Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 21

Fréttablaðið - 10.06.2011, Page 21
Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 M ér fannst vanta að boðið væri upp á þjóðlegan mat í mið- bænum og datt þá í hug að opna stað í anda gömlu kjötbúðanna, Borgar og Tóm- asar, sem seldu heitan mat eftir vigt í hádeginu.“ Þannig lýsir Bjarni Geir Alfreðsson hvernig hugmyndin að Matbúð mömmu Steinu vaknaði en hann opnaði hana nýverið á Skólavörðustíg 23. Í Matbúð mömmu Steinu er boðið upp á þjóðlegan mat í hádeginu. Þar er einnig hægt að kaupa ýmsa íslenska vöru á borð við sultur, harðfisk frá Hauga- nesi, Úteyjarsilung og birki- reykta lifur. „Við stefnum að því í framtíðinni að vera með sem flest beint frá býli,“ lýsir Bjarni. Nafn staðarins er æði sérstakt og er Bjarni inntur eftir því. „Móðir mín hét Steinunn Bjarna- dóttir, leik- og söngkona. Hún var mikil matmanneskja og elskaði góðan íslenskan mat. Til að halda minningu hennar á lofti fannst mér tilvalið að nefna búðina í höfuðið á henni,“ svarar Bjarni. Hann mun áfram standa vakt- ina á veitingastað sínum á BSÍ Bjarni Geir Alfreðsson, Bjarni snæðingur, opnaði nýlega Matbúð mömmu Steinu á Skólavörðustíg. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM 500 g gular baunir 400-500 g saltkjöt með beini 200 g af gulrótum, rófum, blómkáli, brokkolíi eða öðru 100 g beikon grænmetiskraftur fljótandi nautakraftur fljótandi 1 laukur saxaður Gulu baunirnar eru lagðar í bleyti í sólarhring. Salt- kjötið er soðið í klukkutíma og korter. Á sama tíma eru baunirnar soðnar ásamt smátt skornum lauk. Meðan kjötið og baunirnar eru að sjóða skal ausa hluta af soði kjötsins á baunirnar til að þynna þær. Þegar kjötið er soðið er það pillað utan af beinunum og bætt út í baunirnar ásamt fljótandi grænmetis- og nautakrafti. Beikonið er skorið niður og bætt út í. Að lokum er niður- skornu grænmetinu bætt út í til að mýkja það. Rétturinn er borinn fram með rúgbrauði eða maltbrauði og soðnum kartöflum. Bjarni segir þennan rétt mjög drjúgan í krepp- unni, hann sé seðjandi auk þess sem nota megi í hann hvaða kjöt sem er. SALTKJÖTSRAGÚ AÐ HÆTTI BJARNA SNÆÐINGS FYRIR 4 en dóttir hans, Katrín Ösp, mun sjá um daglegan rekstur á Skóla- vörðustígnum. „Við hins vegar sameldum fyrir báða staði,“ upp- lýsir Bjarni og segir vinsæl- ustu réttina á matseðlinum vera lambakótilettur í raspi, fiskiboll- ur, hakkabuff að dönskum hætti og lambalæri bernaise í vikulok- in. „Þá stoppa reyktu sviðin stutt við,“ segir hann glaðlega. solveig@frettabladid.is Þjóðlegt í miðbænum Fiskfélagið er besti veitingastaðurinn í Reykja- vík að mati lesenda vefsíðunnar www.Tripadvi- sor.com. Í öðru sæti var Nauthóll og í því þriðja Harry‘s á Rauðarárstíg. N ý r m a t s e ð i l l F e r s k t F a g m e n n s k a Aðalstræti 2 / 101 Reykjavík / Sími: 517 4300 / www.geysirbistro.is N ý u p p l i f u n F l j ó t l e g t F y r i r þ i g !

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.