Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 12
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR12 Breytt greiðsluúrræði Landsbanka Íslands snerta 30 þúsund viðskiptavini bankans verulega. Niður- greiðsla íbúðalána verður miðuð við fasteignamat en ekki markaðsvirði. Landsbankinn kynnti umfangs- miklar breytingar á greiðslu- úrræðum viðskiptavina sinna á föstudag. Leiðirnar eru þrjár og eiga að gera einstaklingum kleift að lækka skuldir sínar við bank- ann töluvert, hvort sem er í formi íbúðalána, endurgreiðslu á vöxt- um lána eða lækkun yfirdrátta og skuldabréfalána eftir greiðslugetu. Aðgerðirnar munu í heild sinni kosta Landsbankann á bilinu 25 til 30 milljarða króna. „Það er umfangið sem rennur til viðskiptavina í formi skuldalækk- ana. Hagur þeirra verður betri sem því nemur,“ segir Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans. „Vissulega eru þessar tölur gróflega reiknaðar, enda ekki hægt á þessu stigi að segja til um hversu margir munu nýta sér leiðirnar og með hvaða hætti.“ Áætlað er að breytingarnar snerti á bilinu 60 til 70 þúsund við- skiptavini en skipti verulegu máli fyrir um 30 þúsund manns. Krist- ján segir að síðan á föstudag hafi fleiri hundruð viðskiptavina látið í ljós áhuga sinn á þessum nýju greiðsluleiðum og fyrirspurnirnar séu fjölmargar. Um það bil 4.000 viðskiptavinir bankans hafa möguleika á því að nýta sér breytt úrræði er varða 110 prósenta leiðina. Bankinn er með yfir 10.000 íbúðalán í heild sinni, þar af um 3.000 erlend sem búið er að endurútreikna. Meðal helstu breytinga er að við niðurgreiðslu íbúðalána verða fasteignir metnar samkvæmt fasteignamati en ekki markaðs- virði, sem er í flestum tilfellum á bilinu fimm til tíu prósentum hærra en hið fyrrnefnda. Lands- bankinn er því eina lánastofnunin sem notar þetta úrræði við endur- útreikninga íbúðalána, en Arion banki, Íslandsbanki, Íbúðalána- sjóður og lífeyrissjóðirnir styðjast allir við markaðsvirði fasteigna. Þá koma aðrar veðhæfar eign- ir ekki til lækkunar á niðurfærslu hjá viðskiptavinum Landsbankans ólíkt því sem tíðkast hjá öðrum fjármálastofnunum. Kosti um átta milljarða króna Um sjö prósent af heild- arútlánasafni Íbúðalána- sjóðs eru yfir 110 prósent af fasteignamati, eða um 52,3 milljarðar króna. Hér er miðað við heild- arútlánasafn sjóðsins, sem er um 747 milljarðar króna hjá einstaklingum og lögaðilum. Þegar 110 prósenta leiðin var kynnt í desember í fyrra var kostnaður Íbúðalánasjóðs metinn á 22 milljarða króna. Þar var miðað við fasteignamat en lánin eru engu að síður reiknuð upp hvert um sig með tilliti til markaðsverðs. Þá lækka veðhæfar eignir ein- staklinga einnig niður- greiðslur. Ljóst er að Íbúðalána- sjóður reiknar þó ekki út endurgreiðslur af lánum miðað við fasteignamat, heldur markaðsverð. Því má gera ráð fyrir að þeir 22 milljarðar sem Íbúðalánasjóður gerði ráð fyrir að afskrifa í lok árs 2010 fari niður í rúmlega tuttugu millj- arða, séu eignir metnar eftir markaðsvirði. Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúða- lánasjóðs, segir að sam- kvæmt útreikningum myndi það kosta sjóðinn sex milljarða til viðbótar að taka ekki aðrar veðhæf- ar eignir inn í reikninginn og lækka þar með niður- greiðslu skuldanna, eins og Landsbankinn gerir. „Við vissum það alveg að 22 milljarðar væru varfærinn útreikningur. En ef reglunum er breytt og hætt verður að horfa á fasteignamatið þýðir það í raun að kostnaður- inn við það, 22 milljarð- ar sem við gerðum alltaf ráð fyrir, stendur. Hins vegar var að stefna í það að við færum ekki með 22 milljarða, heldur eitt- hvað lægra,“ segir Sigurð- ur. Hann segir sjóðinn vera í þeirri stöðu að nauðsynlegt sé að fylgja settum lögum og ekki sé svigrúm til breytinga eins og hjá bönkunum. Hætti Íbúðalánasjóður að draga aðrar eignir frá og meti fasteign- ir endanlega eftir fasteignaverði, eins og Landsbankinn gerir, fer kostnaður við niðurgreiðslur upp í 28 milljarða króna. „Við afskrifuðum 22 milljarða í okkar ársreikningi. Að fara út í þetta þýddi afskrift sex milljarða til viðbótar,“ segir Sigurður. Ríkið á að veita sömu kjör Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, segir ríkið þurfa að geta tryggt að Íbúðalánasjóður, sem og aðrar stofnanir í ríkisábyrgð, sé í stakk búinn til þess að mæta við- skiptavinum sínum með sama hætti og almennt gerist á markaði. „Ríkisreknar fjármálastofnanir verða að geta staðið undir því sem almennt gerist á markaði, ann- ars er tilverugrundvöllur þeirra í stórri hættu,“ segir Árni Páll. „Við eigum þó eftir að sjá hvað aðrir bankar gera, en ríkið getur ekki látið viðskiptavini stofnana sinna fá verri þjónustu eða fyrirgreiðslu en fæst annars staðar.“ Nauðsyn- legt sé að veita Íbúðalánasjóði þá fjármögnun í samræmi við þörf markaðarins. Aðgerðir Lands- bankans setji óneitanlega þrýsting á aðrar fjármálastofnanir að veita viðskiptavinum sínum sömu kjör. Varðandi greiðslubreytingar Landsbankans í heild segir Árni Páll að sér finnist mjög mikilvægt að allar fjármálastofnanir komi til móts við fólk í skuldavanda og greiði úr ofveðsetningu á eignum. „Það er nauðsynlegt að horfast í augu við það að kröfur umfram verðmæti eigna eru einskis virði. Það er verkefni fjármálastofn- ana að horfa á staðreyndir og við eigum að hvetja til þess. Það er samfélaginu til góðs, þegar öllu er á botninn hvolft, að ekki sé verið að innheimta skuldir sem ekki er greiðslugeta fyrir eða eignir á bak við,“ segir hann. Sunna Valgerðardóttir sunna@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Ný úrræði Landsbankans setja þrýsting á aðrar lánastofnanir ■ Viðskiptavinum Landsbankans býðst 20 prósenta endur- greiðsla af vöxtum lána. Endur- greiðslan kemur til lækkunar eftirstöðva skulda en ef við- komandi er skuldlaus verður endurgreiðslan lögð inn á inn- lánsreikning. Endurgreiðslan er að hámarki 1 milljón króna. ■ Viðskiptavinir eiga möguleika á því að lækka aðrar skuldir sínar sem teljast umfram greiðslugetu. Undir þetta falla meðal annars yfirdráttur og skuldabréfalán og lánsveð. Ekki kortaskuldir eða lán sem eru með veði í fasteign eða bifreið. Niðurfærsla getur numið allt að 4 milljónum króna og er gerð eftir sjálfvirkt greiðslumat. ■ Ekki þarf að sækja sérstaklega um endurgreiðslur. Til þess að fá niðurfellingu annarra skulda þarf að veita Landsbankanum heimild til að meta greiðslu- getu og gera samning um að eftirstöðvar verði greiddar með skilvísum greiðslum á 36 mánuðum. ■ Miðað er við að greiðslur af eftirstöðvum annarra skulda fari ekki yfir 10 prósent af ráðstöfunartekjum ársins 2010. Heimild: Landsbankinn Borgi eftir greiðslugetu hjá Landsbanka Hvernig virkar 110 prósenta leið stjórnvalda? Íslandsbanki, Arion banki og Íbúðalánasjóður ■ Heimilum, þar sem áhvílandi veðskuldir eru umfram 110% af markaðsvirði fasteignar, býðst að færa veðskuldir sínar niður að 110% af verðmæti eignar. Miðað er við uppreiknaða stöðu skulda þann 1. janúar 2011. Þegar um gengistryggð lán er að ræða skal miða við höfuðstól þeirra að loknum endurútreikningi. Ef veðrými er á aðfararhæfum eignum lækkar niðurfærsla veðskulda sem því nemur. ■ Við mat á verðmæti fasteigna skal miða við fasteignamat eða markaðsvirði þeirra, hvort sem er hærra. ■ Lækkunin getur að hámarki numið 4 milljónum króna fyrir einstaklinga og 7 milljónum króna fyrir hjón, sambýlisfólk og einstæða foreldra. Þeir sem eru með veðsetningu umfram 110% af verðmæti fasteignar, þrátt fyrir lækkun veðskulda um 4 eða 7 milljónir króna geta fengið frekari niðurfellingu að hámarki 15 milljónir króna eða 30 milljónir króna. Landsbankinn ■ Landsbankinn lækkar almennt veðskuldir umfram 110% af fast- eignamati sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu einstaklinga. Miðað er við stöðu lána 1. janúar 2011 og fasteignamat ársins 2011 samkvæmt fasteignaskrá. Aðrar eignir koma alla jafna ekki til lækkunar á niðurfærslu skuldanna. Nemi niðurfærslan þó hærri fjárhæð en 10 milljónir króna til einstaklinga og 20 milljónir króna til hjóna, sambýlisfólks og einstæðra foreldra, áskilur Landsbankinn sér rétt til að taka tillit til annarra aðfararhæfra eigna. ■ Úrræðið nær til allra skulda einstaklinga við bankann sem stofnað var til fyrir 1. janúar 2009 sem hvíla á íbúðarhúsnæði í eigu lántaka og lántaki er greiðandi af. ■ Lækkunin getur að hámarki numið 15 milljónum króna fyrir einstaklinga og 30 millj- ónum króna fyrir hjón, sambýlisfólk og einstæða foreldra. ■ Bankinn getur kallað eftir verðmati löggilts fasteignasala ef fasteignamat er hærra en 30 milljónir króna eða ef bankinn telur fasteignamat óraunhæft. www.hr.is UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 5. JÚNÍ MEISTARANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI Alþjóðaviðskipti OBTM Organisational Behaviour and Talent Management Fjármál fyrirtækja Fjárfestingarstjórnun Reikningshald og endurskoðun Stjórnunarreikningsskil og viðskiptafærni MBA Umfangsmiklar breytingar á niðurgreiðslum húsnæðislána LANDSBANKINN Breytingar á greiðsluúrræðum viðskiptavina Landsbankans setja óneitanlega þrýsting á aðrar fjármálastofnanir að veita viðskiptavinum sínum sömu kjör. Óvíst er hvort eða hvernig aðrir bankar fylgja í kjölfarið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ríkisreknar fjármálastofn- anir verða að geta staðið undir því sem almennt gerist á markaði ÁRNI PÁLL ÁRNASON EFNAHAGS- OG VIÐ- SKIPTARÁÐHERRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.