „Ég var í sjónvarpi og útvarpi í nokkur ár og það gekk mjög vel. Gallinn við að vera verktaki í skemmtanabransanum er sá að maður er alltaf háður eftirspurn og verður að taka þeim verkefnum sem bjóðast. Fyrir vikið missir maður smám saman sjónar á því sem maður sjálfur vill. Á endanum spurði ég mig að því hvað ég vildi helst af öllu gera. Annað hvort vildi ég stjórna eigin sjónvarpsþætti eða skrifa bók. Og ég valdi seinni kostinn.“ Fyrsta bók Kajsu, På det fjärde ska det sket, kom út 2002 og var nógu vel tekið til að hún gæti gert skriftirnar að aðalstarfi. Hún sló rækilega í gegn með þriðju skáld- sögu sinni, sem kom út á íslensku undir nafninu Sítrónur og saffran. Alls hefur hún skrifað sjö skáldsög- ur, eitt ritgerðasafn og eina sjálfs- hjálparbók. Rithöfundarstarfið er því þriðji starfsferill Kajsu. „Ég trúi því að maður eigi að grípa þau tækifæri sem höfða til manns. Ég tel að okkur sé stýrt að einhverju leyti í gegnum lífið; ég veit ekki af hverjum en við eigum að reyna að koma auga á vísbend- ingarnar sem leiða okkur áfram á þann áfangastað sem okkur er ætlaður.“ Hún segist ekki viss um hvort hún eigi eftir að skrifa bækur það sem eftir er eða snúa sér að einhverju öðru. „Ég er með margar óskrifaðar bækur í huganum en veit aftur á móti ekki hvort mér endist orkan til að skrifa þær. Að skrifa er dálítið eins og að róa til fiskjar; í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunnsævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið. Ég hef skrifað sjö skáld- sögur og er komin ansi langt frá landi. Þetta getur verið ansi lýj- andi. Það má vera að ég taki mér eitthvað allt annað fyrir hendur; ég hef breytt svo oft um stefnu í lífinu og er ekki hrædd við að gera það eina ferðina enn. En ég held áfram að skrifa svo lengi sem ég nýt þess.“ Þórdís Gísladóttir, þýðandi bók- arinnar Allt á floti, ræðir við Kajsu á höfundakvöldi í Norræna húsinu klukkan 20 í kvöld. bergsteinn@frettabladid.is Eins og að róa til fiskjar ALLT Á FLOTI Nýjasta skáldsaga Kajsu Ingimarsson, Allt á floti, kom út í íslenskri þýðingu í gær. Bókin fjallar um metsöluhöfundinn Stellu Friberg, sem skrifar vinsælar glæpasögur sem fá þó jafnan afleita dóma. Bókinni hefur verið lýst sem háðsádeilu á yfirborðsmennsku útgáfubrans- ans og meinfyndinni lýsingu á raunum rithöfunda. Kajsa dregur ekki dul á að ýmislegt í bókinni sé sótt í hennar eigin reynslusarp. „Ég skrúfaði hlutina auðvitað aðeins upp til gamans,“ segir hún, „enda var mjög gaman að skrifa þessa bók. Ég veit ekki hvernig því er háttað á Íslandi en undanfarin tíu til fimmtán ár hefur verið aukin krafa á rithöfunda í Svíþjóð að vera líka í hlutverki skemmtikrafta, sem koma fram í sjónvarpi að hafa ofan af fólki með gamansögum af sjálfum sér. Þetta er dálítið ein- kennileg tilhugsun, því góður rithöfundur er ekkert endilega góður skemmti- kraftur. Frábær rithöfundur getur verið feiminn og óframfærinn. En fyrir slíka höfunda er sífellt minna pláss. Það sem menn hafa raunverulega fram að færa er að verða aukaatriði.“ KAJSA INGEMARSSON Segir að skriftir séu eins og fiskveiðar. „Í fyrstu bókunum þarf maður ekki að fara langt frá landi, grunn- sævið er krökkt af hugmyndum. En með hverri nýrri bók þarf að róa lengra eftir hugmyndum, á fjarlægari og dýpri mið.“ FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.