Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 16
16 10. júní 2011 FÖSTUDAGUR
FRÁ DEGI TIL DAGS
greinar@frettabladid.is
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
SKOÐUN
HALLDÓR
Hvítasunnan er hátíð heilags anda, sem er kærleiksönd, sannleiksandi,
friðarband og einingarafl. Hildigerður frá
Bingen (1098-1179) orðaði lofgjörð til heil-
ags anda fagurlega í sálmi sínum: Ó Guð,
kraftsins iða, sem streymir
yfir allt/ þú tengir allar þjóðir./
Vindar hefja sig til flugs, stein-
arnir safna vætu/ og jörðin
svellur af lifandi grænsemd.
Hvítasunna er hátíð kirkjunn-
ar og oft hefur það samfélag
endurspeglað kraftsins iðu sem
tengir það saman. Kirkja í sinni
víðustu mynd er ekki stofnun
og ekki hús, heldur hreyfiafl,
knúið áfram af lifandi græn-
semd. Stundum hafa menn
gleymt að án sannleika verður
enginn friður og að án kærleik-
ans verður enginn eining.
Í dag kynnir rannsóknar-
nefnd um viðbrögð og starfs-
hætti þjóðkirkjunnar vegna ásakana um
kynferðisbrot fyrrverandi biskups niður-
stöðu sína. Tilfinning mín gagnvart því
sem koma skal einkennist jafnt af stolti og
skömm. Ég er stolt yfir því að sannleiks-
nefnd og sannleiksskýrsla hafi orðið að
veruleika, að Kirkjuþing sem skipað er að
meirihluta leikmönnum sem eru fulltrúar
safnaðanna hafi tekið forystu í málinu og
að þingið komi saman af þessu tilefni 14.
júní. Ég er líka full af skömm yfir því að
þörf hafi reynst á slíkri nefnd og
skýrslu. Ég hef þær væntingar
til þingsins að þar tali leikir og
lærðir saman í anda og sann-
leika og í lifandi kirkju. Kirkju-
þing hefur ekki agavald innan
hins þjóðkirkjulega ramma, en
raddir þær sem koma frá söfnuð-
unum og hinnar vígðu þjónustu
geta hljómað af festu og yfir-
vegun um þetta mál og þannig
haft mikil áhrif. Atburðir og orð
næstu viku fá úr því ráðið hvort
verði ofaná, stolt yfir framförum
eða skömm yfir mistökum.
Hvítasunnan er hátíð helgrar
andar, hátíð sannleiksandans. Á
Íslandi í ár verður hún líka helgi
sannleiksnefndarinnar, þar sem reynt
verður að gera erfiðri sögu skil og þar
sem hin veiku og smáu hafa rödd og mál
til jafns við hin valdamiklu og vel tengdu.
Öll eru þau kirkjan, og á þeim gæti öndin í
sannleika byggt lifandi grænsemd.
Sannleiksandi og sannleiksnefnd
Sannleiks-
skýrsla
Sigríður
Guðmarsdóttir
sóknarprestur í
Reykjavík
Tilfinning
mín gagnvart
því sem koma
skal ein-
kennist jafnt
af stolti og
skömm.
GUSGUS – ARABIAN HORSE
AUKATÓNLEIKAR
NASA – LAU. 18. JÚNÍ KL. 24:00
- Miðasala hafin á midi.is
Tölurnar blekkja
Stundum liggja að baki fréttum for-
sendur sem setja þær í nýtt ljós. Það
ríður því á að vera læs á samhengið.
Í fyrradag sagði umhverfisráðuneytið
frá glæsilegum árangri sem náðst
hefði við að hefta utanvegaakstur.
Vísbendingar væru um að hann hefði
dregist saman um 15 til 30 prósent
síðan sérstakt átak var
sett í gang fyrir nokkrum
árum. Ekki skal lítið gert
úr því. Þó ber að hafa
í huga að á einungis
einu ári hefur dregið úr
akstri almennt um 7 til
11 prósent. Það hlýtur
að skipta máli.
Duglegar boltabullur
Í gær hrósaði lögreglan síðan gestum
á landsleik Íslendinga og Dana í
Laugardalnum um helgina fyrir að
hafa brugðist vel við tilmælum hennar
um að leggja ekki ólöglega. Einungis
hefðu sektarmiðar verið settir á sex
ökutæki og því hefðu aðgerðir lög-
reglu borið augljósan árangur. Til þess
ber hins vegar að líta að aðsókn á
leikinn var afspyrnuslök. Stæðin
hafa líklega bara að mestu dugað
til – aldrei þessu vant.
Til hlés
Fjarvera var þema
miðvikudagsins á
Alþingi. Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti
til dæmis enga ræðu í eldhúsdags-
umræðum um kvöldið, ólíkt öllum
öðrum flokksformönnum. Það gerði
ekki heldur neinn annar ráðherra
flokksins, ekki frekar en síðasta haust.
Fyrr um daginn höfðu farið fram
umræður um utanríkisstefnu Vinstri
grænna og stuðning ríkisstjórnarinnar
við hernaðinn í Líbíu. Þar hélt
Steingrímur J. Sigfússon sig
alfarið frá ræðupúltinu, eins
og Ögmundur Jónasson. Allt
hefur þetta fólk skoðanir á
málunum sem til umræðu eru.
Gott og gagnlegt væri að
heyra þær sem oftast.
stigur@frettabladid.is
M
álareksturinn gegn Geir H. Haarde fyrrverandi for-
sætisráðherra fyrir landsdómi ber mörg einkenni
pólitískra réttarhalda.
Það á við um hina upphaflegu ákvörðun Alþingis,
að ákæra Geir einan en ekki aðra ráðherra sem rann-
sóknarnefnd Alþingis taldi hafa vanrækt skyldur sínar í aðdraganda
bankahrunsins. Það var niðurstaðan af pólitískum hráskinnaleik
hluta þingflokks Samfylkingarinnar, sem kaus að ákæra Geir en
hlífa eigin flokksmönnum.
Sama á við um vinnubrögð meirihluta þingmannanefndarinnar,
sem lagði til við Alþingi að fyrr-
verandi ráðherrar yrðu ákærðir.
Nefndin framkvæmdi enga sjálf-
stæða rannsókn á málinu. Hún
ræddi aldrei við hugsanlega sak-
borninga til að heyra þeirra hlið
á málinu, sem þó telst sjálfsögð
regla í réttarríki.
Saksóknari Alþingis gerði
heldur ekki neina rannsókn á sakargiftunum og gaf því út ákæru
sem er efnislega samhljóða ályktun Alþingis. Ákæruatriðin eru eftir
því almennt orðuð og erfitt að festa hendur á þeim. Saksóknarinn
ræddi heldur ekki við sakborninginn áður en ákæran var gefin út.
Augljós skortur Sigríðar Friðjónsdóttur saksóknara á sannfæringu
fyrir málinu og að réttarhöldin leiði til sakfellingar er enn ein vís-
bendingin um að hér sé fyrst og fremst pólitískt mál á ferð. Af sama
toga er ákvörðun saksóknarans um að opna sérstakan vef á kostnað
skattgreiðenda til að útskýra sína hlið á málarekstrinum. Ef það
væri venja ákæruvaldsins í stórum málum væri minna út á þessa
almannatengslastarfsemi að setja, en það er bara alls ekki raunin.
Fleira bendir til að ýmissa grundvallarreglna réttarríkisins sé
ekki gætt í málarekstrinum. Þar á meðal er breytingin á lögunum
um Landsdóm, sem meirihluti Alþingis gerði eftir að ákveðið var að
ákæra Geir, þannig að skipunartími dómaranna var framlengdur.
Geir hefur réttilega sagt að slíkt fikt í regluverkinu myndi tæplega
líðast í nokkru réttarríki.
Geir Haarde sagði á blaðamannafundi fyrr í vikunni að vel færi á
því að Steingrímur J. Sigfússon, Atli Gíslason og Ögmundur Jónasson
bæru ábyrgð á fyrstu pólitísku réttarhöldunum á Íslandi. Sumir hafa
leitt að því getum að með þessu hafi hann vísað til þess að þessir
þremenningar væru arftakar kommúnistahreyfingarinnar á Íslandi,
sem á sínum tíma studdi pólitísk sýndarréttarhöld í Sovétríkjunum.
Það er reyndar dálítið langsótt.
Nærtækara er að horfa til þess hvað þeir Steingrímur, Atli og
Ögmundur hafa haft af því miklar áhyggjur undanfarin ár að tækjum
réttarkerfisins sé misbeitt í pólitískum tilgangi. Þeir hafa til dæmis
haft allt á hornum sér yfir afskiptum lögreglu af skemmdarverkum
virkjanaandstæðinga, sem þeir hafa talið pólitísk, áformum um for-
virkar rannsóknarheimildir lögreglu, sem þeir hafa talið að kynnu
að beinast gegn pólitískum andstæðingum stjórnvalda, og þar fram
eftir götunum.
Nú stefnir hins vegar allt í að þessir yfirlýstu stuðningsmenn
mannréttinda standi að því að þverbrjóta ýmsar reglur réttarríkisins
til að koma höggi á einn mann, sem draga á til ábyrgðar fyrir heilt
stjórnkerfi sem ekki réði við hlutverk sitt. Hætt er við að dómur
sögunnar um þá verði ekki sá sem þeir hefðu kosið.
Málareksturinn fyrir landsdómi er pólitískur.
Hvern dæmir sagan?