Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 44
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR28
folk@frettabladid.is
Lindsay Lohan hefur fengið
tveggja ára nálgunarbann á mann
að nafni David Cocordan, en mað-
urinn hefur setið um leikkonuna
frá árinu 2009. Cocordan á meðal
annars að hafa komið reglulega að
heimili Lohan með súkkulaði og
tímaritagreinar, útbúnar af honum
sjálfum, sem gáfu til kynna að þau
tvö ættu í ástarsambandi. Hvorki
Lohan né Cocordan mættu í rétt-
arsalinn, en málið var tekið fyrir í
Los Angeles á miðvikudag. Nýlega
hélt leikkonan því fram að Cocord-
an hafi ætlað að drepa sig og birti
mynd af manninum á Twitter-síðu
sinni, en þá var hann ráfandi fyrir
utan heimili hennar.
Fær nálgunarbann
BANNAÐ AÐ ELTA LOHAN Lindsay Lohan
hefur þurft að þola eltihrellinn David
Cocordan frá árinu 2009. Hún fékk
tveggja ára nálgunarbann á hann á
miðvikudaginn.
Zach Galifianakis lét margt
flakka í viðtali við tímaritið
Rolling Stone á dögunum, en
hann ljóstraði því meðal annars
upp að von væri á þriðju Hang-
over-kvikmyndinni. Söguþráður
myndarinnar verður frábrugðinn
hinum tveimur, en þriðja myndin
á að fjalla um flótta Alans, sem
leikinn er af Galifianakis, af
geðveikrahæli með hjálp þeirra
Phils, Stu og Dougs, sem hafa
verið burðarhlutverkin í Hango-
ver-myndunum. Galifianakis er
þó þekktur fyrir mikið sprell og
því verður athyglisvert að sjá
hvort hann er í raun að segja satt
eða hvort þetta er allt uppspuni.
Segir að von sé á
Hangover 3
ÞRIÐJA HANGOVER-MYNDIN Á
LEIÐINNI Zach Galifianakis segir að
von sé á Hangover 3 og uppljóstrar
um söguþráðinn í viðtali við Rolling
Stone.
„Þetta verður þáttur um upp-
átækjasamar stelpur sem hafa
skoðanir og eru að gera áhuga-
verða hluti,“ segir blaðamaðurinn
Þóra Tómasdóttir, en 20. júní næst-
komandi hefur þátturinn Sokka-
bandið göngu sína á Rás 2 í umsjón
systranna Þóru og Kristínar.
„Það má eiginlega segja að við
séum að gera innrás í útvarpið. Við
bárum hugmyndina undir Sigrúnu
(Stefánsdóttur, dagskrárstjóra
Ríkisútvarpsins, innsk. blm.) því
okkur fannst vanta svona þátt. Sig-
rún hafði keypt bókina okkar og
tók strax vel í þetta,“ segir Þóra,
en þær systur gáfur í fyrra út Bók
fyrir forvitnar stelpur sem vakti
mikla lukku.
Þóra segir samstarf systranna
bæði geta verið frábært og skelfi-
legt. „Ég held að allir sem eiga
systkini á svipuðum aldri viti hvað
ég er að tala um. Við erum með
svipaðar skoðanir og erum ákafar
en sömuleiðis mjög ólíkar.“
Systurnar ætla að fjalla um
framtaksamar konur í Sokkaband-
inu og er fyrsti þátturinn þegar til-
búinn. Viðmælendur eru úr öllum
áttum, allt frá skylmingakonum til
rithöfunda. „Ég ætla ekki að gefa
of mikið uppi um fyrsta þáttinn en
ég hvet fólk með skoðanir á tísku-
bloggi að sperra eyrun í fyrsta
þætti. Þó að hann sé ekki enn þá
farinn í loftið hefur einn virtasti
tískubloggari landsins þegar sent
okkur tóninn,“ segir Þóra leyndar-
dómsfull. - áp
Gera innrás í útvarpið
STELPUR Í ÚTVARPIÐ
Systurnar Þóra og
Kristín Tómasdætur
verða með útvarps-
þáttinn Sokkabandið
á Rás 2 í sumar, en
þar verður einblínt
á uppátækjasamar
stúlkur.
Söngvararnir Friðrik Ómar
og Jógvan Hansen verða
á ferð og flugi um landið í
sumar. Þeir ætla að fylgja
eftir plötunni Vinalög sem
kom út árið 2009 en lofa að
taka Eurovision-lögin líka.
„Við verðum bara tveir á rúntin-
um,“ segir söngvarinn Jógvan Han-
sen, en þeir Friðrik Ómar ferðast
um landið í sumar að fylgja eftir
plötunni Vinalög. „Vinalög var
metsöluplata árið 2009 og við erum
að fylgja henni eftir, núna einu og
hálfu ári síðar,“ segir Friðrik Ómar.
Friðrik og Jógvan héldu fyrstu
tónleikana í Akraneskirkju á mið-
vikudagskvöldið og heppnuðust
þeir vel. „Það er svo gaman hvað
við erum með skýran markhóp. 95
prósent gesta eru konur en svo eru
einstaka hugrakkir karlmenn sem
mæta,“ segir Friðrik, og bætir við
að þeir félagarnir ætli sér að taka
nokkur Eurovision-lög inn á milli.
„Ég tek This Is My Life og Jógv-
an tekur eitthvað af lögunum sem
hann hefur sungið í undankeppnun-
um hér heima. Hann dreymir nátt-
úrulega um að vinna þessa keppni,
hefur tekið þátt þrisvar en aldrei
unnið,“ segir Friðrik Ómar í létt-
um dúr.
Ferðalagið verður ansi mikið en
allt í allt verða tónleikastaðirnir 25
um allt land. „Við ferðumst aðal-
lega með bílaleigubíl en Flugfélag
Íslands ætlar líka að gera vel við
okkur og við fáum að fl júga svolít-
ið.“ Spurðir að því hvor þeirra ætli
að sjá um aksturinn, segir Jógvan
að þeir muni skiptast á en telur þó
að það muni á endanum koma í hans
hlut að sitja við stýrið. „Hann kann
ekkert að keyra hann Friðrik. Ann-
ars hef ég nú alveg gaman að því
að keyra bíl, svo þetta verður bara
fjör.“ kristjana@frettabladid.is
Einstaka karlmenn sem
þora á tónleikana okkar
2.280.000 KRÓNUR er búist við að fáist á uppboði seinna í júní fyrir bréf Díönu prinsessu. Bréfin skrifaði Díana til fyrrverandi samstarfskonu sinnar og fjalla þau meðal annars um himneska
brúðkaupsnótt hennar og Karls Bretaprins.
TIL Í SLAGINN Þeir Jógvan og
Friðrik Ómar ætla að spila
á 25 stöðum um allt land í
sumar, en fyrstu tónleikarnir
fóru fram í Akraneskirkju á
miðvikudagskvöldið. Í kvöld
spila þeir í Selfosskirkju og
hefjast tónleikarnir kl. 20.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Splunkuný og nístingsköld spennubók eftir Lee Child!
„Jafnt fyrir konur sem karla.“ Mirror
SNÝR AFTUR
JACK REACHER
Gildir til 16. júní á meðan birgðir endast.