Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 32
10 föstudagur 10. júní
núna
✽ ljúf angan
mælistikan
Lausna leitað
? Ég er 49 ára gamall og hef verið giftur konu í 25 yndisleg ár. Á kyn-lífssviðinu erum við mjög fjölbreytt. Undanfarið hefur þó verið erf-
iðara að ná honum upp og viðhalda reisninni. Ég er í mjög góðu lík-
amlegu formi og vil helst ekki nota lyf. Til læknis er erfitt að fara því
heimilislæknirinn er æskufélagi og það er erfitt að fá annan lækni. Ein-
hverjar ábendingar?
Svar: Þrátt fyrir hik þitt til að ræða við lækni er vissara að láta skoða
þig svo hægt sé að útiloka líffræðilegar ástæður fyrir vandkvæðunum.
Það ætti að vera þitt fyrsta skref. Það er vitað að vandkvæði tengdum
hinum ýmsu sjúkdómum, kvillum og lyfjum geta haft neikvæð áhrif á
stinningu og læknir ætti að geta frætt þig um slíkt.
Svo er annað, ég veit ekki hvert viðmið þitt er fyrir stinningu og reisn,
það þarf að skoða og mætti gjarnan gera með kynlífsráðgjafa. Líkaminn
breytist með tíð og tíma og það hefur áhrif á liminn. Þið gætuð þurft að
laga kynlífið að þeim líkamlegu breytingum. Önnur
spurning er hvort kona þín upplifi þetta sem vanda-
mál? Karlmenn eiga það til að tengja kynlífslöngun
eingöngu við stinningu limsins en málið er flókn-
ara en svo, og limurinn er ekki forsenda góðs kyn-
lífs. Þetta getur krafist hugarfarsbreytingar og á
meðan þið hjónið leitið lausna í þessu máli hvet
ég ykkur til að halda áfram að njóta alls þess sem
kynlíf hefur upp á að bjóða með ástarleikjum sem
einblína ekki á liminn.
? Sæl Sigga, mér leikur forvitni á að vita hvort skiptir konur meira máli, lengd eða þykkt getn-
aðarlimsins?
Svar: Það er ekki hægt að fullyrða um allar konur
en í rannsókn frá Króatíu skiptust konur í tvær fylk-
ingar í þessu máli. Helmingi fannst þykkt nokkuð mikilvæg, en hinum
stærð. Þá fannst helmingi kvenna fallegt útlit limsins einnig skipta máli.
Rannsakendur spurðu ekki um draumastærð né þykkt, svo niðurstöð-
urnar byggja á huglægu mati þátttakenda. Þetta segir þó ekki alla sög-
una. Rannsóknir á líkamsímynd karla hafa sýnt að útlitslega hafa þeir
miklar áhyggjur af stærð limsins. Tæplega helmingur karlmanna segist
óánægður með stærð limsins þó að maki þeirra sé ánægður. Því ánægð-
ari sem karlmenn eru með líkama sinn og lim, þeim mun ánægðari eru
þeir með kynlífið. Sjálfsöryggi er lykilatriði, því frammistaða í kynlífi er
nátengd sjálfsöryggi, sem svo aftur tengist líkamsánægju.
Lífeðlisfræðilega ætti stærð ekki að skipta konur miklu máli þar sem
helsti unaðsbletturinn er snípurinn og taugaendar sem liggja um þrjá
sentimetra inn fyrir leggöng. Meðalstærð lims í reisn er um tólf senti-
metrar því þarf ekki mann yfir meðalstærð til að ná á þessa staði. Þá
minni ég á að fæstar konur fá fullnægingu með beinum samförum
lims í leggöng.
Sendu Siggu Dögg póst með spurningum eða óskum um umfjöllunarefni.
Netfangið er kynlif@frettabladid.is
Líkam-
inn breyt-
ist með tíð og
tíma og það
hefur áhrif á
liminn. Þið
gætuð þurft að
laga kynlífið
að þeim líkam-
legu breyting-
um.
Á RÚMSTOKKNUM
Sigga Dögg kynfræðingur
FYRIR UNGFRÚRNAR Ilmvatnið Flora by Gucci er
ætlað yngri viðskiptavinum tískuhússins. Ilmurinn er
ferskur og unglegur og er angan af sítrusávöxtum,
rósum og patchouli. Ekki skemmir fyrir að flaskan er
handhæg og tekur lítið pláss í snyrtibuddunni.
H
önnuðurinn Haider Acker-
mann var á sínum yngri
árum í starfsþjálfun hjá
John Galliano og var svo blank-
ur að hann svaf á götunni. Hann
rifjar upp ýmsar æskuminningar
í nýlegu viðtali við WWD.
Ackermann fæddist í Kólumb-
íu og var ættleiddur af frönsk-
um foreldrum en býr og starfar
í Belgíu.
Hann stundaði nám í listahá-
skóla í Antwerpen en útskrifað-
ist aldrei. Sjálfur segist hann hafa
lært einna mest af því að vera í
starfsþjálfun hjá hönnuðinum
John Galliano. „Það var besti skól-
inn. Á þessum tíma var ég blank-
ur og átti engan samastað þann-
ig að ég svaf á götunni og mætti
alla daga í vinnuna.
Ég man að Galliano var mjög
kaldhæðinn og ég bar mikla virð-
ingu fyrir honum.“
Ackermann hannar undir
eigin nafni og hefur í gegnum
árin afþakkað atvinnutilboð ým-
issa tískuhúsa; nýverið var hann
meðal annars orðaður við Dior.
„Kannski mun ég á einhverjum
tímapunkti taka boði tískuhúss
sem mér finnst ég eiga samleið
með. En þau eru fá.“
Hönnuðurinn er mikill vinur
leikkonunnar Tildu Swinton en
hefur ekki mikið álit á sumum
ungstirnunum í dag. „Flestar
gera voða lítið, þær leika kannski
í einni mynd og fá svo alla þessa
athygli bara af því þær eru fal-
legar. Síðan leitum við strax að
næstu „stórstjörnu“ og þá falla
þessar ungu stúlkur í gleymsku.“
- sm
Haider Ackermann vill hanna undir eigin nafni:
Heimilislaus í læri hjá Dior
Fjölþjóðlegur Haider Ackermann var
bláfátækur á námsárum sínum og svaf
meðal annars á götunni.
Á uppleið:
Treflar: Biðin eftir sumr-
inu ætti að vera á enda
en sú er því miður
ekki raunin. Trefl-
ar eru nauðsynlegir í
norðan áttinni ef koma á
í veg fyrir hálsbólgu og
hósta.
Skjaldborg: Heimildarmyndahátíðin
Skjaldborg fer fram á Patreks-
firði um helgina. Stórskemmti-
leg og heimilisleg hátíð fyrir alla.
Sumarblóm: Komið lit-
ríkum sumarblómum
fyrir í öllum svalahorn-
um eða í garðinum.
Blómin gleðja og fá
mann að auki til þess
að trúa því að það sé
í raun júní.
Á niðurleið:
Stuttbuxur: Í
það minnsta
þar til sólin
lætur sjá
sig.
Norðanátt-
in: Sól og logn
mega gjarnan taka við af vetrarkuld-
anum sem ríkir hér í
allra óþökk.
Stórverslanir: Nýtið
tækifærið og gerið
ykkur ferð út í sveit
og kaupið beint af
bónda. Hráefnið er
dásamlegt og bíltúr-
inn skemmtilegur.
DOVE INTENSE REPAIR ER SÉRFRÆÐIMEÐFERÐ FYRIR MEÐHÖNDLAÐ HÁR.
STUNDUM ER HÁRIÐ
ÓSTÝRLÁTT OG ERFITT.
ÁSTÆÐAN FYRIR ÞVÍ ER
YFIRLEITT SÚ AÐ HÁRIÐ
HEFUR SKADDAST Á
EINHVERN HÁTT.
NÝTT DOVE INTENSE REPAIR SJAMPÓ
OG HÁRNÆRING MEÐ FIBER ACTIVE
TECHNOLOGY SMÝGUR DJÚPT Í HÁRIN
OG BYGGIR ÞAU UPP INNAN FRÁ ÞANNIG
AÐ HÁRIÐ LIFNAR VIÐ AÐ NÝJU.
repair therapy