Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 30
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR22 22
menning@frettabladid.is
Tónlist ★★★★★
Vetrarferðin eftir Schubert
Kristinn Sigmundsson og Víkingur
Heiðar Ólafsson í Eldborg í Hörpu.
Tveir karlar í kjólfötum gengu
fram á sviðið í Eldborginni á
fimmtudagskvöldið. Annar þeirra
var ungur og mjór, hinn eldri og
sverari. Voru þetta Gög og Gokke?
Nei, þetta voru þeir Kristinn
Sigmundsson söngvari og Vík-
ingur Heiðar Ólafsson píanóleik-
ari. Annar með mikla reynslu af
því að syngja Vetrarferðina eftir
Schubert, hinn að takast á við að
spila hana í fyrsta sinn opinber-
lega. Það voru athyglisverðar and-
stæður. Og spennandi! Kristinn
hefur hingað til bara sungið með
einum píanóleikara hér á landi,
Jónasi Ingimundarsyni. Maður
þekkir hann varla öðruvísi.
Auðvitað kemst maður ekki hjá
því að bera þá saman, Jónas og
Víking. Ég hef oftar en einu sinni
heyrt Jónas spila Vetrarferðina.
Hann er miklu ljúfari og mýkri
en hefur ekki sömu tæknina. Hins
vegar er Víkingur afburða píanisti,
tækni hans gerir að verkum að
hann getur leyft sér hvað sem er.
Það virkar allt, einhvern veginn.
Vetrarferðin fjallar um mann
með brostið hjarta er sér aðeins
dauðann fram undan á kaldri
vetrar göngu. Schubert samdi hana
rétt áður en hann lést. Hann not-
aði síðustu augnablikin á banabeði
sínum til að fara yfir handritið að
seinni hluta verksins. Fyrri hlutinn
hafði verið gefinn út skömmu áður.
Vetrarferðin samanstendur af
24 ljóðum. Þau eru ýmist minn-
ingar frá ljúfu sumri þegar ástin
blómstraði, eða lýsingar á sorg og
vonleysi vetrarins. Píanóleikarinn
er í afar mikilvægu hlutverki. Í
tónum píanósins er stemning hvers
ljóðs undirstrikuð með myndrænu
tónmáli. Alls konar andstæður er
þar að finna.
Þessar andstæður voru skýrar
hjá Víkingi. Snerpan í píanóleikn-
um var meiri en maður á að venj-
ast. Það gerði tónlistina óvanalega
safaríka. Mýkri kaflar voru líka
afar fallegir. Litbrigðin voru ótelj-
andi, ljóðrænan heillandi. Útkoman
var í stuttu máli einhver mest sann-
færandi píanótúlkun á verkinu sem
ég hef heyrt.
Kristinn var líka frábær. Hann
náði að miðla áhrifamiklum skáld-
skapnum með breiðu tilfinningalit-
rófi, allt frá ljúfri nostalgíu, óljósri
von, djúpri sorg, vonleysi og loks
dauða. Og styrkleikahlutföllin á
milli hans og Víkings voru í góðu
jafnvægi.
Eins og áður sagði var sam-
bandið á milli þeirra sérlega
skemmtilegt. Annar ungur, hinn
gamall; annar ákafur og snöggur
upp á lagið, hinn innhverfur og lífs-
leiður (að því er virtist). Þetta skap-
aði sterka listræna heild sem gerði
tónlistina ljóslifandi. Þráðurinn
slitnaði aldrei. Flæðið er einmitt
svo mikilvægt í tónlist Schuberts
og það var alveg óheft hér. Þetta
voru frábærir tónleikar. Jónas Sen
Niðurstaða: Magnaðir tónleikar
með Kristni Sigmundssyni og Víkingi
Heiðari. Safarík og spennandi túlkun
sem lengi verður í minnum höfð.
Tónlistin varð ljóslifandi
Vorhefti menningarritanna
Tímarits Máls og menningar,
Skírnis og Spássíunnar eru
komin út.
Í Tímariti Máls og menningar
kennir ýmissa grasa, til dæmis
eru þar ljóð
eftir Þorstein
frá Hamri og
Braga Ólafs-
son, Ástráður
Eysteinsson
rýnir í ævi-
verk Thors
Vilhjálms sonar
og Haukur
Ingvars-
son ræðir
við Kristínu
Eiríksdóttur.
Gunnar Karlsson sagnfræðing-
ur leggur orð í belg í umræðuna
um upphaf mannaferða í Skírni
og hrekur með dæmum þá stað-
hæfingu að sagnfræðingar ríg-
haldi í Ara fróða sem aðalheim-
ild fyrir landnáminu. Að auki má
finna greinar eftir Guðna Elísson
um ástarsögur og hugleiðingar
Salvarar Nordal um stjórnlaga-
ráð. Þá minnist Sigurður Pálsson
Thors Vilhjálmssonar.
Bókmenntatímaritið Spássían
er að þessu sinni helgað vísinda-
skáldskap. Stiklað er á stóru um
sögu þessarar bókmenntagreinar
og rýnt í ýmsa afkima hennar.
Auður Aðalsteinsdóttir og Ásta
Gísladóttir eru ritstjórar Spássí-
unnar. - bs
Þrjú ný hefti
komin út
THOR
VILHJÁLMSSON
VÍKINGUR HEIÐAR OG KRISTINN Þessir ólíku tónlistarmenn mynduðu sterka listræna
heild, sem gerði tónlistina ljóslifandi að mati gagnrýnanda.
Blóðdropinn, glæpasagnaverðlaun
Hins íslenska glæpafélags, verður
afhentur í aðalsafni Borgarbóka-
safnsins í Grófinni í dag.
Níu glæpasögur eru tilnefndar
í ár: Furðustrandir eftir Arnald
Indriðason; Morgunengill eftir
Árna Þórarinsson; Runukrossar
eftir Helga Ingólfsson; Fyrirgefn-
ing eftir Lilju Sigurðar dóttur;
Martröð millanna eftir Óskar
Hrafn Þorvaldsson; Snjóblinda
eftir Ragnar Jónsson; Ég man þig
eftir Yrsu Sigurðardóttur; Mörg
eru ljónsins eyru eftir Þórunni
Erlu Valdimarsdóttur; og Önnur
líf eftir Ævar Örn Jósepsson.
Athöfnin hefst klukkan 17 og
boðið verður upp á léttar rauðar
veitingar. - bs
Blóðdropinn
afhentur í dag
LILJA SIGURÐARDÓTTIR Tilnefnd fyrir
bókina Fyrirgefning.
DJÚPIÐ VERÐLAUNAÐ Útvarpsleikhús RÚV hlaut norrænu útvarpsleikhúsverðlaunin 2011 fyrir útvarpsleikritið Djúpið eftir Jón
Atla Jónasson, sem jafnframt er leikstjóri verksins. Viðar Eggertsson, stjórnandi Útvarpsleikhússins, tók við verðlaununum. Djúpið hlaut
einnig Grímuna sem útvarpsverk ársins á dögunum. Verkið var frumflutt í Útvarpsleikhúsinu 12. september síðastliðinn og var leikið af
Ingvari E. Sigurðssyni.
norra na husid
e
-
-