Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 2
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 Georg Guðni bráðkvaddur Georg Guðni Hauksson list- málari lést á laugardag, fimm- tugur að aldri. Björgunar- sveitarmenn fundu hann látinn nærri sumarhúsi á Rangár- völlum eftir að leit hafði verið gerð að honum. Georg Guðni hafði ætlað að hlaupa að Hellu en varð bráðkvaddur á leiðinni. Georg Guðni hefur um langt skeið verið einn fremsti lands- lagsmálari Íslands. Hann hefur haldið tugi myndlistarsýninga hér og landi og erlendis. Hann fæddist í Reykjavík 1. janúar árið 1961. Foreldrar hans eru Karitas Jónsdóttir kjólameistari og Haukur Tómas son jarðfræðingur. Georg Guðni stundaði nám við Myndlista- og Handíða- skóla Íslands árin 1980 til 1985 og síðar við Jan Van Eyck Aka- demie í Maastricht í Hollandi frá 1985 til 1987. Georg Guðni lætur eftir sig eiginkonu og fimm börn á aldrinum 8 til 23 ára. Það er ekki íslenska fræðasamfélaginu að kenna að þessi ársetning hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar. GUNNAR KARLSSON SAGNFRÆÐINGUR VÍSINDI Gunnar Karlsson sagn- fræðingur hafnar ásökunum um að fræðasamfélagið á Íslandi einblíni á fornrit varðandi tímasetningu land- náms og þaggi niður kenningar sem gangi gegn þeim. Gunnar svarar gagnrýni á fræði- menn í grein í vorhefti tímaritsins Skírnis. Fjallar hann aðallega um verk Páls Theodórssonar eðlisfræð- ings, sem telur að með geislakols- mælingum megi sýna fram á að byggð hér á landi gæti hafa hafist um árið 670, en ekki í kringum árið 870. Segir Gunnar meðal annars: „Sjálfsagt er það rétt að enn komi út rit þar sem sagt er fyrirvaralaust að landnám Íslands hafi hafist um 870, eins og Ari [fróði Þorgilsson] segir í Íslendingabók, eða árið 874, eins og segir í Landnámabók. En langt er orðið síðan fararbroddur íslenskra sagnfræðinga hætti að tíðka það, jafnvel í ritum handa almenningi.“ Gunnar nefnir sem dæmi bækur þar sem tekið er fram að heimild- irnar séu ritaðar svo löngu eftir að umfjöllunarefni þeirra áttu sér stað að þær geti ekki talist traustar sögulegar heimildir um landnám. Þvert á móti séu fornminjar settar í forgrunn í nútímarannsóknum. Gunnar bætir við að sagnfræð- ingurinn Helgi Skúli Kjartans- son hafi árið 1997 ritað grein þar sem hann hafi fært rök fyrir því að landnám hafi átt sér stað í tveim- ur áföngum. Hafi þeim fyrri jafn- vel ekki lokið fyrr en á árunum í kringum 870. „Tímatal Ara um landnámið er sem sagt fallið,“ segir Helgi Skúli. Gunnar segir þessa kenningu síður en svo hafa verið þaggaða niður, enda hafi greinin birst í tíma- ritinu Nýrri sögu á vegum Sögu- félags og enginn sagnfræðingur eða fornleifafræðingur hafi and- mælt henni. Þá staðreynd að hugmyndir um tímasetningu landnáms hafi ekki færst til í tíma þótt fornleifar hafi komið stað ritaðra heimilda rekur Gunnar einfaldlega til þess að forn- leifum og ritunum beri nokkuð vel saman. „Það er ekki íslenska fræðasam- félaginu að kenna að þessi ársetn- ing hitti svona nákvæmlega á þann tímapunkt sem Ari hafði tekið til sem upphaf landnámsaldar.“ Í niðurlagi greinarinnar segir Gunnar að í raun séu tvö sjónarmið uppi. Annars vegar að bjóða hefð- bundnum kenningum birginn og hins vegar að vera gagnrýninn á nýjar kenningar. Átök þar á milli ýti þó undir skap- andi og frjósama umræðu og seg- ist Gunnar virða framtak Páls, „um leið og ég er honum gersamlega ósammála“. thorgils@frettabladid.is SPURNING DAGSINS WILSON TITANIUM GOLFBOLTAR Á FRÁBÆRU VERÐI 12 í pakka á aðeins kr. 790,- (í stað 1.790). Takmarkað magn, fyrstur kemur fyrstur fær. www.golfkulur.is 10 viðskiptavini þarf til að virkja tilboðið HÓPKAUP.IS Í DAG í krafti fjöldans hópkaup.is 790 kr. GILDIR Í 24 TÍMA 1.790 kr. Verð 56% Afsláttur 1.000 kr. Afsláttur í kr. Sigurður, eru þetta bara hár- toganir hjá Neytendastofu? „Þetta er allavega ekki hárnákvæm nálgun hjá þeim.“ Sigurður Kristinsson, eigandi Team hár- stúdíó, er óánægður með sektir sem hann fékk frá Neytendastofu. LÍBÍA, AP Atlantshafsbandalagið hefur viðurkennt að ein af þeim þúsundum sprengja sem varpað hefur verið á Líbíu undanfarna mánuði hafi orðið sak- lausum borgurum að bana. Talsmenn bandalagsins segja að ein sprengjan hafi fallið á íbúðarhverfi í Trípolí, þótt hún hafi átt að lenda á öðru skotmarki í árásum á Trípolí á sunnudag. „Það gæti hafa orðið bilun í vopnakerfi sem gæti hafa valdið mannfalli meðal óbreyttra borgara,“ sagði í yfirlýsingu frá NATO seint á sunnudag. Líbíustjórn boðaði erlenda blaðamenn á sinn fund á sunnudag og sýndi bæði rústir íbúðarhúss og lík nokkurra þeirra níu manna sem létu þar lífið, þar af tveggja barna. Í gær var erlendum fréttamönnum einnig sýnt hús nokkuð fyrir utan Trípolí þar sem fimmtán manns, þar af þrjú börn, eru sagðir hafa látist af völdum sprengju frá NATO í fyrrinótt. Talsmaður NATO sagðist ekki vita um neinar árásir á þær slóðir á þeim tíma. Stjórn Múammars Gaddafí hefur hvað eftir annað sakað herlið NATO um að drepa almenna borgara, en NATO hefur jafnan svarað því til að reynt sé eftir megni að hlífa óbreyttum borgurum, þótt mistök hafi átt sér stað. Þetta er samt í fyrsta sinn sem NATO viðurkennir fyrirvaralaust að hafa orðið óbreyttum borgurum að bana í loftárásunum á Líbíu, sem hafa nú staðið yfir í rúma þrjá mánuði. - gb Líbíustjórn sýnir fréttamönnum lík saklausra sem féllu í loftárás NATO: NATO viðurkennir barnadráp RÚSTIR Fréttamönnum voru á sunnudag sýndar þessar rústir í íbúðarhverfi í Trípolí, þar sem níu óbreyttir borgarar létu lífið. NORDICPHOTOS/AFP Segir enga þöggun um landnámskenningar Sagnfræðingurinn Gunnar Karlsson hafnar því að íslenskt fræðasamfélag þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímatali Íslendingabókar og Landnámu. Fornminjar séu í forgrunni rannsókna en þeim beri vel saman við fornritin. FORNMINJAR FRAMAR FORNRITUM Gunnar Karlsson sagnfræðingur segir rangt að fræðasamfélagið þaggi niður kenningar sem gangi gegn tímasetningum fornrita á landnámi Íslands. Myndin er frá uppgreftri á landnámsskála í Mosfellsdal og tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Skipaður skólameistari Jón Eggert Bragason hefur verið skipaður af menntamálaráðherra í embætti skólameistara Fjölbrauta- skóla Snæfellinga til næstu fimm ára. Hann hefur starfað sem settur skóla- meistari frá 1. apríl 2010. MENNTAMÁL FERÐAÞJÓNUSTA Ferðaþjónustan á Íslandi þolir ekki yfirvinnu- bann flugmanna hjá Icelandair, en flugmenn hafa boðað bann á föstudag hafi kjarasamningar ekki tekist. „Fullkomlega óásættanlegt er að verkfallsaðgerðir fámennra hálaunahópa, sem telja sig eiga kröfu á meiri launahækkun- um en almenningur, stórskaði heila atvinnugrein og þar með þjóðarbúið,“ segir í tilkynningu. Erlendar ferðaskrifstofur gætu hætt við að senda hópa hingað til lands vegna aðgerða flug- manna. - þeb Samtök ferðaþjónustunnar: Aðgerðir flug- manna óþolandi Mótorhjólaslys í Hvalfirði Maður ók mótorhjóli á kind á þjóð- veginum í Hvalfirði á sunnudags- kvöld. Ökumaðurinn meiddist lítils háttar en kindin drapst við árekstur- inn. Ökumaðurinn sá hóp kinda og hægði á sér en það dugði ekki til. LÖGREGLUFRÉTTIR KJARAMÁL Samtök atvinnulífsins taka ákvörðun um það í dag hvort kjarasamningarnir sem skrifað var undir í maí verða látnir gilda til þriggja ára eða einungis fram yfir næstu áramót. Alþýðusamband Íslands telur ekki ástæðu til að slíta samstarfinu við stjórnvöld. „Við tökum ekki endanlega ákvörðun fyrr en á morgun [í dag] en það hefur náðst árangur í dag. Hvort það nægir til að við föllumst á þriggja ára samninga kemur í ljós en þetta hefur í það minnsta þokast í áttina,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður SA. Hann segir koma til greina að halda áfram með samningana að gefnum fyrirvörum en það þurfi þó ekki að vera. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ekki ástæðu til að slíta sam- starfinu við stjórnvöld en leggur þó áherslu á að meira verði að gera til að örva hagvöxt og atvinnu. „Hljóðið í okkur er ágætt. Við funduðum með ríkisstjórninni fyrir helgi og okkur finnst stjórnvöld hafa staðið við sitt þegar kemur að lagasetningu. Hins vegar hefur orðið seinagangur á því að móta og kynna stefnu í ríkisfjármálum og þá aðallega að setja fram hagvaxtar- og fjárfestingaáætlun,“ segir Gylfi og bætir við að gert sé ráð fyrir endurskoðun á kjarasamningunum í janúar á næsta ári og svo aftur árið 2013. Því sé ekki ástæða til að láta ekki til gildistökunnar koma núna. Samkvæmt samningunum sem ritað var undir í síðasta mánuði þurfa aðilar vinnumarkaðarins að taka ákvörðun í síðasta lagi í dag um hvort samningarnir verði látnir gilda til þriggja ára, eins og stefnt var að, eða hvort þeir gilda einung- is fram yfir áramót. Ákvörðun SA ætti að ligga fyrir um miðjan dag- inn að sögn Vilmundar. - mþl Forsvarsmenn SA óvissir um þriggja ára kjarasamninga en ASÍ telur ekki ástæðu til að slíta samstarfinu: Í dag ræðst hvort kjarasamningar halda GYLFI ARNBJÖRNSSON VILMUNDUR JÓSEFSSON TÚNIS, AP Dómstóll í Túnis dæmdi í gær fyrrverandi forsetahjón landsins, Zine al-Abidine Ben Ali og Leilu Trabelsi, í 35 ára fang- elsi. Þau voru fundin sek um fjár- drátt og spillingu. Ben Ali bíður einnig dóms vegna vörslu fíkni- efna og ólöglegra vopna. Hjónin flúðu til Sádi-Arabíu í janúar eftir mánaðarlöng mót- mæli í landinu. Ben Ali neitaði öllum sökum og sagði réttarhöld- in skammarleg. Þau voru einnig dæmd til að greiða um 66 millj- ónir dala í sektir. - þeb Dæmd fyrir fjárdrátt í Túnis: Forsetahjón í 35 ára fangelsi FORSETAHJÓNIN FYRRVERANDI Ben Ali og Leila fóru til Sádi-Arabíu um miðjan janúar og eru þar enn. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.