Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar – mars 2011 Þriðjudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Allt 21. júní 2011 142. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúi: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Plöntuskoðunarferð verður farin á Esjuna upp með Mógilsá fimmtudaginn 23. júní klukkan 17. Elín Soffía Ólafsdóttir, pró- fessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, leiðir gönguna. Hún mun skyggnast inn í ósýnilegan heim plöntuefnasambanda, sem mörg hver má nota í lyf. Dansarinn Ástrós Gunnarsdóttir kennir belgískum skrifstofumönnum alvöru pilates í Brussel:Varast íslenska hugsunarháttinn ÚTSALA Sölustaðir: 10 -11, Inspired í Flugstöðinni, Samkaup, Nettó, Kaskó, Fjarðarkaup, Skeljungsbúðirnar, Olís, N1, Kaupfélag V- Húnvetninga, Kaupfélag Skagfirðinga,Verslunin Vísir, Bláa lónið, Hreyfing, Krambúðin, Fiskbúðin Freyja, Melabúðin. ÍSLENSK FÆÐUBÓTBITAFISKUR-næring fyrir líkama og sál Nístandi spenna „Flottasti gaurinn í þessum bókmenntageira.“ STEPHEN KING NÝ KILJA FÓLK „Þetta er rosalega skemmti- legt ævintýri sem við erum að fara út í og æðislegt að fá þetta tæki- færi,“ segir Jóna G. Kolbrúnar- dóttir menntaskólanemi, sem ásamt stúlkunum í kórnum Graduale Nobili tekur þátt í tón- leikaferð Bjarkar sem hefst í dag. Förinni er heitið til Manchester á Englandi, þar sem Björk frum- flytur nýjustu afurð sína, Bio- philia, en alls ætlar hún að halda sex tónleika á listahátíð þar í borg. Platan er ekki komin út en stefnt er á útgáfu með haustinu. Fyrsta smáskífan, Crystalline, kemur hins vegar út í lok mánaðar ins. - áp / sjá síðu 30 Halda til Manchester í dag: Taka þátt í tón- leikum Bjarkar SPENNTAR Þær Jóna G. Kolbrúnardóttir, Kristín Sveinsdóttir og Guðrún Matt- hildur Sigurbergsdóttir eru á leið til Manchester með Björk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HEILSA Hlaupastíll sem Smári Jósafatsson hefur þróað vekur mikla athygli á Englandi. Hlaupa- stíllinn felur í sér að þegar fólk hleypur verður álag á fætur, liði og mjóbak rétt. „Ég var með sýn- ingarstand á London Marathon- sýningunni í apríl,“ segir Smári, framkvæmdastjóri Smart Motion Running. „Fulltrúar margra hlaupatímarita og vefsíðna komu til mín, spurðu út í þetta og leist vel á.“ Í kjölfarið ákvað hann að halda námskeið í London sem atvinnu- hlauparar og þjálfarar hafa meðal annarra sótt og líkað vel. - mmf / sjá Allt Rétt álag á fætur og liði: Nýr hlaupastíll vekur athygli Hristir upp í Brussel Ástrós Gunnarsdóttir kennir Pilates í höfuðborg Evrópu. allt 1 Upplifðu ótrúlega hluti Bear Grylls hafði áhyggjur af Jake Gyllenhaal á Íslandi. fólk 30 Hlakkar til hvers dags Ásdís Eyjólfsdóttir blæs á hundrað kerta afmælisköku í dag. tímamót 16 SAMGÖNGUR Áberandi mikill munur er á frammistöðu Iceland Express og helstu keppinauta í að halda auglýsta áætlun. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. um Keflavíkur- flugvöll. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir fimmtán mínút- um. Af 823 brottförum hjá flug- félaginu Astraeus, sem annast flug fyrir Iceland Express, stóðst 351, eða 42,6 prósent, þennan mæli- kvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins innan við fimmtán mínútum á eftir áætl- un. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 36,2 pró- sent á áætlun. Langstærsti keppinautur Ice- land Express er Icelandair, sem státar af mun betri tölfræði að þessu leyti. Samanlagt átti Iceland- air 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Samkvæmt skilgreiningunni voru 73,8 prósent af þeim flugum á áætlun. Flugfélagið SAS, sem var með áætlunarflug hingað til lands í fyrrasumar, státar af mun meiri stundvísi, en félagið hélt áætlun í 93,3 prósent tilvika. Fram kom á fundi sam- ræmingar nefndar í millilanda- flugi í fyrrahaust að það skapaði vandamál hve illa Astraeus stæð- ist áætlanir og hve afleitlega það stæði sig í að koma upplýsingum um tafir til flugmálayfirvalda. Svör við fyrirspurn um þessi mál fengust ekki hjá Iceland Express í gær, en samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru seink- anir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. - gar / sjá síðu 6 Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika Yfirlit um brottfarir og lendingar á Keflavíkurflugvelli frá í fyrrasumar sýnir að seinkanir á flugi Iceland Express voru miklu meiri en hjá öðrum. Félagið fékk ákúrur vegna upplýsingaskorts. Flugfélagið SAS hélt áætlun í 93,3% tilvika. RÓLEGHEIT Í dag verður fremur hæg NA-læg eða breytileg átt víðast hvar. Skúrir SV- og V-lands seinnipartinn. Hiti 4-14 stig. VEÐUR 4 7 11 8 7 9 SVÍFÐU SEGLUM ÞÖNDUM Á sumrin njótum við náttúrunnar og hvers kyns útivistar. Krakkarnir í Nauthólsvík létu sitt ekki eftir liggja þrátt fyrir að sólin hafi verið horfin bak við ský í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Ekkert óvænt Úrslitin í bikarkeppni KSÍ í gær voru eftir bókinni. Keflavík, Þór og Fjölnir komust áfram. sport 26 VÍSINDI Höf jarðar eru í verra ástandi en áður hefur verið talið, að mati hóps sérfræðinga. Í nýrri skýrslu er varað við því að mikil hætta sé á að tímabil fjölda útdauða meðal sjávarlífvera renni upp í fyrsta sinn á sögulegum tíma. Ofveiði, mengun og loftslagsbreyt- ingar eru sagðar meðal orsaka þessa vanda, sem sé þegar farinn að hafa áhrif á mannkynið. Sérfræðingahópurinn starfaði undir merkjum IPSO, alþjóðlega verkefnisins um stöðu sjávar. Í honum voru vísindamenn úr fjölda greina, þar á meðal sérfræðingar um kóralrif, eiturefnafræðingar og sérfræðingar í fiskistofnum. „Niðurstöðurnar eru sláandi,“ segir Alex Rogers, framkvæmda- stjóri IPSO. „Þegar við mátum samanlögð áhrif mannkynsins á höfin áttuðum við okkur á því að staðan er mun alvarlegri en ætla má þegar litið er afmarkað á hvern þátt.“ Niðurstöður skýrslunnar verða kynntar síðar í vikunni í höfuð- stöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York. Þá verða tillögur skýrsluhöfunda einnig ræddar en meðal þeirra má nefna að komið verði í veg fyrir ofveiði af meiri krafti en áður og að losun eitur- efna og plasts í höfin verði minnk- uð verulega. - mþl Vísindamenn hafa miklar áhyggjur af breytingum á vistkerfi sjávar: Ástand sjávar fer ört versnandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.