Fréttablaðið - 02.06.2011, Blaðsíða 33
FIMMTUDAGUR 2. júní 2011 25
MOZART Íslenska óperan leitar að
ungum söngvurum til að syngja í
Töfraflautunni eftir meistara Mozart.
Íþróttafélagið Gerpla fagnar
stórafmæli dagana 3. og 4. júní,
en þá verða fjörutíu ár liðin frá
stofnun félagsins. Árleg vor-
sýning félagsins fer því fram í
Íþróttamiðstöð Gerplu að Ver-
sölum 3 í Kópavogi um helgina,
þar sem heimur fimleikanna
verður samtvinnaður leiklist-
inni. Sýningin ber yfirskriftina
Fantasía og má búast við stóru
ævintýri hjá fimleikafélaginu.
Sýningar Gerplu hafa notið
mikilla vinsælda undanfarin ár
og mun félagið því bjóða upp á
fjórar sýningar, eina á föstudag
og þrjár á laugardag.
Sýningin hefst klukkan 16.30
á föstudag en klukkan 10, 12.30
og 15 á laugardag. Miðasala fer
fram í húsakynnum Gerplu að
Versölum 3, en miðinn kostar
500 krónur óháð aldri.
Fantasía hjá Gerplu
GERPLA Í 40 ÁR Ævintýraleg stemning
verður á vorsýningu félagsins um
helgina.
Íslenska óperan efnir til prufu-
söngs á fimmtudaginn 9. júní
fyrir þrjú hlutverk í Töfraflaut-
unni eftir Mozart, sem verður
frumsýnd í Hörpu í haust. Leitað
er að ungum drengjum eða stúlk-
um með góðar bjartar sópran-
raddir fyrir hlutverk „drengj-
anna þriggja“ sem koma töluvert
við sögu í óperunni.
Aldurstakmark er tíu ár og þá
þykir æskilegt að börnin hafi ein-
hverja reynslu í söng og leiklist.
Umsækjendur þurfa að syngja
lag að eigin vali, auk þess sem
æskilegt er að þeir syngi líka
upphaf síðari Finale úr Töfra-
flautunni.
Prufusöngurinn fer fram í
Hörpu en áhugasamir skulu hafa
samband við skrifstofu Íslensku
óperunnar eða senda upplýsingar
á virpi@opera.is
Nánar upplýsingar má finna á
www.opera.is.
Leitað að söng-
elskum börnum
Nokkrar yngismeyjar á Egils-
stöðum þreyttu nýlega áheita-
hlaup á Vilhjálmsvelli til styrktar
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna/
UNICEF á Íslandi. Einnig gengu
þær í hús í grennd við heimili sín
og söfnuðu fé til styrktar samtök-
unum, samtals 4.822 krónum sem
gjaldkeri Arion banka lagði inn á
reikning UNICEF.
Stúlkurnar eru í 3. bekk í Egils-
staðaskóla, nema sú yngsta sem er
í 1. bekk. Þetta var sameiginlegt
átak þeirra til góðra verka áður en
þær hlaupa kátar út í sumarið.
Yngismeyjar taka
höndum saman
SPRÆKAR STELPUR Í aftari röð eru
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Margrét
María Ágústsdóttir og Rannveig
Björgvinsdóttir og í þeirri fremri eru
Rakel Birta og Tinna Sóley Hafliðadætur.
MYND/STEINUNN ÁSMUNDSDÓTTIR