Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.06.2011, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.06.2011, Qupperneq 44
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR36 Tilkynnt hafa verið nöfn og útgáfudagar tveggja kvikmynda byggðra á bók JRR Tolkien, Hobbitanum. Fyrri myndin kallast The Hobbit: An Unexpected Journey og verður frumsýnd í desember á næsta ári. Sú síð- ari nefnist The Hobbit; There and Back Again og verður sýnd ári síðar. Tökur á mynd- unum á Nýja-Sjálandi töfðust vegna deilna um laun leikaranna og veikinda leikstjórans Peters Jackson. Með aðalhlutverk í myndunum, sem gerast á undan Hringadrótt- inssögu, fer Martin Freeman sem Bilbó Baggi. Einnig munu Sir Ian McKellen og Elijah Wood snúa aftur sem Gandálfur og Fróði. Sir Christopher Lee kemur einnig við sögu, auk þess sem Andy Serkis endurtekur hlutverk sitt sem óvætturinn Gollrir. Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan í aðalhlutverki á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Polar Lights í Rússlandi fyrir hlutverk sitt í Mömmu Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. Tíu kvikmyndir frá Bandaríkjunum og Norður-Evrópu tóku þátt í keppninni, þar á meðal Hævnen sem vann Óskarsverðlaunin fyrr á árinu. Í dómnefnd voru Joel Chapron, sem situr í val- nefnd fyrir kvikmyndahátíðina í Cannes, rússneski kvikmynda- leikstjórinn Boris Klebnikov og kvikmyndaleikstjórinn og handritshöfundurinn Sebastian Alarcon frá Síle. Valin best í Rússlandi VALIN BEST Kristbjörg Kjeld var valin besta leikkonan á Polar Lights-hátíðinni. Sænski leikarinn og sjarm- örinn Alexander Skars- gård var ekki par sáttur við föður sinn, leikarann Stellan Skarsgård, þegar hann var lítill drengur. „Ég öfundaði alltaf vini mína sem áttu pabba sem gengu í jakkafötum með skjalatösku og keyrðu fína bíla,“ segir Alex- ander Skarsgård og við- urkennir að pabbi hans hafi ekki verið besti fjöl- skyldumaðurinn. „Hann var mest heima að drekka rauðvín með listaspírum og vinna lengi fram eftir á kvöldin,“ segir Skarsgård yngri í viðtali við tímaritið Henne, en hann hefur ekki áður viljað tala um sam- band sitt við föður sinn. Feðgarnir eiga það sam- eiginlegt að hafa slegið í gegn í kvikmyndabransan- um í Hollywood og þakkar hann föður sínum fyrir að hafa kennt sér listina að leika. Stellan og Alex- ander Skarsgård sjást nú saman á hvíta tjaldinu í mynd Lars von Trier, Melancholia. Vildi eiga pabba í jakkafötum MARTIN FREEMAN SAMEINAÐIR Leikarinn Stellan Skarsgård og Alexander sonur hans leika saman í Melancholia. NORDICPHOTOS/GETTY Poppsöngkonan Lady Gaga kom heim með 350 millj- óna króna reikning eftir tónleikaferð sína á síðasta ári. Söngkonan segist ekki hafa gert sér grein fyrir peningaeyðslunni og við- urkennir að leggja ekki mikið upp úr peningum. „Peningar skipta mig engu máli en ég hélt ég væri á hausnum þegar ég kom heim. Einu stóru hlut- irnir sem ég hef keypt á lífsleiðinni eru hjartaloku- ígræðsla fyrir pabba minn og Rolls Royce bíll fyrir foreldra mína,“ segir Lady Gaga og bætir við að hún hafi þurft að hringja nokkur símtöl og öskra á fólk fyrir að fylgjast ekki með eyðslunni meðan á ferðalag- inu stóð. Lady Gaga þurfti samt ekki að hafa áhyggjur af reikningnum í langan tíma því hún græddi fimmtán milljarða króna á tónleikaferð- inni og gat því borgað skuldirnar og vel það. Skuldug Lady Gaga SPÁIR LÍTIÐ Í FJÁRMÁL Lady Gaga fylgdist ekki með peningaeyðslunni á síðasta tónleikaferðalagi og fékk digran reikning. NORDICPHOTOS/GETTY Styttist í Hobbitann

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.