Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 20
21. JÚNÍ 2011 ÞRIÐJUDAGUR2 ● kynning ● kaffi „Þessi litla baun býr yfir svo miklu meira en bragði og ilmi að heil ævi dugir ekki til að koma því öllu á framfæri,“ segir Þórður Þórisson, markaðsstjóri hjá Gevalia á Íslandi, og vitnar þar í Giovanni, ástríðufullan aðdáanda kaffibaunarinnar og kaffisérfræðing hjá Gevalia. „Við hjá Gevalia erum nú að markaðssetja tvær nýjar og afar spennandi blöndur af heil- um kaffibaunum. Þær fást fyrir flestar gerð- ir af uppáhellingu, allt frá pressukönnu og venjulegum kaffivélum til espresso,“ segir Þórður Þórisson, markaðsstjóri Gevalia á Ís- landi, um helstu nýjungar hjá Gevalia. „Stöð- ugt fleiri kjósa heilar kaffibaunir og mala í hverja uppáhellingu, ýmist í sjálfvirkri könnu eða kvörn. Til viðbótar er Gevalia- kaffið komið í nýjar, vandaðar, umbúðir – þyngdin er hin sama en pakkningarnar nett- ari.“ Þórður segir hverja blöndu fá sína sér- stöku meðhöndlun í brennslu eftir sérkenn- um hennar en að sameigin- legt með öllu Gevalia-kaffi sé ríkt jafnvægi í grunn- bragðinu þar sem fyll- ing og mýkt leika ljúflega saman og kaffið er laust við rangt sýrustig. „Ég vel Gevalia-kaffið mitt eftir húmor dags- ins”, segir Þórður, spurð- ur um uppáhaldskaffið. „Allar blöndurnar eru mitt uppá hald – það fer eftir húmornum í það skiptið hverju ég sækist eftir. Það er nefnilega blæbrigða- munur á bragði, brennslu, mýkt, ilmi eða skerpu í Gevalia-kaffi. Hin þekktu gæði Gevalia skila sér allt- af í gegn. Ég get til dæmis valið mér kraftmeira og ákveðnara kaffi þegar sá gállinn er á mér en mýkra og meira léttleikandi þegar svo ber undir. Kaffið frá Gevalia er alltaf eins og sinfónía, það bregð- ur fyrir mörgum tónum sem leika á bragð- laukana og maður er alltaf að njóta.“ „Nýju tegundirnar tvær eru suðurítalska espresso-blandan hans Giovanni í heilum baunum, sem þykir einstaklega heillandi. Giovanni er ástríðufullur áhugamaður um kaffi og staðráðinn í að koma sjarmanum, dulúðinni, gleðinni og sögunni sem fylgir þessari litlu baun á framfæri. Eftir honum er haft að þessi litla baun búi yfir svo miklu meira en bragði og ilmi að heil ævi dugi ekki til að koma því öllu á framfæri. Suður- ítalska espresso-blandan er brennd eftir æva gamalli ítalskri hefð, unaðsleg sinfónía, dökk og seiðandi með mjúkum sérkennum og löngu eftir bragði. Kjarkmikill espresso með flottri mýkt. Espresso-blandan er auðvitað afbragðsgrunnur í cappuccino, kaffi latte, macchiato og ýmsa aðra kaffidrykki. Hin nýja tegundin er Ebony-baunir, sem ætlaðar eru fyrir alhliða uppáhellingu. Það er mjúkt og fyllt kaffi með þessu sjarmerandi Gevalia-bragði. Þetta eru sérvaldar baunir frá hágæðabúgörðum í Suð- ur-Ameríku og Austur- Afríku sem hafa fengið sérstaka meðhöndlun og örlítið dekkri brennslu sem dregur fram eigin- leika þeirra. Árangurinn er kraftmikil, ilmandi fylling og þéttur keim- ur með dásamlegu eftir- bragði. Það er alltaf hægt að treysta á Gevalia hvað gæði, sjarma og bragð varðar. Þar að auki rækt- ar Gevalia garðinn sinn af alúð og færir viðskipta- vinum sínum fjölbreytni og spennandi nýjungar sem gaman er að njóta.“ Heil sinfónía fyrir bragðlaukana Þórður Þórisson, markaðsstjóri hjá Gevalia á Íslandi, segir blæbrigði Gevalia-kaffisins eins og bragð sinfóníu. MYND/VALLI ● Halva er heiti á indverskum ábæti, litlum kökustykkjum, sem er kjörið að spreyta sig á heima í eldhúsi. Þessi ljúffengi eftirréttur á miklum vinsældum að fagna í Asíu og víðar og bragðast einstaklega vel með rjúkandi heitum kaffibolla. Njótið! Framandi freistingar Ebony-baunir fá sérstaka meðhöndlun og örlítið dekkri brennslu. Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is s. 512 5462 og Þórdís Hermannsdóttir thordish@f365.is s. 512 5447.. 2 bollar af möndlum 2 bollar af mjólk 1½ bolli sykur örlítið af saffrani ¼ bolli af ósöltu smjöri skvetta af matarlit Látið afhýddar möndlur liggja í heitu vatni í um það bil fimmtán mínútur. Myljið möndlurnar, blandið saman við mjólk og hnoðið í þykkni. Vætið saffran í mjólk (tvær matskeiðar). Hitið mat- skeið af ósöltu smjöri á pönnu. Bætið við möndlum, sykri og saffrani ásamt mjólk og hrærið stöðugt í. Bætið við restinni af ósalta smjörinu og matarlit. Hrærið áfram þar til blandan verður þykk og hellið því næst í olíuborið mót. Skreytið með möndlum og skerið í bita. Berið fram ásamt kaffi. N O RD IC PH O TO S/ A FP Þennan indverska ábæti er tilvalið að prófa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.