Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 50
2. júní 2011 FIMMTUDAGUR42 golfogveidi@frettabladid.is Aðeins örfáir dagar eru í að lax- veiðitímabilið byrji. Veiði hefst í Norðurá og Blöndu á sunnudag- inn, en báðar þessar ár voru á meðal aflahæstu áa síðasta sumar. Í Norðurá veiddust 2.279 laxar á fjórtán stangir en í Blöndu veidd- ust 2.777 laxar á átta stangir. Auk þess hefst veiði í Straumum, ármótum Norðurár og Hvítár, og á Ferjukotseyrum í Borgarfirði. Haraldur Eiríksson, markaðs- og sölufulltrúi SVFR, er bjartsýnn á góða veiði í Norðurá í sumar. „Auðvitað er erfitt að spá fyrir um veiðina,“ segir Haraldur. „Það er samt óhætt að segja að menn séu almennt bjartsýnir. Það er allavega búið að selja öll veiðileyfin í ána í júní. Jákvæðu tíðindin, hvað opn- unina snertir, er að það virðist vera nóg af vatni í ánni. Í fyrra var það einmitt vatnsleysið sem gerði mönnum erfitt og fyrir og það olli því að opnunin var frekar döpur þótt nóg væri af fiski í ánni.“ Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á, verður sjálfur í Blöndu við opn- unina. Hann segir að vel hafi geng- ið að selja veiðileyfi í ána og líkt og Haraldur segist hann vongóður um að veiðin í Blöndu verði góð í sumar, enda hafi síðustu tvö ár verið metár. Hugurinn kominn á árbakkann „Blanda er ein allra sterkasta júní-áin og það er óhætt að segja að maður sé spenntur. Ég hef lítið sofið undanfarnar nætur enda hug- urinn kominn á árbakkann,“ segir Stefán. „Í fyrra sáum við engan lax fyrr en kvöldið fyrir opnunina. Nú hafa menn aftur á móti þegar komið auga á lax og enn eru nokkr- ir dagar til stefnu – það veit á gott. Oftast hafa veiðst á bilinu 10 til 18 laxar við opnunina. Í fyrra voru þeir hins vegar 40, allt stórlaxar. Það er því ekki að ástæðulausu að maður liggur andvaka.“ Í ársskýrslu Veiðimálastofnunar sem kynnt var á aðalfundi stofn- unarinnar í byrjun maí er farið yfir veiðihorfurnar fyrir sumar- ið. Í skýrslunni segir að á síðustu þremur árum hafi stangveiði nátt- úrulegra laxa verið sú mesta frá því skráningar hófust. Í fyrra hafi laxinn almennt gengið fyrr í árnar en árin þar á undan og von sé til að svo verði áfram og viðsnúningur hafi orðið á göngutíma. Búist við góðri veiði í sumar „Sveiflur hafa ávallt verið í veiði á laxi og fylgjast yfirleitt að nokkur góð ár og nokkur slæm þar til við- snúningur verður,“ segir í skýrsl- unni. „Í ljósi þess má búast við að stangveiðin sumarið 2011, úr náttúrulegum laxastofnum, verði áfram góð og verði vel yfir meðal- stangveiði. Sleppingar gönguseiða í hafbeitarár voru áfram umtals- verðar á síðasta ári og því líkur til að veiði í þeim verði áfram umtals- verð. Í þeim ám ræðst fiskgengd af fjölda slepptra seiða ásamt endur- heimtuhlutfalli úr sjó en það fylg- ist að verulegu leyti að við endur- heimtuhlutfall á náttúrulegum laxi.“ Þar sem laxveiðin er formlega að ganga í garð er ágætt að brýna það fyrir veiðimönnum að skrá veiðina samviskusamlega í veiðibækur. Slíkt er mjög mikilvægt til að afla þekkingar um ástand fiskstofna og nýtingu þeirra. trausti@frettabladid.is Laxveiðin hefst í Norðurá og Blöndu á sunnudaginn Laxarnir eru byrjaðir að bylta sér í Blöndu. Meira vatn er í Norðurá en á sama tíma í fyrra. Talsmenn Stangaveiðifélags Reykjavíkur og Lax-á eru bjartsýnir. Veiðimálastofnun býst við góðri laxveiði í sumar. „Þegar ég sá fiskinn fékk ég hálf- gert taugaáfall. Mig grunaði ekki að hann væri svona stór og var því rólegur allan tímann. Kannski náði ég honum vegna þess að ég sá hann ekki fyrr en í löndun,“ segir Tómas Skúlason, sem landaði 23 punda urriðahæng í Þingvalla- vatni um liðna helgi. „Við félagi minn vorum á löngum tíma búnir að fara um allt vatn og leita að fiski en það var mjög dapurt yfir þessu. Síðasta morguninn fór ég út til að taka nokkur köst og hann var á í þriðja kasti. Sá fiskur var fljótur að losa sig en tveimur köstum seinna setti ég í þennan glæsifisk,“ segir Tómas, sem eins og aðrir sem verða þeirrar gæfu aðnjótandi að setja í risaurriða í Þingvallavatni lýsir viðureigninni sem kostulegri. Fiskinn sá hann aldrei fyrr en í löndun eftir tæplega klukkutíma viðureign. Þá hafði Tómas þurft að vaða út í vatnið til að losa línuna, sem var nær öll úti. Á meðan hélt félagi hans í stöngina. „Ég landaði því urriðanum blautur upp að eyrnasneplum en hamingjusamur,“ segir Tómas, sem ætlar urriðanum stað á vegg veiðiverslunarinnar Veiðiportsins sem hann á og rekur. Urriðinn er 97 sentimetrar á lengd og 58 að ummáli. Hann veiddist á sökklínu og straumflugu með keilu sem heitir Páskaunginn. Taumurinn var tólf pund. - shá Tómas Skúlason náði að landa urriðatrölli í Þingvallavatni eftir langa baráttu: Fékk taugaáfall þegar ég sá fiskinn GLÆSILEGUR 23 PUNDA HÆNGUR Vatnaveiðin í vor einkennist meðal annars af köldu veðri og risaurriðum úr Þingvallavatni. MYND/TÓMAS Opnunarhollin á urriðasvæðunum í Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal gerðu ágæta veiði. Í Mývatnssveitinni komu 310 urriðar en um hundrað fiskar í Laxárdalnum. Veitt er á 24 stangir. Bjarni Höskuldsson umsjónarmaður segir menn ánægða með veiðina, sérstaklega vegna þess hversu kalt hafi verið á fyrstu dögum veiðitímans. Hins vegar er eftir því tekið hversu vel fiskurinn er haldinn eftir veturinn og margir stórir urriðar hafa veiðst. Þar af eru nokkrir um og yfir sjö pund, sem Bjarni lýsir sem „nær afmynduðum“ vegna stærðar sinnar. - shá 400 urriðar á land í Laxá í köldu veðri María er hönnuð af fyrrver- andi formanni SVFR, Krist- jáni Guðjónssyni. Alloft hefur þessi skæða laxatúpa gefið fyrsta laxinn við opnun Norðurár í Borgarfirði, en veiði í Norðurá hefst einmitt nú um helgina. Gott vatn er í ánni og því afar líklegt að fyrstu laxarnir taki túpur að þessu sinni. UPPSKRIFT: 1“ eirrör Tvinni – Svartur UNI 6/0 Stél – Svartlituð hár af hjartar- dindli ásamt nokkrum þráðum af Krystal Flash Vöf – Ávalt silfur UNI tinsel Búkur – Appelsínugult ullarband Hringskegg – Svartlituð hænu eða Schlappen fjöður Haus – Svartur. Með 1“ túpunni er gott að nota Kamasan þríkrækju #8 Mynd og uppskrift af Flugan.is María líkleg í Norðuránni NORÐURÁ Í BORGARFIRÐI Norðuráin er oft kölluð drottning íslenskra laxveiðiáa. Svæðið sem hægt er að veiða á er um 65 kílómetra langt. FL U G A N MARÍA 5 LAXAR fengust úr Norðurá fyrsta veiðidaginn í fyrra. Laxarnir voru allir tveggja ára laxar og vænir eftir því. 22 LAXAR var afli opnunar-hollsins í Blöndu í fyrra. Höskuldur B. Erlingsson, lögreglu- maður og leiðsögumaður í Blöndu, sendi forsvarsmönnum Lax-á tölvupóst í fyrradag þegar hann var nýkominn úr „vettvangs- ferð“ í Blöndu. „Ég tyllti mér á brúnina fyrir ofan Damminn og sat þar í nokkra stund,“ skrifar Höskuldur. „Þá bylti sér fallegur 2 ára lax í miðjum Damminum. Silfurbjartur og fallegur og á að giska 12-14 pund. Annað sá ég ekki en ég neita því ekki að hjartað tók kipp. Svo í morgun (gærmorgun) ákvað ég að kíkja aftur og gá hvort ég yrði var við eitthvert líf. Og viti menn, 2 laxar lágu neðst á klöppinni fyrir ofan flúðirnar í Damminum.“ - th Hjartað tók kipp DAMMURINN Í BLÖNDU Stefán Sigurðsson, hjá Lax-á, sést hér með einn fallegan sem hann veiddi í Damminum. Meiri Vísir. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meira sjónvarp, meira útvarp, meiri fréttir, meiri upplýsingar, meiri umræða, meira líf, meiri íþróttir, meiri virkni, meira úrval. Þú færð meira af öllu á vísi. Á Veiðivísi, nýjum veiðivef Vísis, getur þú nálgast helstu fréttir, ítarlega umfjöllun og gagnlegar upplýsingar um veiði, hvort heldur sem er stangveiði eða skotveiði. Fylgstu með í sumar og nýttu þér allt sem Vísir hefur upp á að bjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.