Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 10
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR DANMÖRK Stjórnarandstaðan í Dan- mörku krefst þess að sakhæfis aldur verði aftur hækkaður upp í 15 ár, en frá júlímánuði í fyrra hefur hann miðast við 14 ár. Samkvæmt úttekt dönsku tölfræðistofnunar- innar komu upp 200 mál frá júlí að áramótum þar sem 14 ára ung- lingar voru kallaðir fyrir dóm. Um helmingur málanna lýtur að búðar- þjófnaði, en 28 voru vegna árása þar af tvær vegna grófs ofbeldis, fimm voru vegna rána og eitt vegna nauðgunar. Af 200 málum lauk 170 með sektardómi. Talsmaður Sósíalíska þjóðar- flokksins sagði í viðtali við danska ríkisútvarpið að þessar tölur sýndu allt annan veruleika en þann sem stjórnarflokkarnir hefðu nýtt sér til að rökstyðja niðurfærslu sakhæfis- aldurs í fyrra. Vissulega þurfi ung- lingar sem verði uppvísir að lög- brotum að mæta afleiðingum gerða sinna, en þau mál megi afgreiða á annan hátt en sem sakamál. Talsmaður Íhaldsflokksins, sem er í stjórn með Vinstriflokknum, segir tölurnar sýna færri alvarleg afbrot 14 ára unglinga og því sé ljóst að lögin þjóni sínum tilgangi. Talsmaður Danska þjóðarflokks- ins, sem ver ríkisstjórnina falli, er sammála því að tölurnar rétt- læti lögin. Þau hafi fælingarmátt og sendi skýr skilaboð til ungra afbrotamanna um að lögbrot verði ekki liðin. - þj er fjöldi mála frá júlí í fyrra til áramóta þar sem 14 ára unglingar voru kallaðir fyrir dóm. DANSKA TÖLFRÆÐISTOFNUNIN 200 VIÐSKIPTATÆKIFÆRI VIÐ MALASÍU BUSINESS OPPORTUNITIES WITH MALAYSIA Malaysia offers a variety of products and services to source from. The Malaysian Trade Commissioner, Mdm. Mohamed, will be making a business trip to Reykjavik to enhance bilateral trade between Malaysia and Iceland, particularly to assist Icelandic buyers/importers to identify potential suppliers for their products. Potential products include wooden products, rubber products, processed food, palm oil products, automotive products, oleochemicals, outsourcing services and print media. Other products’ range is also welcome. Business meetings will be held from 4–6 July 2011. Interested companies that wish to have an appointment to discuss business opportunities may contact her at email: rotterdam@matrade.gov.my or contact the Honorary Consul of Malaysia in Iceland, Dr. Örn Erlendsson, oern@triton.is. Ræðismannsskrifstofa Malasíu á Íslandi, tel. 562 2562 / 898 0949. STJÓRNMÁL Ólína Þorvarðardóttir, varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, segir ekki hægt að skoða kvóta- mál eingöngu út frá nýútkominni hagfræðingaskýrslu. Til að setja málið í samhengi þurfi aðra úttekt; á afleiðingum núverandi kvóta- kerfis á byggðir og samfélag síð- ustu 20 árin. „Hana þurf- um við að hafa í vinstri hendi og vega og meta á móti þeirri sem nú liggur í hægri hendi,“ segir Ólína. Hún heggur í sama knérunn og formaður nefndarinnar, Lilja Rafney Magnúsdóttir, sem sagði í Fréttablaðinu í gær að horfa þyrfti á málið út frá fleiri þáttum en hagfræði- legum. Ólína segir skýrsluna ágæta, en hún kunni ekki við það sjónarmið sem þar komi fram að sjávarútvegurinn eigi að dafna eins og honum þóknast og síðan verði greiddir byggðarstyrkir eftir þörfum. Hennar stjórnmálastefna sé ekki að halda byggðarlögum í öndunarvélum ölmusustyrkja. Ljóst er að Ólína er ekki sammála þeirri áherslu sem samflokks maður hennar, Árni Páll Árnason, efnahags- og við- skiptaráðherra, hefur sett fram. Hann segir aðalmarkmiðið vera að tryggja góðan rekstrar- og samkeppnis hæfan sjávar útveg. Atvinnu stefna á forsendum byggðastefnu hafi aldrei gefist vel, hvorki hér á landi né annars staðar. „Það er sjálfsagt að reyna að koma við byggðatilliti að ein- hverju leyti í sjávarútveginum en höfuðmarkmiðið í þessari atvinnu- grein eins og öðum hlýtur að vera að tryggja arðsemi. Öðrum sjónarmiðum, svo sem byggðar- tengdum, má mæta með sértæk- um aðgerðum.“ Ólína gagnrýnir sjónarhorn skýrsluhöfunda sem miðist við núverandi stöðu útgerðarinnar. Þegar rætt sé um að arður renni úr einni átt inn í samfélagið þurfi ekki djúpa hagfræðihugsun til að sjá að það rýri að einhverju leyti útgerðina. Sjávarbyggðirnar hafi hins vegar staðið undir hagsæld um langt skeið og það gangi ekki að atvinnuvegir sogi til sín án þess að skila í eðlilegu hlutfalli til baka. Ekki náðist í Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, við vinnslu fréttar- innar. Bjarni Harðarson, upplýs- ingafulltrúi ráðuneytisins, segir að málið eigi eftir að fá þinglega meðferð. „Að mínu viti er ekkert í þessari hagfræðilegu úttekt sem kemur á óvart.“ Samkvæmt heimildum blaðsins ganga hagfræðingar úr nefndinni á fund sjávarútvegs- og landbúnaðar- nefndar í dag. kolbeinn@frettabladid.is Ágreiningur um byggðaáherslurnar Stjórnarliðar eru ekki samstiga um byggðaáherslur í tengslum við breytingar á kvótafrumvarpinu. Varaformaður þingnefndar kallar eftir úttekt á afleiðingum núverandi kerfis. Hagfræðinganefnd fer á fund þingnefndar í dag. FISKVEIÐAR Stjórnarliðar eru ekki á eitt sáttir um hve mikið vægi byggðasjónarmið eiga að hafa í lögum um fiskveiðistjórnun. Ljóst er að vinna er fram undan innan þings um frumvarpið. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR ÓLÍNA ÞORVARÐARDÓTTIR ÁRNI PÁLL ÁRNASON Skiptar skoðanir um sakhæfisaldur Dana í kjölfar skýrslu tölfræðistofnunar: Vilja sakhæfisaldur í 15 ár á ný

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.