Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 18
21. 2 Embætti landlæknis verður í framtíðinni í húsakynnum Heilsu- verndarstöðvarinnar við Barónsstíg 47. Leigusamningur var undir- ritaður í síðustu viku og markar hann tímamót í starfi Landlæknis- embættisins, sem sameinaðist Lýðheilsustöð hinn 1. maí síðastliðinn. Íslenskur hlaupastíll sem þróað- ur er af Smára Jósafatssyni hefur vakið athygli á Englandi. „Ég var með sýningarstand á London Mar- athon sýningunni í apríl. Þar vakti hlaupastíllinn mikla athygli,“ segir Smári, framkvæmdastjóri fyrir- tækisins Smart Motion Running. Hlaupastíllinn snýst um að hlaupa með réttu álagi á fætur, liði og mjó- bak. „Fulltrúar margra hlaupatíma- rita og vef síðna á Englandi komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á.“ Smári segir að í kjölfar sýningar- innar hafi hann haldið hlaupastíls- námskeið á Englandi fyrir blaða- menn frá ensku hlaupatímariti og tveimur vefsíðum. Von er á fleiri blaðamönnum á námskeið hjá honum. Fyrstu námskeiðin fyrir almenning hefjast í byrjun júlí og skráningar eru þegar hafnar. Smári hefur þjálfað tvo Englend- inga sem kenna munu á hlaupa- stílsnámskeiðum í Englandi, ásamt honum. „Annar kennaranna, Kirsty Smith, er góður frjálsíþrótta maður og var meðal annars í landsliði Bret- lands 21 árs og yngri í frjálsum. Hún þekkir fullt af íþróttamönnum og hefur boðið hlaupurum á nám- skeið,“ segir Smári og bætir við að hlaupurunum hafi þótt mikið til námskeiðsins koma. „Það hafa líka komið nokkrir hlaupaþjálfarar sem hafa velt því fyrir sér af hverju eng- inn hafi kennt þeim þessa aðferð.“ Smári segir að hugmyndin að hlaupastílnum hafi kviknað út frá pilates-æfingum. Smári var virk- ur í íþróttum á sínum yngri árum en meiddi sig oft og gat orðið ekki hlaupið. Upp úr 2000 lærði hann einkaþjálfun, þolfimi, spinning, jóga og pilates. „Það má segja að pilates hafi breytt öllu hjá mér. Pílates bein- ist mikið að miðjunni,“ segir Smári, sem einnig hefur mikinn áhuga á fjallgöngum. „Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf.“ Smári fór að velta fyrir sér af hverju verkurinn hvarf með pila- tes. „Þegar ég fattaði hvað ég gerði öðruvísi datt mér í hug hvort ég gæti hlaupið þannig. Ég prófaði það og gat líka hlaupið lengra. Ég varð mjög undrandi,“ upplýsir Smári, sem fór að kenna á námskeiðum á Íslandi árið 2006, en nú hafa rúmlega þrjú þúsund Íslendingar lært að hlaupa upp á nýtt. martaf@frettabladid.is Íslenskur hlaupastíll vekur athygli í Englandi Íslenska fyrirtækið Smart Motion Running býður upp á kennslu í íslenskum hlaupastíl á Englandi. Hlaupastíllinn hefur vakið athygli erlendis og breskir hlaupaþjálfarar hafa sótt námskeið. Smári Jósafatsson, framkvæmdastjóri Smart Motion Running, mun kenna Bretum að hlaupa upp á nýtt. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Eftir gönguferðirnar var ég alltaf að drepast í hnjánum en þegar ég lærði pilates tók ég eftir að verkurinn í hnjánum hvarf. ÚTSALAN HAFIN! 5.000 kr. dagur í Flash Fleiri myndir á Facebook, vertu vinur Við erum á GALLABUXUR HÁAR UPP áður 9990 Nú 5000 GALLAKVARTBUXUR HÁAR UPP áður 8990 Nú 5000 GALLAPILS áður 7990 Nú 5000 Frakkar, Mussur, kvart- buxur, kjólar, toppar og margt fleira á aðeins 5000 kr. ÍSLENSKT HUNDANAMMI Fæst í Bónus, Samkaup, 10-11, Fjarðarkaup og Inspired Keflavíkurflugvelli gott í þjálfun og í leik VINSÆLVARA BÍTIÐ MEÐ HEIMI OG KOLLU ALLA VIRKA DAGA KL. 6.50 FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. ÞÚ ERT MEÐ FRÆGA FÓLKIÐ Í VASANUM MEÐ VÍSI m.visir.is Fáðu Vísií símann!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.