Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 20
20 2. júní 2011 FIMMTUDAGUR Það er kreppa á Íslandi, gos í Grímsvötnum og það er kalt þó það ætti að vera komið sumar. Við erum líka óánægð með ýmis- legt annað. Okkur finnst það ótrú- legt að við séum efst á lista World Economic Forum yfir það land þar sem mest jafnrétti kynjanna ríkir. Það er jú svo margt sem enn á eftir að bæta hér á landi. Það er til dæmis óásættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra fram- kvæmdastjóra á Íslandi. Það er líka algjörlega óviðunandi að það sé aðeins sakfellt í innan við fimm prósentum af nauðgunarmálum sem koma inn á neyð- armóttökuna árlega. En við megum ekki gleyma því að við höfum samt sem áður náð gríðarleg- um árangri hér á landi. Ég vara ykkur við, nú mun ég telja upp örfáar hræðilegar staðreynd- ir. Staðreyndir sem við lesum einstaka sinnum en reynum að gleyma jafnóðum vegna þess að stundum er sannleikur- inn hreinlega of hræði- legur. En vissir þú að ein af hverjum sjö stúlkum í fátækum löndum er gift í hagkvæmnishjóna- band fyrir fimmtán ára aldur? Barnabrúðir í Eþíópíu eru gjarnan um fimm ára. Samkvæmt Alþjóða- bankanum eru líkur kvenna á að verða fyrir nauðgun og heimilis- ofbeldi meiri en samanlögð hætta vegna krabbameins, umferðar- slysa og malaríu. Það er kannski ekki að undra þegar haft er í huga að nýleg rannsókn sýnir að 40 prósentum karlmanna og 36 pró- sentum kvenna í Úganda finnst réttlætanlegt að eiginmaður beiti konu sína ofbeldi fari þau að ríf- ast. Víða er meðganga og barns- burður ein af stærstu áhættum sem konur taka í lífinu. Í Tsjad deyr ein af hverjum 14 konum við barnsburð. En í Tsjad hafa innan við þrjú prósent kvenna aðgang að getnaðarvörnum. Það kemur því ekki á óvart að aðeins tíu prósent af konum í Tsjad lifa það að verða eldri en 49 ára. Til samanburðar er meðalævi íslenskra kvenna 77 ár. Undanfarin ár hefur verið lögð áhersla á það í íslenskri utanríkis- stefnu að vera leiðandi í jafnrétt- ismálum í heiminum, meðal ann- ars með því að styrkja starf UN Women (áður UNIFEM) sem er eina stofnun SÞ sem vinnur ein- göngu að jafnréttismálum. Utan- ríkisstefnan endurspeglar vilja Íslendinga til að styrkja stöðu kvenna í þróun- arlöndum, framfylgja mannréttindasáttmál- um, auka efnahags- legt sjálfstæði kvenna og virkja frumkvæðis- rétt þeirra. Jafnrétti kynjanna er nefnilega frumforsenda þess að fjölskyldur og samfélög dafni. Hagur þjóða og útrýming fátæktar er ekki möguleg nema í samfélögum þar sem konur og menn hafa jöfn tækifæri og möguleika til lífsviðurværis, og þar sem sjónarmið jafnrétt- is eru höfð að leiðarljósi. Þökk sé framúrskar- andi kvenskörungum og flottum karlmönnum hefur jafn- réttisbaráttan þokast í rétta átt hér á landi. Gleymum ekki að vera stolt og glöð yfir árangrinum sem við höfum náð og styðjum við bak „systra“ okkar í fátækari löndum – það er hagur okkar allra. Reglur á fjármálamarkaði innan ESB, sem Ísland tekur upp í gegnum EES-samninginn, hafa tekið verulegum breytingum á und- anförnum áratugum. Nokkuð hefur verið fjallað um nýsamþykktar breytingar á lagaumhverfi banka, svonefndar Basel III reglur, en minna um væntanlegar breytingar á vátryggingamarkaði, Solvency II reglurnar sem eiga að taka gildi 1. janúar 2013. Ljóst var orðið fyrir um áratug að reglur um fjárhagslega stöðu vátryggingafélaga væru ófull- komnar og hefur undirbúningur að breyttum reglum staðið yfir síðan þá. Kröfur til eigin fjár vátrygg- ingafélaga nefnast lágmarksgjald- þol og byggjast núverandi kröfur á einfaldri reiknireglu og að auki lágmarki sem miðast nú við 3,2 milljónir evra (um 500 milljónir íslenskra króna). Eitt af meginmarkmiðum Sol- vency II er að taka aukið tillit til hinnar raunverulegu áhættu í vátryggingastarfsemi, meðal ann- ars af fjárfestingum og endur- tryggingavernd svo eitthvað sé nefnt, og byggist því útreikningur á kröfunni til lágmarksgjaldþols á mun flóknari reiknireglu en áður. Lágmarksgjaldþolið samkvæmt þessum nýju reglum tekur mið af því að sumar tegundir áhættu, t.d. vátryggingaáhætta, markaðsáhætta og rekstraráhætta, eru þess eðlis að hægt er að reikna út viðeigandi kröfur vegna þeirra. Slíkir útreikn- ingar eiga hins vegar ekki við fyrir allar tegundir áhættu og því er nauðsynlegt að áhættustýring vátryggingafélaga sé nægilega traust til að fást við þá áhættu sem ekki er hægt að mæta með auknu fjármagni. Solvency II inniheld- ur því ítarlegar kröfur varðandi stjórnarhætti vátryggingafélaga, svo sem áhættustýringu, þar sem rík ábyrgð er lögð á herðar stjórn. Meðal verkefna stjórnarinnar er að láta framkvæma eigið áhættu- og gjaldþolsmat (own risk and sol- vency assessment) sem eru eigin útreikningar félagsins á fjármagns- þörf. Stjórn vátryggingafélags ber fulla og óskoraða ábyrgð á að farið sé að öllum lögum og reglum. Sol- vency II felur einnig í sér auknar kröfur um upplýsingagjöf svo neyt- endur og fjárfestar hafi aðgang að upplýsingum um fjárhags- stöðu og gæði stjórnarhátta hvers vátryggingafélags. Undanfarin ár hefur Fjármála- eftirlitið (FME) unnið að undir- búningi gildistöku hinna nýju reglna. FME hefur tekið virkan þátt í erlendu samstarfi innan EES og miðlað upplýsingum áfram til vátryggingafélaga hér á landi. Vátryggingafélög hér á landi hafa, líkt og erlend vátryggingafélög heima fyrir, jafnframt tekið þátt í könnunum á væntanlegum áhrifum hinna nýju reglna og haft með því aukin tækifæri til að leggja mat á væntanlega fjárhagsstöðu sína. Þá hefur FME sett ný leiðbeinandi til- mæli um áhættustýringu sem tekur mið af hinum nýju kröfum. Breytingarnar munu fela í sér auknar kröfur, bæði til vátrygg- ingafélaga og FME. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátrygg- ingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahags- svæði. Miklu skiptir því að innan FME sé til staðar góð þekking á hinum nýju reglum og hefur verið lögð á það áhersla innan vátrygg- ingasviðs FME að byggja upp slíka þekkingu. FME hefur einnig tekið virkan þátt í innleiðingu reglnanna í gegnum þátttöku í nefnd efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Ný heildarlög um vátrygginga- starfsemi voru lögfest á árinu 2010. Þar var meðal annars innleidd til- skipun um endurtryggingar. Rétt þótti við endurskoðun laganna að gera tillögur til breytinga á nokkr- um mikilvægum atriðum, m.a. að teknu tilliti til bankahrunsins sem hér varð á árinu 2008 og að teknu tilliti til Solvency II, eftir því sem mögulegt var. Lögð er þar áhersla á ábyrgð stjórna vátryggingafélaga, líkt og Solvency II gerir kröfu um. Stjórnir vátryggingafélaga skulu sem fyrr hafa almennt eftirlit með því að starfsemi félagsins fari að lögum og samþykktum, þar á meðal eftirlit með bókhaldi og ráðstöfun fjármuna félagsins. Stjórn skal setja reglur, sem staðfestar skulu af FME, um innra eftirlit, innri endurskoðun, fjárfestingarstarf- semi, lánveitingar og viðskipti við tengda aðila. Stjórnin ber ásamt framkvæmdastjóra ábyrgð á því að skipulag félagsins og innra eftirlit sé fullnægjandi og á því að félagið geti lagt fram upplýsingar sem þörf er á til eftirlits með því. FME getur og sett almennar regl- ur um fyrirkomulag innra eftirlits í vátryggingafélögum. Um þessa mundir vinnur FME m.a. við yfirferð reglna sem stjórnir vátryggingafélaga hafa sett í tengslum við ofanritað. FME hefur einnig að undanförnu haldið fjölda kynningarfunda með stjórnum og framkvæmdastjórum vátrygginga- félaga um Solvency II. Fastlega má gera ráð fyrir að ný lög um vátrygg- ingastarfsemi, breytt verklag við framkvæmd eftirlits þ.á m. við mat á hæfi framkvæmdastjóra, stjórna og lykilstarfsmanna og vinna vegna Solvency II muni hér sem í nágrannalöndunum skila aukinni neytendavernd. Mikil áhersla er lögð á að gæði eftirlits með vátryggingastarfsemi séu þau sömu, hvar sem er á hinu Evrópska efnahagssvæði. Það er til dæmis óá- sættanlegt að konur séu aðeins átta prósent allra fram- kvæmda- stjóra á Íslandi. Verulegar breytingar á starfs- umhverfi vátryggingafélaga Höfum við það kannski bara ágætt? Fyrir utan einstaka kal-skemmdir munu flestir garð- eigendur svara ofangreindri spurningu játandi. Vissulega er grasið sjálft nær undantekn- ingalaust fagurgrænt en spurn- ingin snýst um hvort slátturinn sé jafn grænn og grasið. Mikið er rætt um umhverf- isvernd og nauðsyn- leg framtíðarorku- skipti í samgöngum enda öllum ljóst að olían er takmörkuð auðlind. Þetta þýðir í stuttu máli að hver lítri af olíu verður einungis brenndur einu sinni og sú orka sem af brunanum leið- ir verður ekki í boði fyrir næstu kynslóð- ir. Bruninn myndar einnig koltvísýring sem eykur hættuna á neikvæðum loftslags- breytingum. Þó að enn séu vandfundnir rafbílar á hagstæðu verði gildir það sama ekki fyrir rafmagns-sláttuvélar og orf. Orkuskipti í garðinum Það er ekki víst að allir átti sig á að olíunotkun á sláttuvélar hefur margvísleg neikvæð áhrif sem auðvelt er að fyrirbyggja. Bensínsláttuvél brennir olíu sem kostar dýrmætan gjald- eyri og mengar andrúmsloftið. Slátturinn veldur einnig mikl- um hávaða sem pirrað getur nágranna og truflað dýralíf. Gefum okkur að bensínsláttu- vél eyði um 20 ml af bensíni á mínútu og að garðeigendur þurfi að jafnaði að slá garðinn átta sinnum yfir sumarið, hálftíma í senn. Fimmtíu þúsund garðeigendur nota þá, miðað við gefnar for- sendur, um 250.000 lítra af olíu á hverju sumri við garðslátt. Slíkt magn af olíu gæti keyrt smábíl 125 sinnum umhverf- is jörðina. Sem betur fer er endingartími sláttuvéla takmark- aður og endurnýj- unarþörfin býsna tíð. Hvernig væri að staldra aðeins við þegar næsta sláttu- vél eða orf er keypt og kýla á orkuskipti í garðinum? Sláttu- vélar sem ganga fyrir rafmagni eru oftast ódýrari í inn- kaupum, þær nota innlenda orku sem kostar miklu minna og mengar ekk- ert. Þær eru þar að auki mun hljóðlátari, sem gerir garð- slátt á laugardagsmorgni mun nágrannavænni. Hættum að nota olíu í garðinn og skiptum yfir í rafmagn. Íslensk raforka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjaldeyri í garðinum. Skiptu yfir í græna garðyrkju næst þegar þú kaupir sláttuvél. Er grasið þitt grænt? Reglur á fjármálamarkaði Rúnar Guðmundsson framkvæmdastjóri vátryggingasviðs FME Sigurður Freyr Jónatansson tryggingastærð- fræðingur FME Jafnréttismál Inga Dóra Pétursdóttir framkvæmdastýra Landsnefndar UN Women á Íslandi Umhverfismál Sigurður Friðleifsson framkvæmdastjóri Orkuseturs Íslensk raf- orka er ódýr og græn og því er engin ástæða til að eyða gjald- eyri í garð- inum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.