Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 45
FIMMTUDAGUR 2. júní 2011 37 Húðflúrshátíðin The Icelandic Tattoo Festival verður haldin í sjötta sinn á Sódómu Reykjavík 3. til 5. júní. Átta bandarískir húðflúrarar taka þátt í hátíðinni í ár og þrír íslenskir, þeir Fjölnir og Sindri frá Íslensku húð- flúrstofunni og Siggi Palli frá Mótorsmiðjunni. Blaða- maður frá Ítalíu ætlar að skrifa um hátíðina fyrir þrjú erlend húðflúrstímarit: Prick Magazine, Tattoo Life og Tattoo Energy. „Þetta verður um sjómannadagshelgina og það verður rosalega mikið af túristum í bænum,“ segir skipuleggj- andinn Linda Mjöll Þorsteinsdóttir. „Á síðustu fimm hátíðum hefur verið mikið af útlendingum en ótrúlega mikið af Íslendingum líka,“ segir hún en um þrjú þúsund manns litu við í fyrra. Tónleikar verða haldnir meðfram hátíðinni. Á meðal sveita sem troða upp verða Endless Dark, Hoffman, Leg- end, The 59‘s og Texas Muffin. Aðgangseyrir á hátíðina er 700 krónur en einnig er hægt að kaupa helgarpassa. - fb Húðflúrshátíð um helgina SJÖTTA HÁTÍÐIN Össur Hafþórsson og Linda Mjöll Þorsteins dóttir hjá Sódómu Reykjavík og Reykjavík Ink skipuleggja hátíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Við gerðum þetta í fyrsta skipti í fyrra við mjög góðar undirtektir. Við ætlum að gera þetta að árleg- um viðburði,“ segir trommarinn Halldór Lárusson. Beat-Camp námskeið fyrir trommuleikara verður haldið í Skálholtsskóla í Biskupstungum dagana 17. til 19. júní. Halldór sér um námskeiðið ásamt öðrum reyndum trommara, Einari Schev- ing. Einar segir að breiður aldurs- hópur hafi tekið þátt í fyrra, allt frá piltum undir tvítugu til manna á fimmtugsaldri. „Það myndaðist ferlega góð stemning þarna. Það er alltaf gaman að nördast í svona trommarahópi,“ segir hann. Nánari upplýsingar má finna á síðunni Trommari.is. -fb Trommarar nördast TROMMUNÁMSKEIÐ Halldór Lárusson sér um námskeiðið ásamt Einari Scheving. Leikkonan Blake Lively á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir, en í vikunni fóru á flakk meint- ar nektarmyndir af dömunni. Lively neitar alfarið að myndirn- ar séu af henni og hótar málsókn ef fleiri miðlar halda því fram. Meðal þeirra sem birt hafa nekt- armyndirnar er ofurbloggarinn Perez Hilton. Lively, sem er eitt af heitari nöfnunum í Hollywood þessa dagana, getur þó huggað sig á öxlinni á leikaranum Leonardo DiCaprio, en vel fór á með þeim á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Lively kemur á hvíta tjaldið síðar á þessu ári í ofurhetjumyndinni Green Lantern. Blake Lively ber á netinu STÖÐVAR MYNDIRNAR Blake Lively heldur því fram að nektarmyndirnar séu ekki af henni og vill stöðva orðróminn. NORDICPHOTOS/GETTY Söngkonan Rihanna prýðir forsíðu júlíútgáfu tímaritsins Cosmopolitan. Þar ræðir hún meðal annars um ástina og hvað heillar hana mest í fari karlmanna. Rihanna segist helst vilja kær- asta sína heita og karlmannlega en að hún sætti sig þó einnig við ljúfmenni. „Það er ýmislegt sem heillar mig í fari karlmanna. Það gæti verið útlitið eða gáfur. Ég er opin fyrir ástinni en maðurinn verður þó að vinna fyrir ást minni, því annars missi ég áhugann. Menn eru eins og veiðimenn, þeim finnst eltingaleikurinn skemmti- legur og þess vegna má maður ekki vera fljótfær. Reyndar er ég alveg eins, ég fæ fljótt leið á hlut- um, þannig ef maður getur fengið mig til að hlæja er ég sátt,“ sagði poppprinsessan. Vill heita karlmenn FÆR FLJÓTT LEIÐ Rihanna segist fljótt fá leið á karlmönnum og því sé húmor góður kostur. NORDICPHOTOS/GETTY
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.