Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 12
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR12 Bara góðar hliðar ums.is SÍÐASTI DAGUR FYRIR GREIÐSLUSKJÓL NÝRRA UMSÓKNA UM GREIÐSLUAÐLÖGUN ER 30. JÚNÍ 2011 LUXEMBORG, AP Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gær að efla neyðarsjóð sambands- ins, svo hann geti betur tekið á vanda stórskuldugra ríkja á borð við Grikkland, Írland og Portú- gal. Jafnframt settu þeir aukinn þrýsting á grísk stjórnvöld, sem þurfa að fá frekari hjálp til að geta staðið undir afborgunum af skuldum í næsta mánuði. Ráðamenn Evrópusambands- ríkjanna eru margir enn á nálum út af gríðarlegum skuldavanda nokkurra evruríkja, sem gæti stefnt framtíð evrunnar í voða. Samtals hafa ESB-ríkin nú ákveðið að gangast í ábyrgð fyrir 780 milljörðum evra, eða nærri 130.000 milljörðum króna, en það gerir þeim kleift að nota 440 milljarða evra, eða ríflega 72.000 milljarða króna til að hjálpa þeim ríkjum á evrusvæðinu sem eiga í óyfirstíganlegum fjárhagsvanda. Þetta er hátt í tvöföldun sjóðs- ins, sem settur var á laggirnar fyrir rúmu ári með 440 milljarða ábyrgð Evrópusambandsríkjanna og þar með 250 milljarða evra til reiðu handa skuldugu ríkjunum. Ábyrgðin þarf að vera töluvert hærri en það fjármagn sem notað verður svo vaxtakjör geti verið nægilega hagstæð. Neyðarsjóðurinn, sem nefn- ist Fjármálastöðugleikasjóður Evrópu, verður notaður þang- að til nýtt Fjármálastöðugleika- kerfi Evrópusambandsins kemst í gagnið um mitt ár 2013. Fjármálaráðherrarnir hafa hins vegar frestað fram í byrj- un næsta mánaðar ákvörðun um næstu greiðslu til Grikklands, tólf milljarða evra sem áttu sam- kvæmt áætlun ESB og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins að greiðast út nú í þessum mánuði. Grísku stjórninni er gert að ljúka afgreiðslu nýrra aðhalds- aðgerða áður en framhald verð- ur á aðstoð ESB og AGS, en alls hafa Grikkir nú þegar fengið 48 milljarða evra af þeim 110 millj- örðum sem ákveðið var að veita vorið 2010. Grikkir þurfa á þessari greiðslu að halda til að geta stað- ið við stórar afborganir af lánum sínum í næsta mánuði. Erfið- lega hefur hins vegar gengið að fá bæði grískan almenning og gríska þingið til að fallast á frekari skattahækkanir og frek- ari niðurskurð á ríkisútgjöldum ofan á allar þær sársaukafullu aðhaldsaðgerðir, sem nú þegar hefur verið gripið til. „Þetta eru erfiðir tímar,“ sagði Olli Rehn, peningamálastjóri Evrópu sambandsins. „Umbóta- þreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar, og sama má segja um stuðningsþreytu nokk- urra aðildarríkja okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is Meira fjármagn lagt í neyðarsjóð ESB Ráðamenn Evrópusambandsríkjanna enn á nálum út af gríðarlegum skulda- vanda nokkurra evruríkja. Frestun greiðslu til Grikklands setur aukinn þrýst- ing á ríkisstjórn Grikklands. „Þetta eru erfiðir tímar,“ segir Olli Rehn. JEAN-CLAUDE TRICHET OG OLLI REHN Seðlabankastjóri Evrópu og peningamálastjóri Evrópusambandsins á fundinum í Lúxemborg í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Umbótaþreytan sést á götum Aþenu, Madríd og víðar... OLLI REHN PENINGAMÁLASTJÓRI ESB 512 5100 STOD2.IS VERSLANIR VODAFONE VERSLANIR OG ÞJÓNUSTUVER SÍMANS 800 7000 Grillskóli Jóa Fel Jói Fel gerir grillsumarið skemmtilegra EINN AF NÝJU ÞÁTTUNUM OKKAR Í JÚNÍ HEFST Á FIMMTUDAGINN MÓTMÆLI Grikkir hafa mótmælt ástandi mála vikum saman. MYND/AFP NORDICPHOTOS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.