Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 54
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR38
FÖSTUDAGSLAGIÐ
„Let Me Entertain You með
Robbie Williams kemur mér í
föstudagsgírinn. Klassískt að
byrja kvöldið á því.“
Andri Ómarsson er einn af aðalskipu-
leggjendum Bestu útihátíðarinnar.
„Ég er að fara að taka þetta að
mér. Það er ekki búið að ákveða
neitt annað,“ segir leikstjórinn
Gunnar Björn Guðmundsson.
Gunnar hefur tekið að sér að
leikstýra Áramótaskaupi Sjón-
varpsins, þriðja árið í röð. Hann
fær því einstakt tækifæri til að
loka þríleiknum, en fyrstu skaup-
in hans tvö þóttu afar velheppnuð.
„Þetta er mjög skemmtilegt
verkefni og ólíkt öllu öðru,“ segir
Gunnar. „Þetta fær mestu athygl-
ina og gríðarlegt áhorf. Alveg
brjálað, sem er mjög skemmtilegt.“
Síðustu tvö ár hafa Anna Svava
Knútsdóttir, Ari Eldjárn, Halldór
E. Högurður, Ottó Geir Borg og
Sævar Sigurgeirsson verið í höf-
undateymi Skaupsins, en Gunnar
hefur ekki ráðið handritshöfunda
til að skrifa Skaupið með sér í ár
og segist raunar ekki vera búinn að
ákveða neitt í þeim efnum. „Þetta
er nýskeð og ekkert búið að hugsa
meira út í þetta, enda árið ekki
hálfnað,“ segir hann. „Nú á eftir
að stilla þessu upp.“
En er árið búið að vera nógu
viðburðaríkt hingað til fyrir gott
Skaup?
„Já, ég er að vísu ekki mikið
búinn að spá í þetta. En jú, jú,
það er alltaf eitthvað. Það verður
verkefnið okkar að finna út úr því.
Hvernig það liggur.“ - afb
Leikstýrir þriðja Skaupinu í röð
LOKAR ÞRÍLEIKNUM Gunnar hefur leikstýrt tveimur síðustu Áramótaskaupum og
leikstýrir því þriðja í ár. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Baltasar Kormákur hefur verið á ferð og
flugi á þessu ári. Hann bjó í hálft ár í New
Orleans þegar tökur á Hollywood-myndinni
Contraband stóðu yfir. Svo kom hann heim í
sveitasæluna í Skagafirði þar sem kvikmynd-
in var klippt með Elísabetu Ronaldsdóttur
og nú er hann fluttur út aftur, að þessu sinni
til London til að sinna eftirvinnslu myndar-
innar. „Ég verð hérna meira og minna í allt
sumar. Ég er kominn með íbúð rétt hjá höfuð-
stöðvum Working Title og verð að hljóðvinna
myndina í Baker Street þar sem þeir eru með
aðstöðu,“ segir Baltasar í samtali við Frétta-
blaðið.
Dvölin á Íslandi var ekki eingöngu nýtt til
klippinga heldur notaði leikstjórinn tæki-
færið og tók nokkra ramma fyrir Contraband
hér á landi. „Ég þurfi að taka upp smá skipa-
dót og fékk góða aðstoð frá Eimskip og svo
var ég við neðansjávartökur á Þingvöllum.
Þær nýtast mér reyndar bæði fyrir Contra-
band og Djúpið. Maður reynir að koma með
alla vinnu sem maður getur hingað heim,“
segir Baltasar en eftirvinnslufyrirtækið
Framestore Reykjavik vinnur að myndinni
eins og Fréttablaðið hefur greint frá.
Contraband skartar stórstjörnunni
Mark Wahlberg í aðalhlutverki ásamt Kate
Beckins ale, Lukas Haas og Giovanni Ribisi.
Myndin er endurgerð á íslensku kvikmynd-
inni Reykjavik-Rotterdam og segir frá
smyglara sem er plataður út í eitt smyglið
enn. Contraband verður væntanlega frum-
sýnd á næsta ári. - fgg
Baltasar kemur sér fyrir í Baker Street
Á FERÐ OG FLUGI Baltasar Kormákur er búinn að koma
sér fyrir í London og verður þar, meira eða minna, í allt
sumar. Hann er að hljóðvinna Contraband.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
„Ég sagði ekki orð. Ég stóð bara
eins og spýtukall með skiltið með
bókstafnum,“ segir Sigrún Ósk
Kristjánsdóttir, sjónvarpskona á
Stöð 2.
Sigrún Ósk var fulltrúi Íslands
í lokaþætti sjónvarpskonunnar
Opruh Winfrey á dögunum. Fram-
leiðendur þáttarins leituðu til
kvenna víðs vegar að úr heiminum
til að taka þátt í óvæntu atriði sem
Oprah hafði ekki hugmynd um.
Hlutverk Sigrúnar var að standa
með skilti með bókstafnum „O“
við þekkt kennileiti í Reykjavík.
„Ég hef ekki séð þáttinn sjálf en
mér skilst að þetta hafi verið sýnt.
Það voru fimmtán þúsund manns í
myndverinu og ég reikna fastlega
með því að ásamt heimsókn Toms
Hanks, Beyoncé og Madonnu hafi
þetta verið það sem kom henni
skemmtilegast á óvart,“ segir Sig-
rún Ósk og hlær.
Alls skilaði Sigrún inn fimm-
tán mínútna myndefni af sér
með skiltið góða. Framleiðendur
þáttar ins vildu greinilega hafa
vaðið fyrir neðan sig því á end-
anum var aðeins stutt brot af því
notað. „Við skemmtum okkur kon-
unglega við þetta, ég og Baldur
myndatökumaður,“ segir Sigrún.
Mikil leynd hvíldi yfir umræddu
atriði og þurfti Sigrún að heita því
að láta ekki nokkurn mann vita af
upptökunum fyrir sýningu þátt-
arins. Hún þurfti að fylla út blað
með ýmsum upplýsingum um sig.
Auk þess átti hún að segja frá því
hvaða þýðingu Oprah hefði haft
fyrir hana og líf hennar. „Ég sagði
frá því að ég hefði verið sautján
ára þegar ég sá fyrsta þáttinn
en svo hefði ég ekki endurnýjað
kynnin fyrr en ég var í fæðingar-
orlofi í fyrra. Þá fékk ég til baka
svar þar sem mér var þakkað
fyrir að vera „loyal viewer“ síðan
ég var sautján,“ segir Sigrún.
hdm@frettabladid.is
SIGRÚN ÓSK: ÞURFTI AÐ FARA MEÐ ÞETTA EINS OG MANNSMORÐ
Kom fram í óvæntum
kveðjuþætti Opruh Winfrey
HEIÐRAÐI OPRUH WINFREY Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir kom fram í óvæntum kveðjuþætti fyrir Opruh Winfrey.
Hún fékk verkefnið í gegnum Svanhildi Hólm Valsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins, sem kom fram í
þætti Opruh fyrir nokkrum árum eins og frægt varð. MYND/BALDUR HRAFNKELL
2.299,-
ALLTAF ÓDÝRARI
Boðið á alþjóðlega
leiklistarhátíð í Írak
Uppfærslu leikhússins í Konst-
anz á verki Bertolt Brecht,
Móðir Hugrekki, í leikstjórn
Þorleifs Arnarssonar hefur
verið boðið að taka þátt í fyrstu
alþjóðlegu leiklistarhátíðinni í
Írak.
Hátíðin fer fram í höfuðborg
Kúrdistan-héraðsins, Arbil, en
Þorleifur sjálfur kemst að öllum
líkindum ekki með, þar sem
hann hefur mikilvægari hnöpp-
um að hneppa hér heima. „Þetta
er sett í sömu viku og ég eignast
barn,“ segir Þorleifur í samtali
við Fréttablaðið.
Verkið fékk mjög sterk við-
brögð þegar það var frum-
sýnt í Þýskalandi; sumir voru
hrifnir og hrósuðu því hástert,
aðrir ekki. „Þetta er eitt af höf-
uðverkum Brechts og gerist í
Þrjátíu ára stríðinu. Ég tók hins
vegar út allar tilvísanir í það
stríð, þannig að þetta virkar
sem eilífðarstríð.“ Uppfærsl-
an þykir mjög myndræn, það
rignir blóði allan tímann uppi
á sviði og leikstjórinn segir að
nú sé allt á fullu við að leysa
tæknilegar útfærslur. Þorleif-
ur viðurkennir að ekki standi
öllum á sama í leikhópnum;
tvær af leikkonum verksins séu
til að mynda ákaflega smeykar
við ferðalagið en ætli þó að láta
slag standa.
Þorleifur segir valið vera
gríðarlega mikinn heiður og
kveðst vera spenntur að heyra
hvernig íbúar hins stríðs-
hrjáða lands muni taka verkinu.
„Kannski mun verkið snerta
áhorfendur þarna mjög djúpt
og kannski á það bara eftir að
hljóma hjákátlega.“ - fgg
TIL ÍRAKS Leiksýningu Þorleifs Arnarssonar, Móðir Hugrekki, hefur verið boðið á
fyrstu alþjóðlegu leiklistarhátíðina í Írak. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR