Fréttablaðið - 10.06.2011, Side 22
Útitónleikarnir Músmos verða haldnir á morgun frá klukkan 15 til 20
við Álafoss í Mosfellsbæ. Aðgangur er ókeypis en meðal þeirra sem koma
fram eru Legend, Moy, Gummester, Rökkurró og Vintage Caravan.
„Tónleikarnir í kvöld kallast Er
sumarið kom yfir sæinn. Þeir
verða í Borgarneskirkju og þar
verða bæði fluttar þekktar perlur
og óútgefin lög eftir Sigfús Hall-
dórsson. Kynnir verður Gunn-
laugur, sonur Sigfúsar, en hann
lumar á ýmsum fróðleik um föður
sinn og lögin hans. Hann sýndi mér
frumdrög að Litlu flugunni í gær
til dæmis. Auk hans koma fram
Guðrún Ingimars sem ólst upp á
Hvanneyri og hefur sungið mikið
í Þýskalandi og víðar og Bergþór
Pálsson sem ekki þarf að kynna.
Ég mun svo leika undir,“ segir Jón-
ína Erna Arnardóttir píanóleikari
og listrænn stjórnandi hátíðarinn-
ar IsNord.
Jónína segir hefð fyrir að vera
með eina útitónleika á IsNord og
listafólk sem tengist Borgarfirðin-
um. „Píanóleikarinn Ástríður Alda
er til dæmis ættuð héðan úr Borg-
arfirði. Hún ætlar að spila tónlist
eftir Chopin í Reykholtskirkju á
morgun,“ segir hún.
„Svo erum við með tónleika
í helli á sunnudaginn. Þar mun
Voces Thules flytja miðaldatónlist
og það á vel við því fólk bjó í hell-
unum þarna á miðöldum. Stefáns-
hellir tilheyrir hrauninu við Surts-
helli, hann er risastór og tónninn
þar verður hreinn og tær. Það er
alveg magnað að vera með tónleika
á slíkum stað en fólk ætti að vera
í góðum skóm og hafa húfu á höfði
því það gæti dropað aðeins úr loft-
inu.“
Jónína Erna stofnaði tónlistarhá-
tíðina IsNord árið 2005 og hefur
haldið hana árlega síðan. „Mér
fannst vanta skemmtilegt innlegg
fyrri part sumars hér í Borgar-
firði,“ segir hún, „og vildi vekja
athygli á borgfirskum náttúruperl-
um í leiðinni.“ gun@frettabladid.is
Sumarið kemur yfir
sæinn með tónum
Tónlistarhátíðin IsNord verður haldin í Borgarfirði um helgina. Þar
er dagskrá helguð Sigfúsi Halldórssyni, tónlist Chopin hljómar í
Reykholtskirkju og miðaldasöngvar í Stefánshelli.
Sungið var í Grábrókargíg árið 2007. Nú verður lagið tekið í helli.
Jónína Erna er píanóleikari og tónlistar-
kennari í Borgarfirði. Hún hefur haldið
tónlistarhátíðina IsNord árlega síðan
2005.
Gásir eru við Hörgárósa í Eyjafirði, 11 km norð-
an við Akureyri. Þar eru varðveittar miklar
mannvistarleifar enda voru Gásir mikill
verslunarstaður á miðöldum. Staðarins er víða
getið í fornritum frá 13. og 14. öld.
Boðið verður upp á klukkutíma langa göngu um
Gásir á morgun, laugardaginn 11. júní. Hún hefst
á bílastæðinu og tekur um klukkustund en um
leiðsögn sér Herdís S. Gunnlaugsdóttir. Hún mun
svara spurningum göngufólks um allt það sem við-
kemur þessum sögufræga stað.
Nú eru einnig í undirbúningi Miðaldadagar á
Gásum sem fram fara 16. til 19. júlí. Þá verður líf og
fjör og fólk getur horfið aftur til fyrri tíma, hlustað
á hamarshögg járnsmiðs, háreysti kaupmanna, ljúfa
tónlist og fundið matarilm. Nánari upplýsingar er að
finna á www.gasir.is.
Gásir við Eyjafjörð. MYND/HÖRÐUR GEIRSSON
Gengið um hinn forna kaupstað Gásir
HERDÍS S. GUNNLAUGSDÓTTIR LEIÐIR Á MORGUN GÖNGU UM HINN SÖGUFRÆGA
STAÐ GÁSIR.
Sauðfjársetrið á Hólmavík verður opnað í dag. Opið verður frá
12 til 18 í sumar. Staðið verður fyrir skemmtilegum uppákom-
um, til dæmis risa kaffihlaðborði hinn 17. júní.
www.strandir.is
Sumargleði
Sölustaðir:
10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó,
Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1,
Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,
Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin,
Fiskbúðin Freyja, Melabúðin.
ÍSLENSK FÆÐUBÓT
BITAFISKUR
-næring fyrir líkama og sál
www.nora.is Dalveg
opið: má-fö. 11-18,
laugard. 11-16
Opið: má-fö. 12:30-18, lokað um helgar.
Dalvegi 16a,
Rauðu múrsteinshúsunum
Kóp. 201 - S: 517 7727
www.nora.is facebook.com/noraisland
Fyrir bústaðinn og heimilið
Hringdu í síma
ef blaðið berst ekki