Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 12
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR12
A
lþjóðleg ráðstefna á
vegum SÁÁ var sett í
gær, en þar er umræðu-
efnið vímuefnafíkn og
afleiðingar hennar.
Dagskráin hófst með málþingi
og umræðum, en í dag fer fram
aðalráðstefnan þar sem íslenskir
og erlendir fræðimenn fara yfir
málin, með sérstakri áherslu á
amfetamín- og rítalínneyslu.
Frummælandi á ráðstefnunni
er Jag Khalsa frá rannsóknadeild
bandarísku fíkniefnarannsóknar-
stofnunarinnar. Hann stýrir deild
sem skoðar líkamlegar afleiðing-
ar fíkniefnaneyslu og hefur komið
hingað til lands þrisvar sinnum
áður. Í samtali við Fréttablaðið seg-
ist Khalsa heillaður af aðstöðunni
og starfinu hjá SÁÁ og segir mikla
möguleika felast í rannsókna-
samstarfi milli bandarískra heil-
brigðisyfirvalda og íslenskra aðila.
Heillaðist af starfsemi SÁÁ
„Forsaga okkar tengsla við Ísland
er að fyrir um fimm árum hitti ég
Þórarinn Tyrfingsson [yfirlækni
SÁÁ] á ráðstefnu í Kaíró og hann
bauð mér og yfirmanni mínum að
koma í heimsókn til Íslands til að
kynna okkur fyrir starfseminni.
Þegar hann lýsti starfinu fyrir
mér urðum við spenntir og ákváð-
um að slá til.“
Khalsa segist hafa heillast af
aðstöðunni og starfsemi SÁÁ
í heimsókn sinni og séð marga
möguleika á samstarfi á sviði
rannsókna. Hann hafi síðan
snúið aftur hingað til lands með
yfirmanni fíkniefnarannsókna-
stofnunarinnar, sem hafi einnig
séð marga kosti við samstarf.
„Ástæðan fyrir því,“ segir
Khalsa, „er að þetta er ein af
fáum stofnunum í heiminum sem
veita heildstæð meðferðarúrræði
fyrir fíkla og alkóhólista og það á
mjög árangursríkan hátt. Í Banda-
ríkjunum erum við með mjög fá
meðferðarúrræði þar sem boðið
er upp á heildstæða meðferð og
sú staðreynd að íslenska þjóðin er
mjög einsleit frá erfðafræðilegu
sjónarmiði og að SÁÁ veitir góða
þjónustu, gefur mikla möguleika
á rannsóknum.“
Spennandi rannsókn
Khalsa segir að fyrrnefnd eins-
leitni þjóðarinnar sé kjörin fyrir
rannsóknir þar sem svipuð arf-
gerð þátttakenda í rannsóknum
lágmarki ónákvæmni í mælingum.
„Því ákváðum við að fjármagna
eina rannsókn hér á landi. Rann-
sókn frá Svíþjóð hafði gefið til
kynna að hægt væri að meðhöndla
amfetamínfíkla með lyfi sem kall-
ast vivitrol, en hér á Íslandi feng-
um við tækifæri til að fá stærra
úrtak til að sannreyna þær niður-
stöður.“
Khalsa segir rannsóknina hafa
nú staðið yfir í eitt ár og niður-
staðna sé að vænta bráðlega.
„Ég bíð niðurstöðunnar í ofvæni
því að ef hún verður í samræmi við
væntingar höfum við sýnt fram á
að amfetamínfíkn megi meðhöndla
með lyfjum. Það mun svo ryðja
leiðina fyrir frekari rannsóknum
hér á landi.“
Khalsa segir að nánara samstarf
Bandaríkjanna og Íslands á vett-
vangi rannsókna á fíkniefnaneyslu
geti komið báðum aðilum vel þar
sem rannsóknarstarf á Íslandi geti
nýst til að meðhöndla sjúklinga í
Bandaríkjunum.
Mikill opinber stuðningur í Banda-
ríkjunum
Öflugt samstarf er mi l l i
meðferðar aðila og opinberra
stofnana vestanhafs, segir
Khalsa og bætir því við að sú
stofnun sem hann starfar fyrir,
fíkniefnarannsóknastofnunin,
velti rúmum milljarði Banda-
ríkjadala ár hvert og Heilbrigðis-
stofnun Bandaríkjanna í heild
sinni velti um 33 milljörðum.
„Hið opinbera styður vel við
meðferðarstofnanir í Bandaríkj-
unum, bæði í formi fjárveitinga
og sérfræðiaðstoðar. Þannig að á
hverju ári veitum við mjög háar
upphæðir í rannsóknir á með-
ferðarúrræðum, forvörnum og
lyfjaþróun.“
Virtir fræðimenn á ráðstefnu SÁÁ
Á ráðstefnu SÁÁ í dag er aðal-
umfjöllunarefnið hinar alvar-
legu afleiðingar neyslu á rítalíni
og amfetamíni og eru fjöl margir
virtir fræðimenn frá Banda-
ríkjunum komnir hingað til lands
að frumkvæði Khalsa.
„Við erum hingað komnir til að
ræða um nýjar hugmyndir í þess-
um efnum og ég hef fengið með
mér fólk til þess að kynna fyrir
þeim hin fjölmörgu svið sem
hægt er að rannsaka hér á landi.“
Khalsa segir að ýmis sam-
bærileg vandamál, tengd fíkni-
efnaneyslu, séu hér á landi og í
Bandaríkjunum.
Kostnaður samfélagsins í
Bandaríkjunum er til dæmis um
635 milljarðar dala á ári.
Þar sé neyslumynstrið þó öðru-
vísi og til dæmis er mun meiri
neysla á metamfetamíni þar en
hér á landi.
„En við sjáum líka stóraukna
misnotkun lyfseðilsskyldra
lyfja eins og Oxycontin og fleiri
sterkra verkjalyfja. Þar á ofan
erum við með mikla neyslu
marijúana sem er mest notaða
ólöglega fíkniefnið.“
Bregðast verður fljótt við HIV-
vandamáli
Spurður út í umræðuna um mis-
notkun lyfseðilsskyldra lyfja hér
á landi segir Khalsa að ljóst sé
að um aðkallandi vandamál sé að
ræða.
Mikil aukning á neyslu á
rítalíni og öðrum svokölluðum
metýlfenidat-lyfjum, sem notuð
eru gegn kvillum eins og ADHD,
bendi til misnotkunar.
„Í Bandaríkjunum eru sannar-
lega dæmi um misnotkun á metýl-
fenidat-lyfjum en ekki í því hlut-
falli sem sést hér á Íslandi. Hér
er líka komið upp nýtt og alvar-
legt vandamál, sem er fjölg-
un HIV-sýkinga. Þegar ég kom
hingað fyrir um tveimur árum
greindist aðeins eitt tilvik af HIV
það árið en nú eru tíu ný tilfelli
sem bendir til þess að meiri hátt-
ar vandamál sé að þróast. Við því
verður að bregðast hratt og vel.“
Khalsa segir loks að ástæða
þess að hann leggi leið sína til
Íslands sé sú að hann vilji efla
alþjóðlega rannsóknarsam-
vinnu til að leita nýrra lausna
við vandamálum tengdum eitur-
lyfjafíkn.
„Ef rannsóknin sem við erum
að vinna að núna skilar tilætluð-
um árangri, sé ég fyrir mér mun
fleiri slík verkefni hér á landi.“
Ísland ákjósanlegt til rannsókna
Vísindamaðurinn Jag
Khalsa er yfirmaður á
rannsóknadeild banda-
rísku fíkniefnarann-
sóknastofnunarinnar.
Hann er staddur hér
á landi vegna alþjóð-
legrar ráðstefnu á
vegum SÁÁ og er mjög
áhugasamur um aukið
samstarf við Íslendinga,
eins og Þorgils Jónsson
komst að.
STUNDAR RANNSÓKNIR Á MISNOTKUN FÍKNIEFNA Jag Khalsa segir að margt mæli með áframhaldandi rannsóknasamstarfi milli bandarískra og íslenskra fræðimanna á sviði
fíkniefnamála. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Í Bandaríkjunum eru sannarlega dæmi um misnotkun á
metýlfenidat-lyfjum, en ekki í því hlutfalli sem sést hér á
Íslandi.
Opnunartímar
Virka daga frá kl. 16-19
Laugardag og sunnudag kl 13-17
Ármúla 21
SÓFADAGAR
ÁRMÚLA 21
Verð frá 135.000 kr.
LOKADAGAR.
Gæðasófar á frábæru verði!
LÝKUR UM HELGINA
Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir
segir samstarfið við bandarísku
stofnanirnar vera afar mikilvægt fyrir
starfsemi SÁÁ.
„Fyrst og fremst er þetta ákveðin
upphefð fyrir okkur þar sem sam-
starf við þessa aðila varpar á okkur
jákvæðu ljósi. Annars er líka mikill
ávinningur í þeirri reynslu sem fæst
af rannsóknarstörfunum. Með þeim
öðlast okkar starfsfólk ákveðna þekk-
ingu og þjálfun sem styrkir okkar
starf og skilar sér í betri meðferð fyrir
sjúklingana.“
Upphefð fyrir SÁÁ
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Jag Khalsa ræðir um samstarf um rannsóknir á fíkniefnaneyslu