Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 21. júní 2011 3 flytja til Evrópu og stúdíóleysið hér réði úrslitum,“ segir Ástrós og vísar í sinn heittelskaða Þorfinn Ómars- son, sem rekur með henni fyrirtæk- ið ytra. Stúdíó Ástrósar er í Evrópu- hverfinu svokallaða, mitt í hjarta Brussel, en í hverfinu eru fleiri skrifstofumenn en tölu verður á komið. Segir Ástrós að þeim veiti ekki af að skreppa í Pilates-tíma, hvort heldur sem er fyrir eða eftir vinnu, eða í hádegispásu sinni. „Það var ágætis ákvörðun að velja þetta hverfi og orðsporið breiðist hratt út. Ég hef gaman af fjölbreyti- leika mannflórunnar sem sækir tíma hjá mér, en ekki síst því hversu karlar eru duglegir að mæta. Heima á Íslandi hefur Pilates fengið á sig kvennastimpil, þrátt fyrir að vera hannað af karlmanni og vera ekki síður góð líkamsrækt fyrir þá,“ segir Ástrós, alsæl með viðtökurn- ar og tilveruna í Brussel. „Hingað koma margir viðskipta- menn í jakkafötum, með vandamál í baki og hálsi, og þá kemur þeim vel að gera Pilates,“ segir Ástrós. Sam- kvæmt nýjustu talningu sameinast Pilates-iðkendur frá fimmtán þjóð- um í Pilates Centre Brussel, sem starfar eftir þeirri hugmyndafræði Pilates að maður sem hafi þjálf- að líkama sinn til fullkomins sam- ræmis og þroskað heilbrigðan huga skili daglegum störfum sínum fljótt og vel, af ungæðislegum lífsþrótti og gleði. „Okkur líður afskaplega vel hérna og borgin er þægileg. Hana má auð- veldlega ganga rösklega enda á milli og maður fær aldrei leið á fjölþjóð- legum menningarheimi hennar. Þá er stutt í allar áttir héðan, létt að taka lest til Parísar, Lundúna eða annarra borga í Evrópu, stutt á skíðasvæði og strönd,“ segir Ást- rós, sem tjaldar ei til einnar nætur í Brussel. „Það er auðvitað heilmikið mál að opna svona stúdíó, en viðskipt- in ganga framar björtustu vonum. Með tíð og tíma langar mig að færa út kvíarnar en ég varast að taka íslenska hugsunarháttinn á þetta og sé til hvernig gengur eftir árið.“ Ástrós með Romönu Kryzanovsku, arftaka höfundar Pilates-tækninnar, en Ástrós lærði Pilates hjá True Pilates í New York undir verndarhendi Kryzanovsku. Framhald af forsíðu Rithöndin stuðlar að þróun heilans en getur einnig hækkað einkunnir og aukið sjálfstraust. Samkvæmt nýrri rannsókn sem gerð var í Háskólanum í Indiana í Bandaríkjunum geta skriftir aukið virkni heilans, skerpt hreyfigetu og haft jákvæð áhrif á námsárangur. „Skrift er börnum mjög mikilvæg, ekki hversu vel þau skrifa heldur að þau skrifi og æfi það,“ sagði Karin Harman Jones, aðstoðar prófessor við Indiana Háskóla. „Vélritun hefur ekki sömu áhrif.“ Rannsakendur komust að því að skrift getur breytt því hvernig börn læra og heilinn þróast. Notaður var taugaskanni til að mæla örvun heil- ans þegar forskólabörnum voru sýndir stafir. Einn hópur barnanna skrifaði hástafi á meðan annar hópur æfði sig í að sjá og segja staf- ina. Fjórum vikum seinna mældist virkni heila barnanna sem skrifuðu stafina svipuð og hjá fullorðnum. Góð rithönd getur einnig stuðlað að betri einkunnum. Rannsóknin sýndi að sama meðalritgerðin fær mun hærri einkunn ef rithöndin er snyrtileg. - mmf Góð rithönd gefur betri einkunnir Handskrift getur stuðlað að aukinni virkni heilans. Lög um réttindi lifandi líffæragjafa til tímabundinnar fjárhagsaðstoðar tóku gildi 1. janúar 2010. Lifandi líf- færagjafar geta sótt um greiðslur úr nýjum bótaflokki hjá Tryggingastofnun sem er ætlað að tryggja þeim tímabundna fjár- hagsaðstoð. www.tr.is „Allur maturinn okkar er ferskur, hollur og góður,“ segir Sólveig á Culiacan. „Þú finnur aldrei djúpsteik- ingarbrælu hjá okkur, við eigum ekki einu sinni djúp- steikingarpott,“ segir hún. „Viðtökurnar á Suður- landsbrautinni hafa verið vonum framar. Staðurinn hefur alltaf verið vinsæll hjá íþróttafólki því matur- inn inniheldur fáar kaloríur en góða og fjölbreytta næringu. Við finnum að fólk almennt er orðið miklu meðvitaðra um hvað það lætur ofan í sig.“ Á Culiacan eru allir réttir útbúnir beint fyrir framan viðskiptavininn svo hann á þess kost að velja það sem hann vill eða vill ekki. Algengur misskiln- ingur hjá fólki er að þessi matur sé allur svo sterkur. Það er alls ekki satt og fólk á alltaf val um sterka eða milda sósu og þeir sem vilja mjög sterkt fá sér jala- peño og sterka sósu. Þannig ræður fólkið ferðinni. Í borðinu er úrval af kjöti, sósum og salsa útbúið frá grunni daglega. Mikið af fersku grænmeti og krydd- jurtum er notað í sósurnar og eru þær nánast fitu- lausar og stútfullar af vítamínum. Viðskiptavinir geta valið um kjúkling, nautahakk eða nautakjöt. Kjúklingurinn er langvinsælastur. Hann er mariner- aður í minnst sólarhring áður en hann er svo grill- aður. Á Culiacan er svo notaður 10% sýrður rjómi og 17% íslenskur ostur. Transfita hefur verið mikið í umræðunni á þessu ári. Maturinn á Culiacan er að sjálfsögðu án trans- fitu og msg. Þekkt er að transfita eykur líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Msg, eða Monosodium glutamate, er ónáttúrulegt efni sem er notað til að bragðbæta mat. Margir hafa ofnæmi fyrir þessu efni auk þess sem það er talið auka líkur á krabbameini. Matseðillinn á Culiac- an byggist upp á burrito, quesadillas, tacos, tostada og salötum. Réttirnir kosta á bilinu 1.090-1.390 og staðurinn er opinn alla daga 11.30-22.00. Þurfum engan heilsumatseðil „Allur maturinn okkar er ferskur, hollur og góður,“ segir Sólveig. Ultimo burrito er alltaf vinsæl. Grilluð með ostinum ofan á. Tostada Rucola er nýtt á matseðlinum. Tortilla með sósu, kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum, furuhnetum, rjómaosti og klettasalati. Kynning Á Culiacan, Suðurlandsbraut 4a, er boðið upp á hollan mexíkóskan mat. Höfuðáhersla er lögð á ferskt hráefni og heilsusamlegar eldunaraðferðir. Bandarískur maður sem blindaðist á öðru auga fyrir 55 árum endurheimti sjónina á því á dögunum. Maðurinn var aðeins átta ára þegar hann fékk stein í augað með þeim afleiðingum að sjónhimnan losnaði frá auganu. Hann missti sjónina á auganu og var blindur á því næstu 55 árin. Maðurinn sem nú er 63 ára leit- aði fyrir nokkru til augnlæknis í New York og kvartaði undan sárs- auka í auganu og kom í ljós nokk- ur bólga og blæðing í því. Þegar búið var að hreinsa augað og með- höndla það með lyfi gat maður- inn allt í einu séð mun á ljósi og myrkri sem hann hafði ekki getað áður. Þá vaknaði sú von að hægt yrði að festa sjónhimnuna aftur við augað. Eftir aðgerðina fékk maðurinn sjónina á ný en læknar segja það einsdæmi eftir svo lang- an tíma. Blindur fær sýn á ný Maður sem hafði verið blindur á öðru auga í 55 ár fékk sjónina á ný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.