Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 20
10. júní 2011 FÖSTUDAGUR20
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
„Árið í ár er sannkallað afmælisár
Hvítasunnuhreyfingarinnar,“ segir
Vörður Leví Traustason, forstöðu-
maður Hvítasunnusafnaðarins Fíla-
delfíu í Reykjavík, en 75 ár eru frá
stofnun hans um þessar mundir. Þá
eru 85 ár frá stofnun Hvítasunnu-
safnaðarins í Vestmannaeyjum og 90
ár frá því að Hvítasunnuhreyfingin
barst fyrst hingað til lands.
„Þann 17. júní verður því haldið mót
í Vestmannaeyjum í tilefni afmælis
safnaðarins þar og um verslunar-
mannahelgina höldum við upp á að
90 ár eru síðan Hvítasunnuhreyfing-
in barst hingað,“ segir Vörður. Und-
anfarnar helgar hafa einnig staðið
yfir hátíðahöld hjá Fíladelfíu í tilefni
afmælisins og er lokahnykkurinn nú
um hvítasunnuhelgina.
„Hinn eiginlegi afmælisdagur
okkar var 18. maí og við höfum hald-
ið upp á hann með skrúðgöngu og tón-
leikum á Klambratúni og sögugöngu
um miðborgina. Nú um helgina fáum
við til okkar predikarann Denn-
is Greenidge frá London. Hann er
nauðalíkur gamanleikaranum Eddie
Murphy, bæði í töktum og útliti og
honum oft ruglað saman við hann,“
segir Vörður hlæjandi. Greenidge
mun predika í kvöld og annað kvöld
klukkan 20 og á sunnudaginn klukkan
11 í sal safnaðarins við Hátún 2.
„Allar okkar samkomur eru opnar
og allir hjartanlega velkomnir,“ segir
Vörður en afmælisdagskráin endar
með útvarpsguðsþjónustu á mánudag.
„Þetta er búið að vera mjög gaman og
hefur þjappað söfnuðinum saman.“
Saga Hvítasunnusafnaðarins í
Reykjavík hefst í Varðarhúsinu svo-
kallaða á horni Kalkofnsvegar og
Lækjargötu en hann var stofnaður
upp úr samkomu sem T. B. Barratts
hélt í Iðnó árið 1936. Fyrsta húsið sem
söfnuðurinn eignaðist var á Hverfis-
götu 44 en þar var kaffistofa Sam-
hjálpar lengi til húsa. Nú er söfnuð-
urinn í Hátúni 2 og hefur vaxið ár frá
ári.
„Venjuleg samkomusókn er um 250
til 350 manns á hverjum sunnudegi,
söfnuðurinn er virkur og starfið geng-
ur vel,“ segir Vörður. „Öflugt tónlist-
arlíf hefur einkennt kirkjuna okkar
en á 75 árum höfum við haft tvo tón-
listarstjóra, Árna Arinbjarnarson og
Óskar Einarsson. Árni kom kirkjunni
á blað með stofnun Fíladelfíu kórsins.
Á hverjum jólum heldur kórinn tón-
leika þar sem allur ágóði rennur til
góðgerðamála. Fíladelfía stofnaði
meðal annars Samhjálp, elsta með-
ferðarheimili á landinu, árið 1973,“
segir Vörður.
Hann hvetur alla til að líta við á
samkomunum um helgina en einnig
má fylgjast með samkomum gegnum
vefinn www.filadelfia.is.
heida@frettabladid.is
HVÍTASUNNUSÖFNUÐURINN FÍLADELFÍA: FAGNAR 75 ÁRA AFMÆLI
Þjappar söfnuðinum saman
SANNKALLAÐ AFMÆLISÁR Vörður Leví Traustason, forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar í
Reykjavík, en söfnuðurinn heldur upp á 75 ára starfsafmæli um þessar mundir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
GERÐUR KRISTNÝ GUÐJÓNSDÓTTIR SKÁLD er 41 árs í dag.
„Konur hafa sjálfar þurft að hafa fyrir því að öðlast það
sem þeim ber.“
41
Okkar ástkæri
Sigurður Heiðar Jónsson
lést þriðjudaginn 7. júní á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn
16. júní kl. 13.30.
Ingibjörg Linda Sigurðardóttir Stefán Alfreðsson
Einar Sigurðsson Þóra Soffía Gylfadóttir
Arna Ýrr Sigurðardóttir Elvar Árni Lund
Bjarni Heiðar Sigurðsson Malin Waldefeldt
Baldur Heiðar Sigurðsson
Bárður Heiðar Sigurðsson
Börkur Heiðar Sigurðsson Eva Einarsdóttir
Hjartkær eiginmaður minn,
Þorsteinn Sigurðsson
Hjaltastaðahvammi,
Akrahreppi, Skagafirði,
lést á dvalarheimili aldraðra Heilbrigðisstofnuninni
Sauðárkróki miðvikudaginn 1. júní síðastliðinn.
Útförin fer fram frá Flugumýrarkirkju, annan í
hvítasunnu, mánudaginn 13. júní kl. 14.00.
Sigríður Márusdóttir
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Sigurjón Hólm
Sigurðsson
Bylgjubyggð 27, Ólafsfirði,
áður bóndi að Vermundarstöðum í Ólafsfirði,
lést sunnudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju, laugardaginn 11. júní kl. 11.00.
Hulda Kristjánsdóttir
Skjöldur Gunnarsson
Kristín Emma Cordova Sigursveinn Jónsson
Rebekka Cordova Jakob Ásmundsson
afa- og langafabörn
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Loftur Magnússon
síðast til heimilis að Kópavogsbraut
1a, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi
mánudaginn 6. júní. Útför hans verður gerð frá
Kópavogskirkju þriðjudaginn 14. júní nk. kl. 15.00.
Aðalheiður Steina Scheving
Guðjón Scheving Tryggvason Sigrún Stefánsdóttir
Jón Loftsson Jóhanna Björgvinsdóttir
Hreinn Loftsson Ingibjörg Kjartansdóttir
Magnús Loftsson Gunnar Ásgeirsson
Ásdís Loftsdóttir Guðmundur Sigurbjörnsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur bróðir okkar
Páll Gíslason
lengst af til heimilis að
Miðtúni 9, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund 4. júní, verður
jarðsunginn frá Fossvogskapellu í dag, föstudaginn,
10. júní kl. 15.00.
Ásgeir Gíslason
Alexía M. Gísladóttir
Kolbeinn Gíslason
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
elskulegs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
Ellerts S. Svavarssonar
frá Ármúla,
Hólabraut 8, Hafnarfirði,
Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust hann
á líknardeild Landspítalans í Kópavogi.
Bergþóra Valgeirsdóttir
Svavar Ellertsson Gunnur Baldursdóttir
Valgeir Ellertsson
Sigríður Ellertsdóttir Rúnar Gíslason
Hansína Ellertsdóttir
barnabörn og langafabörn
Okkar innilegustu þakkir færum við
öllum þeim sem sýndu okkur vinarhug
og hlýju við andlát og útför eiginmanns
míns, tengdasonar, föður, tengdaföður
og afa
Páls Þórðarsonar
Starfsfólki Skógarbæjar eru færðar bestu þakkir fyrir
einstaka alúð og góða umönnun.
Þorbjörg Einarsdóttir
Kristín Þ. Ottesen
Sigrún Pálsdóttir Ólafur Arason
Kristín Pálsdóttir Hörður Sigurðsson
Arna Pálsdóttir Halldór Haraldsson
og barnabörn
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför ástkærs eiginmanns
míns, föður, tengdaföður, afa
og langafa,
Rafns Hafnfjörð
Gunnlaugssonar
Kristín Björg Jóhannsdóttir
Hjördís Hafnfjörð Rafnsdóttir Hjörtur Zakaríasson
Birna H. Rafnsdóttir Gunnar Örn Kristjánsson
Hrafnhildur H. Rafnsdóttir Kristján Gunnarsson
Elín Þóra Rafnsdóttir
Þyri Rafnsdóttir Elvar Örn Unnsteinsson
Jóhann Hafnfjörð Rafnsson Lilja Kúld
barnabörn og barnabarnabörn