Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 34
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR26 sport@frettabladid.is TÓMAS INGI TÓMASSON var í gær rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs HK í knattspyrnu. HK er í neðsta sæti deildarinnar með 1 stig eftir 7 leiki. Við starfi hans tekur Ragnar Gíslason, yfirþjálfari yngri flokka HK. Ragnar stýrir HK í kvöld gegn Grindavík í Valitor-bikarnum. Þá mætast einnig Valur og ÍBV í keppninni, sem og Þróttur og Fram. FÁÐU GÓÐAN SVEFN Í SUMAR TILBOÐ TILBOÐ SUMARIÐ ER TÍMI ÚTIVISTAR: SVEFNPOKAR FRÁ 7.990 KR. TILBOÐ NÁÐU ÁRANGRI. ÚTILÍF – HOLTAGÖRÐUM. GLÆSIBÆ. KRINGLUNNI. SMÁRALIND. WWW.UTILIF.IS FÓTBOLTI Í gær var dregið í Evrópu- keppnunum í fótbolta og þar lentu Íslandsmeistarar Breiðabliks gegn norska liðinu Rosenborg í annarri umferð Meistaradeildarinnar. Liðin mætast fyrst í Þrándheimi 12. eða 13. júlí og svo á Kópavogs- velli viku síðar. KR mætir færeyska félaginu ÍF frá Fuglafirði í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar. Í sömu keppni mætir ÍBV skoska liðinu St. Patrick ś, en ÍBV mun spila heima- leik sinn á Vodafone-vellinum. Fyrri leikir liðanna fara fram 30. júní. ÍBV byrjar heima en KR í Færeyjum. Ef KR kemst áfram mætir liðið Zilina frá Slóvakíu í næstu umferð en ÍBV mun annað hvort mæta Koper frá Slóveníu eða Karagandy frá Kasakstan, takist því að kom- ast áfram. FH kemur inn í keppnina í ann- arri umferð og mætir þar sterku liði Nacional frá Portúgal. Fyrri leikur liðanna fer fram á Kapla- krikavelli þann 14. júlí og seinni leikurinn ytra viku síðar. - hbg Dregið í Evrópukeppnum: Blikar mæta Rosenborg NOREGUR Breiðablik fer í stutt ferðalag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Þórsarar frá Akureyri eru komnir áfram í Valitor-bikar- keppninni eftir 3-1 sigur á Víking- um á Þórsvellinum í gærkvöld. Fyrsta mark leiksins, sem Magnús Þormar, markvörður Vík- inga, skoraði í eigið mark, þótti nokkuð vafasamt og voru Víkingar gríðarlega ósáttir við að það fengi að standa. Gísli Páll Helgason, leik maður Þórs, átti þá langt innkast inn að marki og þar ætlaði Magn- ús Þormar að kýla boltann frá, umkringdur af leikmönnum, en virtist missa jafnvægið í loftinu og kýldi boltann rakleiðis í sitt eigið mark. Magnús lá óvígur eftir og leikmenn Víkinga mótmæltu dómnum harðlega en án árangurs, markið stóð. „Mér fannst þetta í það minnsta vafasamt svo ekki sé nú meira sagt en hins vegar get ég ekki sagt að mér finnist þetta mark ráða úrslit- um í leiknum, það er langt því frá að við höfum tapað þessum leik út af þessu atviki,“ sagði Pétur Georg Markan, leikmaður Víkinga, um atvikið eftir leik. Í upphafi seinni hálfleiks náðu Víkingar að jafna og þar var á ferðinni Halldór Smári Sigurðsson með glæsilegu langskoti af um 30 metra færi sem söng í marknetinu hjá Þór. Sveinn Elías Jónsson kom Þór aftur yfir eftir að skot Jóhanns Helga Hannessonar fór af varnar- manni og barst til Sveins, sem var einn óvaldaður á fjærstöng og setti boltann örugglega í markið. Víkingar reyndu að pressa í lokin og fjölguðu í sókninni en við það opnaðist vörn þeirra og það nýtti Gunnar Már Guðmundsson sér til fullnustu þegar hann skor- aði þriðja mark Þórs í uppbótar- tíma með skalla af stuttu færi. Úrslitin voru nokkuð sanngjörn þrátt fyrir að Víkingar væru meira með boltann. - jsj Umdeilt opnunarmark er Þór lagði Víking að velli: Þórsarar sem fyrr sterkir á heimavelli BARÁTTA Ekkert var gefið eftir í leik liðanna en heimamenn voru sterkari. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Keflavík tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Valitor-bikars- ins í gærkvöld með góðum 3-1 sigri á fyrstu deildar liði Hauka. Leikurinn var bráðfjörugur og skemmtilegur en Keflavík fékk sannkallaða óskabyrjun þegar Guðmundur Steinarsson skoraði strax á fjórðu mínútu. Andri Steinn Birgisson bætti öðru marki við á 21. mínútu og allt virtist stefna í stórsigur úrvalsdeildarliðsins. „Við töpum leiknum í upphafi, úrvalsdeildarlið láta ekki svona færi framhjá sér fara. Þeir refsa okkur grimmilega fyrir arfas- laka byrjun en eftir þessar fyrstu 25 mínútur finnst mér við vera síst slakara liðið. Það dugar samt ekki, þar sem við skorum færri mörk en þeir og þess vegna erum við úr leik. Ég er sáttur við seinni hálfleikinn og lokin á þeim fyrri en byrjunin var arfaslök,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari Hauka, eftir leikinn. Haukar voru þó ekki tilbúnir að játa sig sigraða þótt staðan væri svört. Þeir minnkuðu muninn á 33. mínútu þegar þriðja skalla- mark leiksins leit dagsins ljós, en þar var Hilmar Trausti Arnarsson, fyrirliði Hauka, að verki. Haukar voru síst lakari aðilinn fram að hálfleik og hófu seinni hálfleikinn af krafti. Þeir hefðu hæglega getað jafnað metin ef ekki hefði verið fyrir frábæra markvörslu Ómars Jóhannssonar sitt hvoru megin við hálfleikinn. „Við héldum yfirvegun og ró á þeim kafla þegar þeir herja að okkur og náðum svo að setja þriðja markið sem gaf okkur trúna og færi á að spila þéttir út leikinn,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Keflavíkur, að leiknum lokn- um, en þriðja mark Keflavíkur kom þegar korter var eftir. Jóhann Birnir Guðmundsson nýtti sér þá skógarhlaup Daða Lárussonar eftir langa sendingu og skoraði af miklu öryggi. Þetta var fyrsti leikur Kefla- víkur í þrjár vikur og var Will- um smeykur við ryð í sínu liði en byrjun leiksins var þó fljót að róa taugar hans. „Við erum búnir að vera í langri leikjahvíld og maður var sannast sagna smeykur við að við yrðum smá ryðgaðir. Við náðum að vega það upp með fersk- leika og hugarfari í byrjun, héld- um ró og yfirvegun og vorum þéttir. Við nýttum okkur forskotið sem við náðum vel,“ sagði bros- mildur Willum, sem var ekki síst ánægður að vera kominn aftur út á völl eftir langt frí. „Við viljum bara spila fótbolta á sumrin og nógu mikið af leikjum.“ - gmi Óskabyrjun Keflavíkur rotaði Hauka Tvö mörk á fyrstu tuttugu mínútunum lögðu grunninn að sigri Keflavíkur gegn Haukum í sextán liða úrslitum Valitor-bikarsins í gær. Leikurinn var bráðfjörugur og skemmtilegur en gestirnir voru sterkari. ÁKVEÐNIR Haukar áttu sína spretti í leiknum en höfðu ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Valitor-bikar karla Haukar-Keflavík 1-3 0-1 Guðmundur Steinarsson (4.), 0-2 Andri Steinn Birgisson (21.), 1-2 Hilmar Trausti Arnars- son (33.) Þór-Víkingur 3-1 1-0 Magnús Þormar, sjm. (22.), 1-1 Halldór Smári Sigurðsson (49.), 2-1 Sveinn Elías Jónsson (75.), 3-1 Gunnar Már Guðmundsson (90.+3.). Fjölnir-Hamar 3-2 1-0 Illugi Þór Gunnarsson (30.), 2-0 Kristinn Sigurðsson (39.), 2-1 Arnþór Kristinsson (48.), 3-1 Illugi Þór Gunnarsson, 3-2 Ragnar Valberg Sigurjónsson (57.)

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.