Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 22
Útitónleikarnir Músmos verða haldnir á morgun frá klukkan 15 til 20 við Álafoss í Mosfellsbæ. Aðgangur er ókeypis en meðal þeirra sem koma fram eru Legend, Moy, Gummester, Rökkurró og Vintage Caravan. „Tónleikarnir í kvöld kallast Er sumarið kom yfir sæinn. Þeir verða í Borgarneskirkju og þar verða bæði fluttar þekktar perlur og óútgefin lög eftir Sigfús Hall- dórsson. Kynnir verður Gunn- laugur, sonur Sigfúsar, en hann lumar á ýmsum fróðleik um föður sinn og lögin hans. Hann sýndi mér frumdrög að Litlu flugunni í gær til dæmis. Auk hans koma fram Guðrún Ingimars sem ólst upp á Hvanneyri og hefur sungið mikið í Þýskalandi og víðar og Bergþór Pálsson sem ekki þarf að kynna. Ég mun svo leika undir,“ segir Jón- ína Erna Arnardóttir píanóleikari og listrænn stjórnandi hátíðarinn- ar IsNord. Jónína segir hefð fyrir að vera með eina útitónleika á IsNord og listafólk sem tengist Borgarfirðin- um. „Píanóleikarinn Ástríður Alda er til dæmis ættuð héðan úr Borg- arfirði. Hún ætlar að spila tónlist eftir Chopin í Reykholtskirkju á morgun,“ segir hún. „Svo erum við með tónleika í helli á sunnudaginn. Þar mun Voces Thules flytja miðaldatónlist og það á vel við því fólk bjó í hell- unum þarna á miðöldum. Stefáns- hellir tilheyrir hrauninu við Surts- helli, hann er risastór og tónninn þar verður hreinn og tær. Það er alveg magnað að vera með tónleika á slíkum stað en fólk ætti að vera í góðum skóm og hafa húfu á höfði því það gæti dropað aðeins úr loft- inu.“ Jónína Erna stofnaði tónlistarhá- tíðina IsNord árið 2005 og hefur haldið hana árlega síðan. „Mér fannst vanta skemmtilegt innlegg fyrri part sumars hér í Borgar- firði,“ segir hún, „og vildi vekja athygli á borgfirskum náttúruperl- um í leiðinni.“ gun@frettabladid.is Sumarið kemur yfir sæinn með tónum Tónlistarhátíðin IsNord verður haldin í Borgarfirði um helgina. Þar er dagskrá helguð Sigfúsi Halldórssyni, tónlist Chopin hljómar í Reykholtskirkju og miðaldasöngvar í Stefánshelli. Sungið var í Grábrókargíg árið 2007. Nú verður lagið tekið í helli. Jónína Erna er píanóleikari og tónlistar- kennari í Borgarfirði. Hún hefur haldið tónlistarhátíðina IsNord árlega síðan 2005. Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norð- an við Akureyri. Þar eru varðveittar miklar mannvistarleifar enda voru Gásir mikill verslunarstaður á miðöldum. Staðarins er víða getið í fornritum frá 13. og 14. öld. Boðið verður upp á klukkutíma langa göngu um Gásir á morgun, laugardaginn 11. júní. Hún hefst á bílastæðinu og tekur um klukkustund en um leiðsögn sér Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Hún mun svara spurningum göngufólks um allt það sem við- kemur þessum sögufræga stað. Nú eru einnig í undirbúningi Miðaldadagar á Gásum sem fram fara 16. til 19. júlí. Þá verður líf og fjör og fólk getur horfið aftur til fyrri tíma, hlustað á hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúfa tónlist og fundið matarilm. Nánari upplýsingar er að finna á www.gasir.is. Gásir við Eyjafjörð. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON Gengið um hinn forna kaupstað Gásir HERDÍS S. GUNNLAUGSDÓTTIR LEIÐIR Á MORGUN GÖNGU UM HINN SÖGUFRÆGA STAÐ GÁSIR. Sauðfjársetrið á Hólmavík verður opnað í dag. Opið verður frá 12 til 18 í sumar. Staðið verður fyrir skemmtilegum uppákom- um, til dæmis risa kaffihlaðborði hinn 17. júní. www.strandir.is Sumargleði Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓT BITAFISKUR -næring fyrir líkama og sál www.nora.is Dalveg opið: má-fö. 11-18, laugard. 11-16 Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar. Dalvegi 16a, Rauðu múrsteinshúsunum Kóp. 201 - S: 517 7727 www.nora.is facebook.com/noraisland Fyrir bústaðinn og heimilið Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.