Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Föstudagur skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur 10. júní 2011 134. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 M ér fannst vanta að boðið væri upp á þjóðlegan mat í mið-bænum og datt þá í hug að opna stað í anda gömlu kjötbúðanna, Borgar og Tóm-asar, sem seldu heitan mat eftir vigt í hádeginu.“ Þannig lýsir Bjarni Geir Alfreðsson hvernig hugmyndin að Matbúð mömmu Steinu vaknaði en hann opnaði hana nýverið á Skólavörðustíg 23. Í Matbúð mömmu Steinu er boðið upp á þjóðlegan mat í hádeginu. Þar er einnig hægt að kaupa ýmsa íslenska vöru á borð við sultur, harðfisk frá Hauga-nesi, Úteyjarsilung og birki-reykta lifur. „Við stefnum að þvíí framtíðinni að Bjarni Geir Alfreðsson, Bjarni snæðingur, opnaði nýlega Matbúð mömmu Steinu á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 500 g gular baunir400-500 g saltkjöt með beini200 g af gulrótum, rófum, blómkáli, brokkolíi eða öðru100 g beikon grænmetiskraftur fljótandinautakraftur fljótandi1 laukur saxaður Gulu baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring. Salt-kjötið er soðið í klukkutíma og korter. Á sama tíma eru baunirnar soðnar ásamt smátt skornum lauk. Meðan kjötið og baunir og bætt út í. Að lokum er niðsko SALTKJÖTSRAGÚ AÐ HÆTTI BJARNA SNÆÐINGS FYRIR 4 Þjóðlegt í miðbænum Fiskfélagið er besti veitingastaðurinn í Reykja- vík að mati lesenda vefsíðunnar www.Tripadvi- sor.com. Í öðru sæti var Nauthóll og í því þriðja Harry‘s á Rauðarárstíg. N ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g ! föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 10. júní 2011 Hrefna Rósa Sætran Á erfitt með að ● E-Label og Forynja í eina sæng ● Á rúmstokknum ● Götutískan í Reykjavík Alltaf fjör og gaman Fíladelfía fagnar 75 ára afmæli. tímamót 20 Fjölskylduhátíð 9. – 16. júní Opið til 19 í kvöld Hoppukastalar, candyfloss, andlitsmálun og blöðrur fyrir alla Nístandi spenna „Flottasti gaurinn í þessum bókmenntageira.“ STEPHEN KING NÝ KILJA www. f o r l a g i d . i s NÝ KILJA Skáldverk og ljóð 01.06.-07.06.11 Tveir á rúntinum Friðrik Ómar og Jógvan Hansen halda tónleika víða um landið. Karlar eru sjaldséðir á tónleikunum. fólk 28 LÆGIR Í dag styttir upp og lægir V- til er líður á daginn. Annars fremur hægur vindur víðast hvar. Von á skúrum S-til seinnipartinn. Hiti 4-13 stig hlýjast SV-lands. VEÐUR 4 4 8 9 7 5 HEILBRIGÐISMÁL Vímuefnanotkun framhaldsskólanema hefur snar- minnkað á síðustu árum. Hlut- fall 16 og 17 ára framhaldsskóla- nema sem reykja daglega hefur minnkað um þriðjung og áfeng- isdrykkja um tíu prósentustig á einungis fjórum árum. Séu fram- haldsskólanemar borin saman við jafnaldra þeirra utan skóla er munurinn hins vegar sláandi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu rannsóknarmiðstöðvarinnar Rannsókna og greiningar við Háskólann í Reykjavík. „Þessi skýrsla leiðir í ljós að unga fólkið okkar er upp til hópa heilbrigt og lifir sífellt heilbrigð- ara lífi,“ segir Jón Sigfússon, framkvæmastjóri Rannsókna og greiningar sem hefur um árabil skoðað hegðun og viðhorf einstak- linga á aldrinum 16 og 17 ára. „Það merkilega við þessa jákvæðu þróun meðal yngri fram- haldsskólanema er hins vegar að þetta hefur ekki gerst hjá þeim hópi er utan skólanna. Þar blasir við alveg hrikaleg mynd,“ heldur Jón áfram. Í skýrslunum kemur fram að rúm- lega helmingur 16 og 17 ungmenna utan skóla reykir daglega og svipað hlutfall hefur prófað kannabisefni. Til samanburðar reykja 9 prósent framhaldsskólanema daglega og 12 prósent hafa prófað kannabisefni. Þá hafa 7 prósent 16 og 17 ára nema prófað hass en í kringum 30 prósent þeirra sem eru utan skóla. Loks er töluverður munur á hlutfalli þeirra sem höfðu orðið ölvaðir á 30 daga tímabili áður en kannanirnar voru framkvæmdar. - mþl Miklu meiri notkun vímuefna utan skóla Verulega hefur dregið úr vímuefnanotkun yngri framhaldsskólanema á síðustu árum. Önnur og dekkri mynd blasir við hjá ungmennum utan framhaldsskóla. 60 50 40 30 20 10 % Í framhalds- skólanámi Aðallega í vinnu Atvinnulaus og utan skóla Daglegar reykingar Ölvun sl. 30 daga Hass 1x Maríjúana 1x 16 og 17 ára ungmenni VIÐSKIPTI Stefnt er að því að kröfuhafar olíuverslunarinnar N1 taki félagið yfir í næstu viku þegar fjárhags- legri endur- skipulagningu fyrirtækisins lýkur. Eignir fasteignafélags- ins Umtaks verða færðar undir N1 og milljarðaskuld- um við banka og lífeyrissjóði breytt í hlutafé. Helstu núverandi eigendur N1, þar á meðal þeir Benedikt og Einar Sveinssynir, missa eignarhluti sína. Hermann Guðmundsson, for- stjóri N1, segir ætlunina að skrá fyrirtækið á hlutabréfamarkað eftir um ár. Horft verði til fyrir- hugaðrar skráningar Haga áður en næstu skref verði stigin í þá átt. - jab / sjá síðu 4 Kröfuhafar taka N1 yfir: Gömlu eigend- urnir missa sitt HERMANN GUÐMUNDSSON EFNAHAGSMÁL Gengið var frá samn- ingum um útgáfu skuldabréfs upp á einn milljarð Bandaríkjadala, 114 milljarða íslenskra króna, í gær. Með því er ríkissjóður aftur kominn á alþjóð legan skuldabréfa- markað. Samningurinn er afrakstur kynningarherferðar fjármála- ráðuneytisins og Seðlabanka Íslands sem staðið hefur yfir síðustu tíu daga. Fjármála ráðherra hefur einnig setið fundi með fjár- festum. Mikill áhugi var á bréf- unum og nam eftirspurn tveimur milljörðum dala. Skuldabréfin bera fasta vexti og eru gefin út til fimm ára með 4,993 prósenta ávöxtunarkröfu. Jafngild- ir það 3,2 prósenta álagi á vexti á millibankamarkaði. „Þetta markar gríðarleg tímamót fyrir Ísland,“ segir Steingrímur J. Sigfússon fjármála ráðherra. Hann segir aðgerðina hafa verið lengi í farvatninu og hún hafi frestast í tví- gang vegna Icesave-deilunnar. Nú hafi verið rétti tíminn til aðgerða. „Þetta þýðir að við erum komin í eðlilegt samband við alþjóð- legan fjármálamarkað. Við getum endur fjármagnað lán og styrkt gjaldeyris forðann.“ - kóp Ríkissjóður er aftur kominn á skuldabréfamarkað og fjárfestar eru áhugasamir: Bréf fyrir einn milljarð dala GNÆFIR YFIR AKUREYRI Skemmtiferðaskipið Crown Princess kom til Akureyrarhafnar í gærdag með um 3.000 farþega innanborðs. Skipið, með sínar 900 útsýnissvalir, bari, heilsulind og kvikmynda- hús, hefur komið til Akureyrar á hverju sumri undanfarin ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓLK Sjónvarpskonan Sigrún Ósk Kristjánsdóttir á Stöð 2 kom fram í kveðjuþætti Opruh Win- frey fyrir skemmstu. Þátturinn var tekinn upp án vitundar Opruh og þurfti Sig- rún að skrifa undir sáttmála þess efnis að hún ljóstraði ekki upp um þátttöku sína fyrir sýningu hans. Hlutverk Sigrúnar var að standa með bókstafinn „O“ við þekkt kennileiti í Reykjavík. „Ég reikna fastlega með því að ásamt heimsókn Toms Hanks, Beyoncé og Madonnu hafi þetta verið það sem kom henni skemmtilegast á óvart,“ segir Sigrún Ósk í léttum dúr. - hdm / sjá síðu 38 Sigrún Ósk í heimspressunni: Heiðraði Opruh í kveðjuþætti SIGRÚN ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR Aðeins einn dagur í EM Íslenska 21 árs landsliðið náði loksins að æfa í gær. sport 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.