Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 21
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 M ér fannst vanta að boðið væri upp á þjóðlegan mat í mið- bænum og datt þá í hug að opna stað í anda gömlu kjötbúðanna, Borgar og Tóm- asar, sem seldu heitan mat eftir vigt í hádeginu.“ Þannig lýsir Bjarni Geir Alfreðsson hvernig hugmyndin að Matbúð mömmu Steinu vaknaði en hann opnaði hana nýverið á Skólavörðustíg 23. Í Matbúð mömmu Steinu er boðið upp á þjóðlegan mat í hádeginu. Þar er einnig hægt að kaupa ýmsa íslenska vöru á borð við sultur, harðfisk frá Hauga- nesi, Úteyjarsilung og birki- reykta lifur. „Við stefnum að því í framtíðinni að vera með sem flest beint frá býli,“ lýsir Bjarni. Nafn staðarins er æði sérstakt og er Bjarni inntur eftir því. „Móðir mín hét Steinunn Bjarna- dóttir, leik- og söngkona. Hún var mikil matmanneskja og elskaði góðan íslenskan mat. Til að halda minningu hennar á lofti fannst mér tilvalið að nefna búðina í höfuðið á henni,“ svarar Bjarni. Hann mun áfram standa vakt- ina á veitingastað sínum á BSÍ Bjarni Geir Alfreðsson, Bjarni snæðingur, opnaði nýlega Matbúð mömmu Steinu á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 500 g gular baunir 400-500 g saltkjöt með beini 200 g af gulrótum, rófum, blómkáli, brokkolíi eða öðru 100 g beikon grænmetiskraftur fljótandi nautakraftur fljótandi 1 laukur saxaður Gulu baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring. Salt- kjötið er soðið í klukkutíma og korter. Á sama tíma eru baunirnar soðnar ásamt smátt skornum lauk. Meðan kjötið og baunirnar eru að sjóða skal ausa hluta af soði kjötsins á baunirnar til að þynna þær. Þegar kjötið er soðið er það pillað utan af beinunum og bætt út í baunirnar ásamt fljótandi grænmetis- og nautakrafti. Beikonið er skorið niður og bætt út í. Að lokum er niður- skornu grænmetinu bætt út í til að mýkja það. Rétturinn er borinn fram með rúgbrauði eða maltbrauði og soðnum kartöflum. Bjarni segir þennan rétt mjög drjúgan í krepp- unni, hann sé seðjandi auk þess sem nota megi í hann hvaða kjöt sem er. SALTKJÖTSRAGÚ AÐ HÆTTI BJARNA SNÆÐINGS FYRIR 4 en dóttir hans, Katrín Ösp, mun sjá um daglegan rekstur á Skóla- vörðustígnum. „Við hins vegar sameldum fyrir báða staði,“ upp- lýsir Bjarni og segir vinsæl- ustu réttina á matseðlinum vera lambakótilettur í raspi, fiskiboll- ur, hakkabuff að dönskum hætti og lambalæri bernaise í vikulok- in. „Þá stoppa reyktu sviðin stutt við,“ segir hann glaðlega. solveig@frettabladid.is Þjóðlegt í miðbænum Fiskfélagið er besti veitingastaðurinn í Reykja- vík að mati lesenda vefsíðunnar www.Tripadvi- sor.com. Í öðru sæti var Nauthóll og í því þriðja Harry‘s á Rauðarárstíg. N ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.