Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 8
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR8 1. Fyrir hvað stendur skamm- stöfunin SAF? 2. Hver er forseti FIFA? 3. Hver er skammstöfun alþjóðlegu leiklistarsamtakanna? SVÖR 1. Samtök ferðaþjónustunnar 2. Sepp Blatter 3. ASSITEJ UMHVERFISMÁL Lagning rafmagns- línu milli Hellisheiðarvirkjunar og Sandskeiðs, sem kölluð er Þorláks- hafnarlína 3, mun hafa veruleg neikvæð umhverfisáhrif að mati Skipulagsstofnunar. Landsnet stefnir að því að leggja tvær línur frá Hellisheiðarvirkjun til Þorlákshafnar. Línurnar eru kallaðar Þorlákshafnarlínur 2 og 3, og eiga að sjá orkufrekum iðn- aði á svæði vestan Þorlákshafnar fyrir orku. Skipulagsstofnun gerir ekki miklar athugasemdir við línu 2, þar sem hún á að liggja um svæði sem þegar hefur verið raskað. Lína 3 á hins vegar að liggja frá tengivirki Orkuveitu Reykjavíkur á Orrustuhól á Hellisheiði, öðru hvoru megin við Skálafell og að Sandfelli við Þorlákshöfn, um land sem ekki hefur verið raskað. Verði línan lögð verður veruleg röskun á stærstu landslagsheildun- um á Hengils- og Hellisheiðarsvæð- inu sem enn eru ósnortnar vega sjónrænna áhrifa, að mati Skipu- lagsstofnunar. Í áliti stofnunarinn- ar kemur fram að með auknu raski á Hengilssvæðinu hafi verndargildi ósnortinna svæða farið vaxandi. „Skipulagsstofnun telur því ótvírætt að lagning Þorlákshafn- arlínu 3 muni hafa verulega nei- kvæð áhrif á landslag og muni rýra talsvert útivistargildi svæð- isins í kringum Skálafell sem Sveitarfélagið Ölfus hefur skil- greint sem hverfisverndarsvæði vegna útivistar,“ segir í álitinu. Þar segir jafnframt að Lands- net hafi ekki fært rök fyrir því að línurnar geti ekki legið sam- hliða eftir leið 2 á stórum kafla, sem muni hafa mun minni umhverfisáhrif. - bj Lagning rafmagnslínu til Þorlákshafnar mun hafa veruleg neikvæð áhrif að mati Skipulagsstofnunar: Rýrir útivistargildi svæðisins við Skálafell LÍNUR Leggja á tvær rafmagnslínur milli Hellisheiðarvirkjunar og Þorlákshafnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓKÁ FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Má bjóða ykkur meiri Vísi? ÞAÐ ERU ENGIN HÖFT Í VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI Meiri Vísir. Óska eftir að kaupa enska linguaphone námskeiðið English course námskeiðið upplýsingar 865 7013 DÓMSMÁL Fulltrúi ákæruvaldsins skilaði í gær Hákoni Stefánssyni, íslenskum ferðamanni, ginflösku sem gerð var upptæk í tollinum á Keflavíkurflugvelli árið 2008. Hákon hafði tvær ginflöskur í fórum sínum þegar hann kom heim úr ferðalagi fyrir þremur árum, en samkvæmt reglugerð ráðherra var leyfilegt að fara með að hámarki einn lítra í gegnum tollinn. Umboðsmaður Alþingis hafði hins vegar stuttu áður komist að þeirri niðurstöðu að reglugerðin stæðist ekki lög og neitaði Hákon því að borga sekt vegna flöskunnar. Honum var í kjölfarið stefnt fyrir ólögmætan innflutning á áfengi. Aðalmeðferð á málinu átti að fara fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær en í upphafi með- ferðarinnar lét fulltrúi ákæruvaldsins verjandann í málinu fá flöskuna og tilkynnti að málið yrði látið niður falla. Málskostnaður var síðan ákveðinn 690 þúsund krónur, sem skulu greiðast af hinu opinbera. Lögum um innflutning áfengis var breytt þrem- ur mánuðum eftir að málið kom upp. Því er ekki lengur uppi vafi um lögmæti takmörkunarinnar á innflutningi á áfengi í gegnum tollinn. - mþl Var stöðvaður með tvær flöskur í tollinum 2008 en neitaði að greiða sekt: Fékk ginflöskuna aftur frá tollinum STJÓRNMÁL Fulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í umhverfis- og sam- gönguráði Reykjavíkurborgar leggja til að fallið verði frá því að innleiða svokallaða 15 metra reglu í sorphirðu borgarinnar. Í bókun fulltrúanna segir að þó að hugmyndafræðin bak við reglubreytinguna sé skiljanleg og jákvætt að leita leiða til að tryggja að sorphirðan standi undir sér sé mikilvægt að gætt sé jafnræðis, sanngirni og haft sé gott samstarf við borgarbúa. - bj Sjálfstæðismenn í borginni: Vilja hætta við 15 metra reglu SORP Reykjavíkurborg vill að eigendur sorpíláta sem standa lengra en fimmtán metra frá gangstétt greiði aukalega fyrir að fá sorpið sótt. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR EFNAHAGSMÁL Eiginfjárframlag ríkissjóðs vegna endurreisnar bankanna nemur 135 milljörðum króna, samkvæmt greinargerð fjármálaráðherra sem rædd var á Alþingi í gær. Það er um 250 millj- örðum króna lægri upphæð en gert var ráð fyrir, en upphaflega var reiknað með 385 milljarða króna kostnaði. Stjórnarand- staðan gagn- rýndi mál ið harðlega og taldi að með samningum nytu kröfuhaf- ar einir betri stöðu ba nk- anna. „Þetta mun tryggja gömlu bönkun- um meira eða minna allan ávinning af þeim hagvexti sem hér verður,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í umræð- unum. Hann sagði að búið væri að finna þá sem myndu soga hag- vöxtinn til sín, gömlu bankana. Samflokksmaður hans, Sigurð- ur Kári Kristjánsson, tók undir þetta og sagði ríkisstjórnina hafa slegið skjaldborg um erlenda vog- unarsjóði en brugðist almenningi og íslenskum fyrirtækjum. Hann kallaði eftir því að forsætis- og fjármálaráðherra gerðu grein fyrir því hvernig þeir myndu axla ábyrgð sína í málinu. Gunnar Bragi Sveinsson, þing- maður Framsóknarflokksins, gekk skrefinu lengra og kallaði eftir afsögn; ef ekki ríkisstjórnar- innar allrar þá fjármálaráðherra. Steingrímur J. Sigfússon fjár- málaráðherra svaraði í engu kröf- um um afsögn. Hann sagði samn- ingana um endurreisn bankanna byggja á fyrstu endurskoðun efnahagsáætlunar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins, en undir hana hefðu ritað, fyrir Íslands hönd, Geir H. Haarde, Árni Mathiesen og Davíð Oddsson. Steingrímur segir í samtali við Fréttablaðið að sé greinargerðin skoðuð komi í ljós að gríðarlega flókið verkefni hafi verið leitt til lykta á farsælan hátt. Unnið hafi verið algjörlega á forsendum neyðarlaganna og hagsmunir innlendra aðila, nýju bankanna og innstæðueigenda, hafi verið hafðir í huga. „Þetta mun lækka vaxta- greiðslur ríkisins síðustu tveggja ára um líklega fjörutíu milljarða króna. Ríkið hefur því notið góðs af þessu og ríkið er jú við öll.“ Auk eiginfjárframlags ríkis- ins veitir ríkið tveimur bönk- um víkjandi lán; Arion banka að fjárhæð þrjátíu milljarðar króna og Íslandsbanka að fjárhæð 25 milljarðar króna. Er það gert til að þeir geti uppfyllt skilyrði FME um sextán prósenta eiginfjár- hlutfall. kolbeinn@frettabladid.is Endurreisn banka kostar 190 milljarða Kostnaður ríkissjóðs við endurreisn viðskiptabankanna er 250 milljörðum lægri en reiknað var með. Stjórnarandstaðan gagnrýnin og telur ríkisstjórn meta hagsmuni kröfuhafa ofar heimilanna. Afsagnar fjármálaráðherra krafist. ALÞINGI Hart var tekist á á Alþingi í gær og flugu ýmis stóryrði. Meðal annars var afsagnar fjármálaráðherra krafist og ríkisstjórnin sökuð um tilræði við almenning í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Ný byggingarreglugerð Drög að nýrri byggingarreglugerð hafa nú verið send út til umsagnar, en þau koma í kjölfar nýrra laga um mannvirki sem tóku gildi um síðustu áramót. Alls komu átta vinnuhópar, skipaðir 60 fulltrúum hagsmuna- aðila, að endurskoðuninni. Drögin má kynna sér á heimasíðu umhverfis- ráðuneytisins. SKIPULAGSMÁL Ufsi hækkar um 10 prósent Á fundi úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna var ákveðið að hækka verð á slægðum og óslægðum ufsa, sem ráðstafað er til eigin vinnslu eða seldur til skyldra aðila, um 10 prósent. Verð þetta gildir frá og með 1. júní 2011. SJÁVARÚTVEGUR Vélarvana í innsiglingunni Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út í gærmorgun þegar bátur varð vélarvana í innsigling- unni í Grindavík. Björgunarbátur sveitarinnar var kominn að bátnum nokkrum mínútum síðar, og dró bátinn til hafnar. BJÖRGUN LEIFSSTÖÐ Ráðherra var óheimilt að setja hámark á leyfilegt magn áfengis sem taka má með sér í gegnum tollinn með reglugerð. Hámarkið hefur nú verið lögfest. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.