Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 4
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR4 SVISS Áttatíu prósent allra flóttamanna í heim- inum eru í þróunarríkjum. Þetta kemur fram í skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem gefin var út í gær á alþjóða- degi flóttamanna. Gríðarlegur fjöldi flótta- manna er í mörgum fátækustu ríkjum heims. 1,9 milljónir eru í Pakistan, 1,1 milljón í Íran og ein milljón í Sýrlandi. Tölurnar eru fyrir árið 2010 og ná því ekki til flóttamanna frá Sýrlandi og öðrum löndum þar sem mótmæli hafa verið barin niður á þessu ári. Í Pakistan eru einnig flestir flóttamenn miðað við stærð hagkerfisins, eða 710 á hvern Bandaríkjadal af landsframleiðslu á mann. Til samanburðar eru 17 flóttamenn á hvern dal landsframleiðslu á mann í Þýskalandi, sem er það iðnríkjanna sem hýsir flesta flóttamenn. Þar eru tæplega 600 þúsund flóttamenn. Flóttamannastofnunin segir að 43,7 milljónir manna séu á vergangi. Þar af eru 15,4 milljón- ir flóttamanna og 27,5 milljónir fólks sem er flóttamenn innan heimalandsins. Þá eru hælis- leitendur tæplega 850 þúsund talsins. Stofnun- in segir sérstakt áhyggjuefni að 15.500 hælis- leitendanna séu börn sem hafi orðið viðskila við foreldra sína. António Guterres, yfirmaður stofnunar- innar, sagði í gær að ótti fólks í iðnríkjum við flóðbylgju flóttamanna væri byggður á mis- skilningi eða stórlega ýktur. Þvert á móti væru það fátækari ríkin sem bæru byrðarnar. Hann sagði heiminn vera að bregðast flóttafólki og að iðnríkin yrðu að taka á þessu ójafnvægi. Þau yrðu að taka á móti fleira flóttafólki og leggja meira af mörkum til friðarviðræðna. - þeb Iðnríkin verða að taka á ójafnvægi og taka á móti fleiri flóttamönnum að mati Flóttamannastofnunar SÞ: 80 prósent flóttamanna í þróunarríkjum FLÓTTAMENN FRÁ LÍBÍU Mikill fjöldi hefur þurft að flýja frá Líbíu á þessu ári. NORDICPHOTOS/AFP GENGIÐ 20.06.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 220,0805 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 115,62 116,18 186,97 187,87 164,53 165,45 22,054 22,184 20,787 20,909 17,925 18,031 1,4395 1,4479 184,01 185,11 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@frettabladid.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR/FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Handhægar umbúðir með tappa Barnsins stoð og stytta Nánari upplýsingar um Stoðmjólk á www.ms.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA STJÓRNMÁL Skil verða á milli stjórnar og eigenda Orkuveitu Reykjavíkur (OR) verði hugmynd- ir meirihlutans í Reykjavík að veruleika. Vilji hans stendur til þess að kjörnir fulltrúir sitji ekki í stjórn OR heldur verði ráðið í hana eftir hæfni. Þetta kemur fram í drögum að eigendastefnu fyrirtækisins sem unnið hefur verið að í tæpt ár. Drögin verða kynnt á ársfundi á fimmtudag, þeim fyrsta í sögu fyrirtækisins sem verður opinn, og liggja til umsagnar til 15. ágúst. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir það skýra stefnu meirihlutans að koma pólitíkinni út úr fyrirtækinu. „Við viljum að pólitískar ákvarðanir séu tekn- ar í sveitarstjórnum en fyrst og fremst eigi að velja stjórnarmenn á grundvelli hæfniskrafna, en ekki úr röðum sveitarstjórnarfólks.“ Dagur segir eigendastefnuna greina skýrar á milli eigendahlut- verks sveitarstjórnafulltrúa, sem sé nátengt pólitískri stefnumótun, og hefðbundins hlutverks stjórnar- manna sem bera ábyrgð gagnvart fyrirtækinu. Hann vísar til fyrir- tækis eins og Félagsbústaða hf., sem er í fullri eigu borgarinnar án þess að kjörnir fulltrúar eigi sæti í stjórn þess. Sóley Tómasdóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, segir grundvallar- ágreining um þetta atriði. Vinstri græn telji að í stjórn OR eigi að sitja kjörnir fulltrúar enda sé um mikið hagsmunamál umbjóð- enda þeirra að ræða, ekki ólíkt ýmsum sviðum borgarinnar, svo sem menntasviði. Ábyrgð kjörinna fulltrúa liggi einnig í því að stýra fyrirtækjum borgarinnar, eins og OR, Strætó og Faxaflóahöfnum. Þá segir Sóley að málefni gagna- veitunnar séu skilin eftir í drög- unum og ekki vilji allir skilgreina hana sem kjarnastarfsemi. Flokk- ur hennar sé á móti sölu hennar til einkaaðila. Dagur segir gagnaveituna vera hluta kjarnastarfseminnar en samkvæmt fimm ára áætlun verði skoðað hvort hægt sé að vinna að fjármögnun hennar eða sölu að öllu leyti eða hluta. OR sé í þess háttar stöðu að ekkert sé tryggt í því. Dagur og Sóley eru sammála um að með eigendastefnunni sé stjórn- inni settar fastari skorður. kolbeinn@frettabladid.is Vilja kjörna fulltrúa burt úr stjórn OR Meirihlutinn í Reykjavík vill pólitíkina burt úr stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Ágreiningur er um málið í eigendanefnd. Til greina kemur að selja gagnaveit- una að öllu leyti að hluta. Drög að eigendastefnu verða til kynningar í sumar. ORKUVEITA REYKJAVÍKUR Nefnd um eigendastefnu hefur skilað af sér drögum. Í henni áttu sæti fulltrúar meiri- og minnihluta í Reykjavík, auk fulltrúa Akraness og Borgarbyggðar. Dagur og Sóley eiga bæði sæti í nefndinni. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓBERT DAGUR B. EGGERTSSON SÓLEY TÓMASDÓTTIR SÝRLAND, AP Bashar Assad Sýr- landsforseti segist geta hugsað sér lýðræðislegar umbætur í landinu, sem jafnvel fælust í að Baath-flokk- ur hans afsal- aði sér einveldi sínu í stjórn- málum. Hins vegar sakar hann skemmdar- verkamenn um að notfæra sér ástandið og segist ekki til viðræðu við þá sem beri vopn og drepi fólk. Stjórnarandstæðingar segja sjónvarpsávarp hans í gær, þar sem hann lét þessi orð falla, einskis virði. Á máli hans hafi ekki mátt heyra nein áþreifanleg merki um að lýðræðisumbætur verði gerðar. - gb Assad ávarpar þjóðina: Segir mótmæli skemmdarverk BASHAR ASSAD VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 28° 28° 23° 20° 24° 27° 19° 19° 27° 20° 29° 28° 36° 20° 22° 27° 20°Á MORGUN Fremur hæg NA-læg eða breytileg átt.. FIMMTUDAGUR Fremur hæg NA-læg eða breytileg átt. 9 9 7 7 5 88 7 8 11 4 4 7 4 3 4 5 2 3 5 7 3 10 7 7 7 6 10 10 7 7 6 MILT VEÐUR Það verður lítið um snöggar breytingar næstu daga. Frem- ur hægar N-lægar áttir víðast hvar en hæg breytileg átt á S-landi. Skúrir yfi r daginn SV-lands en bjartara N-til. Hiti 4-14 stig yfi r daginn, hlýjast SV-lands. Líkur á næturfrosti í inn- sveitum NA-lands. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenskra skipa í maí 2011 nam 43.421 tonni, samanborið við 73.550 tonnum í maí 2010. Metinn á föstu verði var hann tíu pró- sentum minni í maí nú en í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um sjö prósent miðað við sama tíma 2010. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Botnfiskafli dróst saman um tæp 1.250 tonn samanborið við maí 2010 og nam 37.600 tonnum. Þar af var þorskaflinn rúm 17.300 tonn, sem er aukning um 3.600 tonn frá fyrra ári. Afli á föstu verði er hliðstæður við umreikning í þorskígildi, en aflinn í tonnum sýnir magn án tillits til verðmætis fisktegunda. - kóp Meiri afli fyrstu 5 mánuðina: Mun minni afli í maí en í fyrra ÞORSKUR Þorskafli í maí var um 3.600 tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN DANMÖRK Þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda í Danmörku held- ur Danski þjóðarflokkurinn áfram árásum sínum á Þjóð- verja með því að rifja upp for- tíð þeirra. Stjórnmálamaðurinn Jesper Langbelle segir Þjóð- verja taugaveiklaða þjóð sem notað hafi Evrópusambandið til þess að stöðva allar tegundir þjóðernis stefnu. Þetta segir hann vegna gagn- rýni Þjóðverja á hert landa- mæraeftirlit Dana. Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins rannsakar nú hvort nýju reglurnar stangist á við Schengen-samkomulagið. - ibs Deila um landamæraeftirlit: Rifja upp sögu Þýskalands FJÖLMIÐLAR Nýtt blað um land- búnað, Freyja, hefur göngu sína í ágúst. Útgáfufélagið Sjarminn gefur blaðið út en í því verður miðlað hagnýtu fræðsluefni fyrir landbúnaðinn. Blaðið verður aðallega gefið út á netinu en hægt verður að nálg- ast það endurgjaldslaust á vefsíðu Sjarmans. - mþl Útgáfa hefst á Freyju: Nýtt veftímarit um landbúnað

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.