Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 54
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR46
BESTI BITINN Í BÆNUM
„Gló í Listhúsinu er í miklu upp-
áhaldi hjá mér. Þar er maturinn
exótískur og spennandi og ekki
skemmir fyrir hvað hann er
hollur.“
Guðrún Dís Emilsdóttir útvarpskona
FRÉTTIR AF FÓLKI
„Það eru jafn miklar líkur á því
að Þykki sé fótósjoppaður á síma-
skránni og að Stallone hafi verið
fótósjoppaður framan á plakatinu
fyrir Rambo 3,“ segir þúsund-
þjalasmiðurinn Egill Einarsson.
Vefsíðan Flickmylife.com birti
á dögunum myndir sem sýndu
muninn á Agli framan á síma-
skránni annars vegar og í kynn-
ingarmyndbandi fyrir sömu bók
hins vegar. Stór munur er á mynd-
unum, en færslan er birt undir
fyrirsögninni Photoshop dagsins.
Þar með eru líkur leiddar að því
að myndvinnsluforrit hafi ekki
aðeins verið notað til að vinna
myndina, eins og gert er við allar
prentaðar myndir, heldur einn-
ig til að minnka mitti Egils og
skerpa á vöðvabyggingunni.
Hann vísar meintum mynd-
vinnslutöfrabrögðum á bug og
segir auðvelt að svara færslunni
á Flickmylife. „Þar er notað skjá-
skot úr myndbandi til að bera
saman við myndina á forsíðu
símaskrárinnar,“ segir hann.
„Myndbandið var tekið í 4:3 sniði
og síðan þrýst niður í 16:9 snið
við útsendingu. Stóri G-maður-
inn þjappaðist þar af leiðandi við
það og virkar breiðari.“
Egill segir myndvinnsluforritið
Photoshop aðeins hafa verið notað
til að litaleiðrétta myndina ásamt
því að skerpa liti og annað. „Ég
er 95 kíló á myndinni og 3,6 pró-
sent fita. Daginn sem ég ranka
við mér teiknandi á mig kvið-
vöðva hengi ég mig,“ segir Egill.
„Eina liðið sem hefur haldið því
fram að Þykki sé fótósjoppaður
er rækjusamlokurnar sem eru
með allt niður um sig í ræktinni.
Það hefur ekki einn maður í góðu
formi haldið þessu fram. Tók
lunch með Grantaranum [Arnari
Grant] í gær, hann minntist ekki
einu orði á þetta.“
atlifannar@frettabladid.is
EGILL EINARSSON: STÓRI G-MAÐURINN VAR ÞJAPPAÐUR
Segir mittið ekki minnkað
með myndvinnslubrögðum
„Við erum á fullu að skrifa. Ef það gengur vel
fer verkefnið á næsta stig,“ segir leikstjór-
inn Gunnar Björn Guðmundsson, sem vinnur
nú ásamt Önnu Svövu Knútsdóttur og Gunn-
ari Helgasyni að handriti nýrra sjónvarps-
þátta sem verða sýndir á RÚV. „Þátturinn
heitir Þorpið,“ segir Gunnar. „Þetta er svona
gríndrama. Þættirnir fjalla um leikara sem
er rekinn úr Þjóðleikhúsinu vegna áfengis-
neyslu og fer út á land að leikstýra áhuga-
leikhópi.“
Eru þættirnir byggðir á raunverulegum
atburðum?
„Jaaa … þeir saumast inn í. Við erum öll
með góða reynslu af leikstjórn úti á landi og
leikhúsheiminum.“
Anna Svava flytur til útlanda í vikunni en
Gunnar segir að hún muni ekki yfir-
gefa handritsteymið. „Við stefnum á
ákveðinn stað. Svo verður tekið hlé
þegar hún fer, þótt við verðum eitt-
hvað að vinna í þessu á meðan hún er
úti,“ segir hann.
Óvíst er hvenær tökur á þáttun-
um hefjast og því er eðli máls-
ins samkvæmt óvíst hvenær
þeir verða sýndir. Þá segir
Gunnar óvíst hvaða leikar-
ar fari með hlutverk í þátt-
unum. „Það þarf í fyrsta lagi
að skrifa þættina. Svo hefst
fjármögnun ef allt gengur vel.
Þau eru allavega hrifin á RÚV,“
segir hann. - afb
„Ég ætla að vinna þetta mót,
alveg hundrað prósent. Ég hef
aldrei tapað fyrir Arnari Jónssyni
og ætla ekki að byrja á því í dag.
Þetta eru stór orð en ég verð þá
bara að kyngja þeim,“ segir Gunn-
ar Hansson leikari.
Gunnar er meðal þeirra tæp-
legu fjörutíu kylfinga sem berjast
um titilinn „besti kylfingur lista-
manna“ í annað sinn, en mótið
er haldið á Bakkakotsvelli í Mos-
fellsdal í dag. Gunnar er, miðað við
skráða forgjöf, meðal bestu kylf-
inga mótsins en hann er með 4,1.
„Ég fékk náttúrlega þetta drauma-
djobb, að sjá um golf-magasín-
þátt fyrir RÚV, en það hefur þær
afleiðingar að ég get lítið spilað
sjálfur,“ segir Gunnar.
Arnar Jónsson leikari gefur lítið
fyrir orð Gunnars og segist ætla
að vinna mótið í ár; hann hafi líka
verið fremur lélegur á síðasta móti
og vilji bæta fyrir það. „Ég hef því
miður ekki verið nægilega dugleg-
ur að spila, hef verið svo mikið
erlendis, en ég tók aðeins for-
skot á sæluna og var viku á
Spáni,“ segir Arnar, sem er
með 9,6 í forgjöf. Meðal annarra
þjóðþekktra listamanna sem taka
þátt í mótinu má nefna leikarana
Kjartan Guðjónsson og Jóhann
G. Jóhannsson, en sé tekið mið
af forgjöfinni eru þeir hálfgerðir
byrjendur, Kjartan er með 36 og
Jóhann G. með 35 í forgjöf. Spaug-
stofufélagarnir fyrrverandi Rand-
ver Þorláksson og Sigurð-
ur Sigurjónsson verða
einnig meðal keppenda,
sem og kvikmynda-
gerðarmennirnir Björn
Brynjúlfur Björnsson
og Lárus Ýmir Ósk-
arsson, en Lárus þykir
nokkuð liðtækur og er
með 9,1 í forgjöf.
- fgg
Listamenn berjast í golfi
BARIST UM TITILINN
Arnar Jónsson og
Gunnar Hansson
eru báðir liðtækir
kylfingar og ætla
sér að berjast um
sigurinn í golf-
móti listamanna
sem fram fer á
Bakkakotsvelli í
Mosfellsdal.
Jón Þór Birgisson og strákarnir
í Sigur Rós hafa löngum verið
þekktir fyrir umhverfisvitund sína
og hafa lagt margs konar mál-
efnum lið í þeirri viðleitni sinni.
Nýjasta framlagið á þó eflaust eftir
að vekja heimsathygli því hinn
sígildi slagari Hoppípolla heyrist
undir auglýsingu frá samtökunum
60+ og WWF-samtökunum. Þau
hafa staðið saman fyrir svokölluð-
um Earth Hour eða Jarðarklukku-
tímanum, sem á að vekja athygli
á orkusparnaði, en samkvæmt
auglýsingunni með
tónlist
Sigur
Rósar í
aðalhlut-
verki verður
næsti Jarð-
arklukkutími
laugar-
daginn
31. mars
2012.
Athygli vekur að á vefsíðunni this-
dishisvegetarian.com er vísað í
ónafngreindan talsmann sveitarinn-
ar. Sá greinir frá því að Íslendingar
finni sennilega hvað mest fyrir
hlýnun jarðar, jöklarnir séu að
hopa og veturnir að hverfa. „En þar
sem við lifum við mikið myrkur á
veturna gerum við okkur grein fyrir
því að ljós breytir tilverunni. Það
er hins vegar dýru verð keypt og
Earth Hour sinnir ótrúlegu starfi í
að minna okkur á að við verðum
að umgangast orkuna af ábyrgð,“
hefur vefurinn eftir tals-
manninum, sem er að
öllum líkindum Kári
Sturluson.
Skrifa dramatíska gamanþætti
KENNIR ÞJÖPPUN UM Forsíðumynd símaskrárinnar er til vinstri og skjáskot af auglýsingu frá símaskránni er til hægri. Egill segir
þjöppun á þeirri síðarnefndu hafa orðið til þess að hann virðist breiðari en hann sé í raun og veru.
NÝIR ÞÆTTIR Gunnar Björn
Guðmunds son, Anna Svava Knúts-
dóttir og Gunnar Helgason vinna að
handriti nýrra gamanþátta fyrir RÚV.
Opnunartímar
Virka daga frá kl16-19
Laugardag og sunnudag kl 13-17
Ármúla 21
Sófadagar
40% afsláttur
Dagana 3-13 júní
Gæðasófar á frábæru verði !
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010