Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2011, Blaðsíða 6
21. júní 2011 ÞRIÐJUDAGUR6 SAMGÖNGUR Iceland Express stend- ur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Kefla- víkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flug- félaganna í að halda áætlun á Kefla- víkurflugvelli sumar mánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunar flug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astra- eus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lend- ingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjung- ur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrra- sumar er skilgreindur með „óhóf- lega“ seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrra- sumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundr- að samanlagðar brottfarir og lend- ingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingar- nefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvar- andi þessa dagana. gar@frettabladid.is Eignastýringarsafn ÍV-I og Eignastýringarsafn ÍV-II eru verðbréfasjóðir skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðanna. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðanna og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. @ Hafðu samband við ráðgjafa okkar í síma 460 4700 eða kynntu þér málið á www.iv.is Tvær nýjar ávöxtunarleiðir Hvernig stóðust flugfélögin áætlun? Upplýsingar fyrir júní, júlí og ágúst 2010 Komur Brottfarir Brottfarir og lendingar samtals % 20 40 60 80 100 flug á áætlun (minna en 15 mínútna seinkun) 105 / 99 106 / 98 96 / 72 2.479 / 1.827 2.484 / 1.836 97 / 71 821 / 244 823 / 351 (Astraeus Ltd) (Astraeus Ltd) Fjöldi flugferða / fjöldi flugferða á áætlun 94,3% 75,0% 73,9% 29,7% 92,5% 73,7% 93,3% 74,1% 73,8% 36,2% Alls: 211 flug Alls: 193 flug Alls: 4.963 flug Alls: 1.644 flug 73,2% 42,6% ■ Flug á áætlun ■ Flug sem seinkar 197 143 3.663 592 14 50 1.300 1.052 Icelandair Iceland Express SAS mun stundvísara en íslensk flugfélög Í aðeins 36 prósentum tilvika er Iceland Express á réttri áætlun. Hjá Icelandair er hlutfallið 74 prósent. Þriðjungi brottfara Iceland Express frá Keflavík seinkar meira en 45 mínútur. Félagið fékk ákúrur á vellinum fyrir skort á upplýsingum. FRAKKLAND Jacques Chirac, fyrr- verandi Frakklandsforseti, verð- ur leiddur fyrir rétt í septem- ber. Forsetinn fyrrverandi er ákærður fyrir spillingu í emb- ætti borgar- stjóra Parísar á tíunda áratug síðustu aldar. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Frakk- lands sem for- seti er leiddur fyrir rétt. Chirac er meðal annars ákærður fyrir að hafa greitt starfsmönnum flokks síns af opinberu fé. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsi og sektir upp á 150 þúsund evrur eða nær 25 milljónir íslenskra króna. - ibs Ákærður fyrir spillingu: Chirac fyrir rétt í september JACQUES CHIRAC LÖGREGLUMÁL Skipverji á Goðafossi situr nú í gæsluvarðhaldi grunað- ur um smygl á fjórum kílóum af amfetamíni til landsins. Maðurinn er íslenskur og á fer- tugsaldri. Hann var handtekinn 13. júní síðastliðinn þegar hann ók á bíl sínum frá Sundahöfn, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Fíkni- efnin fundust í bíl hans. Fleiri skip- verjar munu ekki hafa verið hand- teknir vegna málsins. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 5. júlí næst- komandi á grundvelli rannsóknar- hagsmuna. Goðafoss siglir til Rotter dam, Árósa, Helsingjaborgar og Fredrikstad. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar talið er að efnin hafi komið um borð. Götuvirði efnanna nemur nokkr- um tugum milljóna króna að því gefnu að það sé drýgt nokkuð. Ólafur William Hand, upplýsinga- fulltrúi Eimskips, segir manninn hafa starfað hjá fyrirtækinu í eitt ár. Hann segir að þegar smyglmál af þessu tagi komi upp vinni fyrirtækið með lögreglu og toll yfirvöldum og að starfsmönnum sem verði uppvísir að smygli sé í öllum tilfellum sagt upp störfum. - sh Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna fíkniefnasmygls með Goðafossi: Skipverji með 4 kíló af amfetamíni GOÐAFOSS Maðurinn hafði starfað hjá Eimskipi í eitt ár. Hann hefur líklega unnið sinn síðasta vinnudag hjá fyrir- tækinu. Eiga kanínur tilverurétt í ís- lenskri náttúru? Já 55,2% Nei 44,8% SPURNING DAGSINS Í DAG Myndir þú vilja kaupa kanínukjöt? Segðu þína skoðun á vísir.is. BERGEN Tvítug kona fannst látin í fangaklefa lögreglunnar í Bergen í Noregi í gærmorgun. Hún hafði verið handtekin um miðnætti kvöldið áður eftir að hafa sést í annarlegu ástandi í borginni. Meðal annars hafði hún flúið sjúkraflutningamenn sem könn- uðu ástand hennar, en um mið- nætti fannst hún illa til reika fyrir utan læknavaktina. Lögregla kom á staðinn og færði hana í varðhald eftir sam- ráð við lækni. Hún fannst síðan látin í klefa sínum rétt fyrir klukkan níu um morguninn. Dánarorsök er ókunn. - þj Sviplegur dauðdagi í Bergen: Fannst látin í fangaklefanum FRÁ BERGEN Tvítug kona fannst látin í fangaklefa í gærmorgun. SAMGÖNGUMÁL Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands hélt í gær ræðu á setningarathöfn fjöl- þjóðlegrar ráðstefnu um nýjar siglingaleiðir í norðri, sem fer fram í Alaska. Í tilkynningu frá forseta- embættinu kemur fram að fjöldi áhrifamanna á sviði alþjóðamála og viðskipta, sem og vísindamenn og sérfræðingar, sæki ráðstefn- una. Forsetinn mun eiga fund með ríkisstjóra Alaska og öðrum ráðamönnum á meðan hann er þar. - þeb Forseti Íslands í Alaska: Flutti ræðu um siglingaleiðir ÓSLÓ Starfsmenn bókaforlags- ins Cappelen Damm í Ósló voru sendir heim í gær vegna hótana róttækra múslíma. Þeir eru ósáttir við útgáfu bókar Flemm- ing Rose, Taushetens tyranni, sem nú hefur verið þýdd á norsku, en í bókinni eru skop- teikningar af Múhameð spá- manni. Múslímar höfðu á Facebook hvatt til bænahalds við mosku í miðborg Óslóar og í kjölfarið mótmælagöngu að bókaforlag- inu. Fjöldi lögreglumanna var á verði við bókaforlagið en þangað komu múslímar ekki. Hins vegar söfnuðust um tutt- ugu ungir, róttækir múslímar við moskuna. - ibs Múslímar hvöttu til mótmæla: Forlagsmenn sendir heim SAMFÉLAGSMÁL Auður Capital veitti á sunnudag veglega styrki úr samfélagssjóðunum Alheims- Auði og Dagsverki. AlheimsAuður veitti ABC barna- hjálp og BasicNeeds í Kína fjár- styrk og Dagsverk Auðar, sem er verkefni starfsmanna Auðar Capital, styrkti Marítafræðsluna „Hættu áður en þú byrjar“ og lofaði Sólheimum í Grímsnesi að aðstoða við gróðursetningu og garðyrkjustörf, sem jafngildir einum vinnudegi á hvern starfs- mann Auðar. - þj Framlög til verðugra málefna: Veglegir styrkir Auðar Capital KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.